Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 24.01.2002, Síða 4

Víkurfréttir - 24.01.2002, Síða 4
VIKUR FRÉTTIR Utgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvik Simi 421 4717 (10 línur) Fax 421 2777 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sínri 893 3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigutjónsson, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Kristlaug Sigurðardóttir, kristlaug@vf.is, simi 691 0301 Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is, Skarphéóinn Jónsson skarpi@vf.is, Hilmar Bragi Bárðarson hbb@vf.is Skrifstofa: Stefania Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Vikurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. / Dreifing: íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: Timarit Vikurfrétta, The White Falcon og Kapalsjónvarp Víkurfrétta. Harður árekstur Allharður árekstur varð á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarveg- ar um klukkan 07.30 sl. fostudagsmorgun. Tildrög slyssins voru óljós en flytja þurfti ökumann annars bílsins og farþega á sjúkrahús með sjúkrabíl og báðir bílamir vora dregnir af vettvangi með kranabíl. Þorvaldur Benediktsson, hjá lögregl- unni í Keflavík, segist ekki vita hvort hálka hafi valdið slysinu, en það getur verið launhált í svona tíðarfari. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona Sigurborg Jónsdóttir, Heiðahvammi 8g, Kefiavík sem lést 16. janúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. janúar kl. 14. Stefán Hannes Ægisson, Jón Ægisson, Súsanna Valsdóttir, Ástþór Ingi Jónsson, Berglind Jónsdóttir, Jón B. Hannesson, Fanney Hjartardóttir, Eðvarð T. Jónsson, Karl Taylor, Ása Skúladóttir Bjarnfríður Jónsdóttir, Pétur Vilbergsson. GATNAMÓT VIÐ AÐALHLIÐ Prófkjör Samfylkingar- innar í Reykjanesbæ Ég undirritaður hef ákveðið að gefa kost á mér í eitt af efstu sæt- um framboðslista Samfýlkingar- innar fyrir bæjarstjómarkosning- arnar í vor. Opið prófkjör um skipan listans verður haldið 23. febrúar næstkomandi. Markmiðið með framboði mínu er að taka virkari þátt í mótun samfélagsins til hagsbóta fyrir einstaklinga og fjölskyldur í bæj- arfélaginu. Ég hef mikinn áhuga á mennta- og atvinnumálum, þannig að saman fari gerjun og gróska í atvinnulífinu og upp- bygging á traustu félagslegu um- hverfi. A næstu vikum mun ég gera betur grein fyrir hugmynd- um mínum og áherslum í bæj- arpól itíkinni. Hér býr gott fólk og möguleik- arnir til almennrar velmegunar eru miklir. Reykjanesbær verður að geta boðið umgjörð um ný- sköpun atvinnulífs og félagslegr- ar þjónustu í umhverfisvænu samfélagi sem gerir það eftir- sóknarvert að búa hér og starfa. Fyrir því mun ég betjast og óska eftir stuðningi bæjarbúa til þess. Skúla Thoroddsen, forstöðumaóur Miðstöðvar simenntunar ú Suðurnesjum. Miklar fjárfestingar Fyrsta umræða um fjár- hagsáætlun Sandgerðis- bæjar fór fram nýlega og önnur umræða var í gær. Fjárhags- og starfsáætlanir voru unnar sem rammaáætl- anir og er það svipað fyrir- komulag og viðhaft var á síð- asta ári. Skuldir bæjarins aukast ekki, og er jafnvel útlit fyrir að tekjur aukist, þó ekki sé gert ráð fyrir hækkun á álagningaprósentu útsvars sem verður óbreytt eða 12,6%. Þá er ráðgert að lækka álagningahlutafall fasteignaskatta niður í það horf sem þeir voru í árið 2000. Skatttekjur ársins eru áætlaðar rúmar 400 miiljónir og í áætluninni er gert ráð fyrir að 79% tekna bæjarins renni til reksturs. Fræðslu- mál eru fjárfrekasti útgjalda- liðurinn, og áætlað er að lið- lega 37,4% fari til þeirra eða um 140 milljóniraf heildar- tekjunum. Helstu fjárfesting- arnar tengjast líka fræðslu- málum, þannig verður 37,5 milljónum varið til fram- kvæmda við grunnskólann þannig að hægt verði að ein- setja skólann og gera vinnu- aðstöðu starfsmanna betri. Til stækkunnar leikskólans verður varið 24 milljónum, en inni í þeirri tölu eru einnig fjármunir til búnaðarkaupa fyrir ieikskólann. Um það bil 25 milljónir fara í gatnagerð, holræsagerð og til gerðar gangbrauta. SUMARLEYFI Á KRISTNIHÁTÍÐ FYRIR DÓMSTÓLA Var heimilt að taka frí á kristnihátíð Lögreglumaður sem starf- aði við lögregluembættið í Keflavík og var veitt á- minning fyrir að mæta ekki til vinnu kristnihátíðarhelgina 1. til 2. júlí 2000 hefur fengið á- minninguna fellda úr gildi. Málsatvik eru þau að umræddur lögreglumaðum hafði bókað sig í sumarftí frá28.júní til 14. júlí og hafði keypt sér ferð til útlanda þennan tíma. Síðar fékk yfirmað- ur mannsins þau boð að bannað væri að fara í ffí á þessum tíma og gerði maðurinn sem hann gat til að flýta utanlandsferðinni og vera kominn til baka fyrir kristni- hátíðarhelgina en það gekk ekki eftir.Yfirlögregluþjónninn í Keflavik lagði fram íista í byijun júní yfir þá lögregluþjóna sem embættið ætlaðist til að yrðu við vinnu þessa helgi og var nafn mannsins þar á meðal. Sýslu- maðurinn í Keflavík veitti mann- inum svo skriflega áminningu í ágúst og maðurinn kom sömu- leiðis sínum sjónarhmiðum að nokkrum dögum síðar. í málinu sem var afgreitt í Hérðasdómi Reykjavíkur fór maðurinn fram á það að áminningin yrði felld úr gildi og var það gert. Var því ekki fallist á að sýslumanni hafi verið stætt á að leggja bann við því með svo skömmum fyrirvara að stefnandi færi í leyfi umrædda daga. Þar með var heldur ekki fallist á að lögreglumaðurinn hafi með háttsemi sinni óhlýðn- ast löglegu banni yfirmanns síns. Hafi því ekki verið lagaleg skil- yrði til að veita stefhanda áminn- ingu eins og gert var með á- kvörðun sýslumanns ffá 8. ágúst 2000. 4

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.