Víkurfréttir - 24.01.2002, Qupperneq 16
REYKJANESBÆR
Auglýsmg um breytingu á
deilisMpulagi Reykjanesbæjar,
svæði A (gamli bærinn)
Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefur samþykkt tiUögu að breytingu
á deilisMpulagi Reykjanesbæjar, svæði A (gamli bæriun)
breyting á reitum 9 og 14.
Breytingartillagan nær til reits sem afmarkast af Hafnargötu,
Túngötu, Tjamargötu og Aðalgötu. í tillögunni er m.a. gert ráð
fyrir að þau hús sem nú standa við Hafnargötuna milli Aðalgötu
og Tjamargötu verði víkjandi og byggingarreitum breytt.
Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar á bæjarskrifstofum
Reykjanesbæjarfrá 16. nóvember til 14. desember.
Athugasemdafrestur rann út 28. desember ogbámst athugasemdir
frá 3 aðilum. Bæjarstjóm hefur afgreitt athugasemdimar og sent
þeim sem athugasemdir gerðu umsögn sína.
Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur
hún verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu
bæjarstjómar geta snúið sér til byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar.
Auglýsing rnn breytingu á
deilisMpulagi við Fifumóa,
lóðir 11 og 13
Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu að
breytingu á deilisMpulagi við Fífumóa, lóðir 11 og 13.
Breytingartillagan nær til reits sem afmarkast af Fífumóa,
Hjallavegi, Vallarbraut og Neðra Nickel svæðinu.
Breytingartillagan gerir ráð fyrir fjórbýlishúsum á lóðunum
nr. 11 og 13 við Fífumóa.
Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar á bæjarskrifstofum
Reykjanesbæjarfrá 16. nóvember til 14. desember.
Athugasemdafrestur rann út 28. desember ogbámst athugasemdir
frá einum aðila. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdimar og
sent þeim sem athugsemdir gerðu umsögn sína.
Athugasemdimar gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögmmi og
hefur hún verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu
bæjarstjómar geta snúið sér til byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar.
Bæj arstj óri Reykj anesbæj ar,
Ellert Eiríksson
?C<3HMpÍp - REYKJAN ESBÆR
Blðil * TJARNARGÖTU 12 230 KEFLAVÍK '
Antonio Banderas i
Leifsstöð síðdegis á
mánudag á tali við
Helgu Steinunni
Einvarðsdóttur
starfsmann
Flugþjónustunnar.
Mynd: Hilmar Bragi
ANTONIO BANDERAS í LEIFSSTÖÐ
Fengu koss á kinn og
myndatöku í kaupbæti
Starfsstúlkurnar í Leifs-
stöð eru vart búnar að
jafna sig á heimsókn sjar-
mörsins Antonio Banderas í
Leifsstöð síðdegis á mánudag.
Banderas er goð margra í
Leifsstöð og því varð uppi fótur
og fit í stöðinni þegar kappinn
mætti á svæðið.
Starfsfólk í stöðinni vill lítið tjá
sig um Banderas en segir hann
hafa komið vel fram og verið
þægilegan í samskiptum. Víkur-
fréttir hafa fregnað að kappinn
hafi smellt kossi á kinn nokkurra
kvenna í stöðinni. Starfsmaður í
flugstöðinni mun hafa spurt
kappann hvað honum fyndist um
koss og myndatöku. Hann sam-
þykkti það, vildi kossinn fyrst og
síðan myndatökuna. Stelpurnar
gjörsamlega bráðnuðu en það
gerði myndavélin þeirra einnig
og allar myndimar af Banderas
eyðilögðust i fiamköllun í morg-
un.
Myndir Vikurfrétta eru því lík-
lega einar af fáum myndum sem
til eru af kappanum á íslandi -
þar til annað kemur í ljós. Þó er
víst að lögreglan á Keflavíkur-
flugvelli á nóg af myndum af
Banderas því í Leifsstöð er mjög
fullkomið eftirlitsmyndavélakerfi
og kappinn því til fiá öllum sjón-
arhomum.
Tobba opnar sýningu í dag
Þorbjörg Magnea Óskarsdóttir opnar mvndlistasýningu
að Hafnargötu 15 klukkan 18.00 í dag. Tobba, eins og
Þorbjörg er kölluð, hefur haldið 6 einkasýningar og þetta
er þ\f 7. sýning hennar frá árinu 1997. Að þessu sinni sýnir
hún 20 olíumálverk og eru þau öll til sölu á sýningunni. Sýn-
ingin opnar klukkan 18.00 í dag og boðið er upp á kaffiveit-
ingar á opnuninni.
16