Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2001, Page 13

Víkurfréttir - 22.11.2001, Page 13
FRÍMÚRARAREGLAN SINDRI Hundruð heim- sóttu frímúrara Fjölmcnni var á opnu liúsi hjá Frímúrararegl- unni Sindra í Reykja- nesbæ á sunnudag. Talið er að yfir 300 gestir hafi komið og kynnt sér starfið. Opna húsið var í tilefhi 50 ára afmælis Frímúrarareglunnar á Islandi og var saga reglunnar kynnt, húsnæðið til sýnis og gestum og gangandi boðið upp á veitingar. Mikil leynd hefur venð yfír felagsstarfi fhmurara í gegnum árin og án efa margir forvitnir verið á ferðinni í leit að lausn á leyndardómum regl- unnar. Mörg leyndarmál eru þó enn til staðar eftir daginn í dag, því ekki voru allar dyr opnar upp á gátt. Meðfylgjandi myndir tók Skarphéðinn Jónsson á opna húsinu. Viltu reka hársnyrti- stofu á Vellinum? -Frábært tækifæri fyrir duglegt fólk Nú stendur yfir leit að rekstraðilum til aö sjá um rakarastofuna og hárgreiðslu- og snyrtistofuna í lítilli verslunarmiðstöó á varn- arsvæðinu, í sama húsi og skyndibitastaðurinn Wendy's og Lava Java kaffihúsiö sem býður einungis upp á kaffi frá Kaffitári auk gleraugnasersl- unar, keilusals o.fl. Helga Sigrún Harðardóttir, at- vinnuráðgjafi Reykjanesbæjar er þessa dagana að kynna þetta tækifæri fyrir fagfólki á svæðinu en að hennar sögn hefur fólk utan svæðis verið duglegra að ná þeim samningum sem Vamarlið- ið hefur boðið. „Þau komu að máli við mig og báðu mig að hjálpa þeim að finna einhveija héðan til að kynna möguleikana hér á vamarsvæðinu. Hár- og snyrti- stofan hefiir lítið sem ekkert ver- ið opin síðustu vikur en þar eru fjölmörg tækifæri fyrir duglegan aðila að rifa þann rekstur upp. Þá er alltaf nóg að gera á rakarastof- unni líka. Forval vegna þessa út- boðs var auglýst í lok október. Nánari upplýsingar má fá hjá Flo Marino í síma 425-2061 (flo.marino@idfcfk.navy.mil) en gerður yrði verktakasamningur við þann sem kemur til með að taka að sér reksturinn." Rakarastofan sérhæfir sig aðal- lega í svokölluðum „hermanna- klippingum" auk almennra herraklippinga. Hár- og snyrti- stofan sér síðan um klippingu, litun, permanent o.s.frv. auk þess sem boðið hefúr verið upp á hand- og fótsnyrtingu, vaxmeð- ferðir, naglaásetningu og aðra al- menna snyrtiþjónustu. „Til stendur á næstunni að endur- innrétta og taka í gegn það hús- næði sem þessar stofúr eru í. Allir innanstokksmunir, stólar, vaskar, speglar o.þ.h. fylgja með en sá sem tekur að sér reksturinn útvegar sjálfúr áhöld og tæki sem notuð eru“, segir Helga Sigrún að lokum en nú er rétti tíminn fyrir duglegt og hæfileikarikt fólk að kynna sér málið og hafa samband við Helgu Signinu í síma 421-6700 eða netfangið: helga.s.hardardottir@reykjanes- baer.is og fá frekari upplýsingar. Veitingastaður 2. hæð Sími 425 0246 Leifsbuð á meðan þú bíður • Matur fyrir fyrirtæki • Jólahlaðborð fyrir fyrirtæki og önnur tækifæri • Heitir og kaldir veisluréttir • Smurbrauð og snittur • Kokteilboð •Tapashlaðborð Leifsbúð er alhliða veitingastaður veitingaþjónusta Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.