Víkurfréttir - 24.01.2002, Side 26
FRÆÐASETRIÐ ISANDGERÐI hlýtur Víkurfréttaverölaunin í flokki atvinnu- og mannlífs:
Vísindamenn í tugatali og 5 til 7
þús. gestir árlega til Sandgerðis
&
Or'
aw
..i.
Reynir Sveinsson, forstööumaður Fræöasetursinsl Sandgeröi ásamt eiginkonu sinni,
í Guðmundínu Þorbjörgu Kristjánsdóttur, Guðmundi Víði Helgasyni, sjávarlíffræöi úr
botndýrarannsóknarstöðinni og Eddu Guömundsdóttir, eiginkonu hans.
I__________I
Fræðasetrið í Sandgerði er
framsækinn aðili í ferða-
þjónustu og rannsóknum
og hefur vaxið jafnt og þétt
undanfarin ár og hlýtur Víkur-
fréttaverðlaunin í flokki at-
vinnulífs- og mannlífs 2001.
Þar hefur Reynir Sveinsson
stýrt hlutunum svo eftir hefur
verið tekið og á ekki svo lítinn
þátt í því að Víkurfréttaverð-
launin lenda í Fræðasetrinu að
þessu sinni.
Fræðasetrið í Sandgerði, að
Garðvegi 1, hefur verið starfrækt
síðan árið 1995, en fyrir þann
tíma var þar rannsóknarstöðin
Biolce botndýrarannsóknir, á is-
lenska landgrunninu. Hún var
stofnuð árið 1992 og er ennþá
starfrækt á neðri hæð hússins, þar
sem einu sinni var frystihús en er
núna glæsilegt og eftirsótt ran-
sóknar- og fræðasetur. Kristlaug
Sigurðardóttir, blaðamaður Vík-
urfrétta sótti Reyni heim í Fræða-
setrið og skoðaði alla 1400 fer-
metrana sem hýsa þessa athyglis-
verðu starfsemi.
Upphafið í botndýrum
„Upphafið að Fræðasetrinu er á
Biolce ransóknarstöðini þar sem
níu konur vinna við frumflokkun
á botndýrum undir stjóm Guð-
mundarVíðis Helgasonar, sjávar-
lífræðings. Fljótlega kom í ljós
að það vantaði húsnæði fyrir alla
þá fræðimenn og vísindamenn
sem komu hingað og unnu að
rannsóknum á botndýmm, fiski
eða fjörunni. Fræðasetrið pijón-
aðist siðan í allar áttir og við fór-
um að markaðssetja þetta meira
og í gegnum tíðina hefúr gesta-
gangurinn mestur verið hjá
skólafólki. Við erum samt ekki
kennslustofnun, erum ekki að
kenna neitt, en við bjóðum upp á
aðstöðuna. Hingað geta allir
komið og fengið á leigu kíki til
að fara í fuglaskoðun eða háfa ef
þeir vilja fara í tjömina, í fjörur
að veiða homsíli eða brúnklukku,
og síðan rannsaka hérna. Við
emm með fimm viðsjár sem fólk
getur notað til að rannsaka fúgla,
ennfremur eru hér fjögur sjóbúr
með lifandi dýmm í, krabbar og
hverskyns smákvikindi. Stefán
Pálsson sagnfræðingur var feng-
inn til að fara yfir sögu Sand-
gerðis frá landnámi og við erum
með það á söguspjöldum og þar
sést það helsta sem hefúr verið
hérna á Miðnesinu alveg frá
landnámi. Hér em margir merki-
legir staðir og stórmerkilega saga
á skaganum, það er ekki bara á
Njáluslóðum sem menn voru
hálshoggnir og drepnir.”
