Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 24.01.2002, Page 25

Víkurfréttir - 24.01.2002, Page 25
NORÐURÓP hlýtur menningarverðlaun Víkurfrétta 2001:_ Hvatning til að halda áfram með verkefni í Reykjanesbæ ...Við erum að und- irbúa uppsetningu á Messíasi eftir Hand- el á næstu ijósanótt með listafólki héðan af svæðinu. Þetta er stórt verkefni, kór, einsöngvarar og hljómsveit... Tónlistarmennina Sigurð og Jóhann Smára Saevars- syni, þarf varla að kynna fyrir lesendum N íkurfrétta eft- ir uppsetningu þeirra á Sálu- niessu og tveimur óperum í Reykjanesbæ í fyrra. Fjöl- skyldufélag þeirra, Norðuróp, hlýtur menningarverðlaun Víkurfrétta 2001 fyrir þetta þrekvirki sem vakti verðskuld- aða athygli um land allt. Þeir bræður eru fæddir og upp- aldir í Keflavík, synir Ragnheiðar Skúladóttur píanóleikara og tón- listakennara við Tónlistarskólann i Keflavík og Reykjanesbæ í næstum 40 ár og Sævars Helga- sonar, málarameistara og hand- verksmanns. Sigurður sem er skólastjóri Tónlistaskólans í Garði og Jóhann Smári sem er bassasöngvari hækkaðu menn- ingarstigið á Suðumesjum þegar þeir tókuk þá djörfú ákvörðun að setja upp óperur í dráttarbrautinni í Keflavík síðasta sumar. Krist- laug Sigurðardóttir hitti Sigurð og Smára af því tilefni og for- vitnaðist um óperur, tónsmíðar og Norðuróp. Norðurópið að norðan „Smári bróðir og eiginkona hans, Elín Halldórsdóttir söng- kona, stofnuðu Norðuróp á Akur- eyri fyrir þremur árum. Fyrsta verkefnið var Sæmi Sirkus- slanga, sem er bamaópera. Auk þess að flytja hana á Akureyri komu þau hingað suður og fluttu óperuna í Heiðarskóla. Síðan fluttu þau hjónakomin suður, og þá náttúrulega Norðuróp líka,” segir Sigurður þegar hann segir frá upphafi Norðuróps. „Smári og Elín em driflgaðrimar, sjá um um bréfaskriftir og mannaráðn- ingar og að safna saman lista- mönnum og þess háttar. Síðan kórs Reykjavíkur, núna í haust. En það sem er kannski næst okk- ur í tíma er að við hjá Norðurópi erum að undirbúa uppsetningu á Messíasi eftir Handel á næstu ljósanótt með listafólki héðan af svæðinu. Þetta er stórt verkefhi, kór, einsöngvarar og hljómsveit,” segir Sigurður. Smári er spurður hvort svona viðurkenning hafi einhver áhrif á starfsemi Norpuróps. „Þetta er mjög jákvætt og hefur hvetjandi áhrif á okkur að halda starfinu áfram. Ég er núna að setja upp „Kunnig little Vixen” sem getur útlaggst „bragðarefurinn” á ís- lensku, og er eftir Janachek. Þetta geri ég með nemendum minum í Söngskólanum Hjartans mál sem er í Karlakórshúsinu Ými.” Tónlistar- og menningarhús Þegar talið berst að tónlistar- eða menningarhúsi í Reykjanesbæ tekst Sigurður allur á loft og greinilegt að honunt er málið skylt. „Það að við skyldum setja upp þessar óperur sýnir bara að það er hægt að gera þetta úti á landi og það þarf ekki að kosta óheyrilegar upphæðir, en pening- arnir þurfa samt að koma ein- hversstaðar frá. Það þarf að gera þetta oftar, koma fólkinu á bragð- ið, ala upp áheyrendur ef svo má að orði komast. Allt tal um tón- listar og menningarhús er af hinu góða. Það vantar til dæmis nýjan tónlistarskóla í Reykjanesbæ. Aðstaðan er mjög góð fyrir tón- listarkennslu í grunnskólunum, en aðal tónlistarskólinn er núna hýstur í litlu þriggja hæða einbýl- ishúsi á Þórustígnum í Njarðvík og gömlu trésmíðaverkstæði á Austurgötunni í Keflavík”, sagði Sigurður Sævarsson að lokum. þau fóru