Ekkert lát á ferðamönnum
Reynir segir staðinn alltaf eflast
og vinsældir hans að aukast og
ekkert lát sé á fræðimönnum sem
hafi áhuga á að stunda sin visindi
eða nám í Sandgerði, sumarið sé
þó vinsælasti tíminn til þess. „Er-
lendu fræðimennirnir sem hafa
komið hingað síðan við byijuð-
um starfsemi em til dagsins í dag
hátt í 270 og flestir af þeim em
sjávarlífræðingar, stúdentar, eða
prófessorar sem hafa verið hér
frá tveimur og upp í tólf vikur i
senn. Mesti fjöldi sem komið
hefúr, um 70 manns, komu síð-
asta sumar. Þá tókum við öll her-
bergin undir gesti og urðum að
leigja herbergi i verbúðinni héma
á móti til að koma öllum mann-
skapnum fyrir. Gestirnir sem
komu í sumar voru frá yfir 15
þjóðlöndum og það er áhugavert
að umgangast þetta fólk. Menn-
irnir eru misjafnir eins og þeir
em margir og innan um em sér-
vitringar, snillingar og algerir
snillingar sumir hveijir, sem allt
leikur í höndunum á, sama hvort
það er lífffæðiverkefni eða píanó-
leikur. Hérna þurfa fræðimenn-
imir ekkert að fara út úr húsi ef
þeir vilja það ekki, til dæmis
vegna veðurs, því aðstaðan hér er
góð. A neðri hæðinni eru við
með sjávarsetrið og þar er búið
að kosta miklu til og fékk sú að-
staða viðurkenningu ffá Evrópu-
bandalaginu „sem einstök rann-
sóknaraðstaða.” I sal sem við
köllum blautrými, þar sem er
rennandi mjög hreinn jarðsjór, er
góð aðstaða til ransókna á á lif-
andi fiski með allskonar bakterí-
..mennirnir eru mis-
jafnir eins og þeir eru
margir og innan um
eru sérvitringar, snill-
ingar og algerir snill-
ingar sumir hverjir,
sem allt leikur í hönd-
unum á, sama hvort
það er líffræðiverkefni
eða píanóleikur...
ur. Sérstakt ffáveitu- og klórkerfi
var sett upp í blautrýminu til að
koma í veg fyrir að bakteríur
bærust út í umhverfið. Náttúru-
stofa Reykjaness er líka komin
hingað í hús, en hún er rekin
sameiginlega af Sandgerðisbæ og
Grindavíkurbæ svo það er nóg
að gerast,” segir Reynir og bendir
þar með á að ffæðasetrið er vax-
andi staður.
Fræðaseturtískuorð
„Við lítum björtum augum á
framtiðina héma og þetta nafn,
ffæðasetur, er komið héðan, við
vorum fyrst til að nota það. A
sínum tíma vakti það upp marg-
ar spurningar og fólk hringdi
hingað til að forvitnast um nafn-
ið, en núna er þetta orðið að
tískuorði og búið að stofna
fræðasetur og allskonar setur
víða. Við eram ffumkvöðlar að
svona setri héma í Sandgerði og
það voru ekki allir vissir hvert
við voram að fara með stofnun
þess. Við eigum gott safú fúgla
og það eru aðallega fuglar sem
eru héðan af svæðinu og nokkrir
flækingar með. Við tökum á móti
ferðamönnum og skólahópum og
á undanfömum árum höfiim við
fengið fimm til sjö þúsund gesti
á ári. Útlendingar koma hingað á
eigin vegur því enska orðið „Nat-
ure Center“ er vel þekkt, og
Bandaríkjamenn skilja það orð
vel. Eitt af því sem ffæðasetrið
gerir fyrir Sandgerði, er að
byggja góða ímynd fyrir bæjarfé-
lagið og allir sem búa héma njóta
góðs af,” sagði Reynir að lokum.
Víkurfréttaverðkunin 2001 afhentí
Sandgerðingar komu sáu og sigruðu við afhendingu
Víkurfréttaverðlaunanna fyrir árið 2001 í sal MatarlystarAtlanta í
fyrrakvöld. Á myndinni til vinstri má sjá hluta gestanna en á hinni
myndinni er Berglind Sigrún Valsdóttir, nemandi íTónlistarskóla
Reykjanesbæjar að leika á þverflautu.