að vinna að óperuveisl- unni hef ég komið meira inn í þetta með þeim“, bætir eldri bróðirinn við. „Við fengum úthlutað lista- mannalaunum sem námu samtals 12 mánaðarlaunum sem við skiptum á milli okkar. Þegar það var tilkynnt í mars í fýrra, þá sett- um við allt í gang og hin eigin- lega fjáröflun fyrir verkefhið fór af stað. Það eru alltaf sömu fyrir- tækin sem styrkja svona verkefni, Það eru þau fyrirtæki sem skilja að, þar sem er engin menning, þar er bragðlítið mannlif. Svo fengum við lika styrk ffá Reykja- nesbæ“, segir Smári. Dýr veisla Óperuveislan í Reykjanesbæ er bæjarbúum ennþá i fersku minni, en það er dýrt að halda svona menningaviðburð þó veislan í fyrra hafi verið ódýr miðað við það sem gengur og gerist. Norðuróp náði ekki endum sam- an eftir þessi verkefni og því verða haldnir tónleikar til að safna fyrir þeim skuldum sem eftir eru. „Á næstunni ætlum við að halda fjáröflunartónleika til að vinna upp tapið síðan í sumar þar sem Qöldi söngvara kemur fram og gefúr vinnu sína til að styrkja fé- lagið. Tónleikamir verða haldnir í Reykjanesbæ, sennilega um mánaðarmótin febrúar- mars og ég á von á því að við höldum svo aðra tónleika í Reykjavík. Það er verið að undirbúa fleiri uppá- komur fram á vorið þangað til við hjónin forum úr landi“, segir Jóhann Smári. Læra símaskrána! Smári er búinn að gera samning við óperuhús Reginsburg sem er rétt fyrir utan Munchen i Þýska- landi. „Ég verð í tvö ár og syng átta aðalhlutverk á þeim tíma. Ég byrja á Baron Ochs, í Rósara- riddaranum effir Strauss og það er eitt stærsta bassahlutverk sem skrifað hefur verið. Það er eins og að læra símaskrána utan að, óperan öll er 420 blaðsíður og ég syng 220 af þeim. Elín, kona mín, er líka að fara í prufúr og er að kynna sig í óperuhúsum og umboðsmönnum tónlistarmanna í þýskalandi,” segir Smári. Sigurður skrifar eftir Hallgrím „Ég er að skrifa óperu sem gerist í brúðkaupi, Hallgrimur Helgi Helgason rithöfundur, er að skrifa textann og vonandi kom- um við þessari óperu á fjalimar innan fárra missera. Ég hef líka fengið nokkuð af pöntunum um verk. Svo var ég að hljóta viður- kenningu fyrir kórverk sem ég sendi í tónsmíðakeppni Karla- tfári Tónlistar- og menningarfjölskylda Noröuróps! Jóliann Smári Sævarsson, Elín Halldórsdóttir, Ragnlieiöur Skúladóttir og Sævar Helgason, Siguröur, Dröfn Rafnsdóttir og dætur þeirra þær Sigriöur og Ragnlieiöur. Skemmtilegt framtak og hvatning til Suðurnesjamanna - sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Þetta framtak Víkurfrétta að veita fólki og aðilum viðurkenningu í hinum ýmsu greinum er þarft og skemmtilegt og jafnframt hvatning“, sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í hófi sem haldið var í sal Matarlystar/Atlanta í fyrrakvöld. „Mér sýnist valið hafa tekist vel í ár eins og reyndar yfirleitt. Það eru mörg dæmi um að þeir aðilar sem Víkurfréttir hafa verðlaunað, þar á meðal margir manna ársins sem voru útnefndir í áratug - hafa sýnt það og sannað að þeir áttu viðurkenningu skilið. Það hefur líka sýnt sig að hvatning virðist hafa skilað sér hjá þeim. Ég vil bara nota tækifærið og óska verðlaunahöfum til hamingju með útnefhingamar og vona að þetta verði þeim hvatning í leik þeirra og störf- um“, sagði Ellert Eiriksson. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 25

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.