Víkurfréttir - 24.01.2002, Qupperneq 29
Að láta verkin tala
Ég hef tekið að mér að leiða lista
sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
fyrir næstu bæjarstjómarkosningar.
Þótt verk mín séu vel kunn þeim
sem treystu mér til forystu í þessu
áhugaverða verkefhi, langar mig að
gera þeim sem minna þekkja til mín
örstutta grein fyrir nokrum baráttu-
málum mínum á liðnum ámm, sem
tengjast pólitík, neytendamálum og
fyrirtækjarekstri.
Ég fór ungur inn í póltík, var m.a.
formaður Heimdallar og formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Eftir að hafa lokið mastersnámi í
stjómun og opinberri stjómsýslu frá
Bandaríkjunum var ég kosinn í
borgarstjóm 1986 og starfaði þar í
meirihluta til ársins 1994 en leiddi
þá minnihlutann næsta kjörtímabil.
Vinna í þágu aldraðra og sjúkra
Sem formaður Félagsmálaráðs
leiddi ég endurskipulagningu á
öldrunarþjónustu borgarinnar þar
sem heimaþjónusta veitt ffá þjón-
ustumiðstöðvum í hverfum. Undir
minni forystu var unnið mat á þörf
aldraðra Reykvíkinga fyrir hjúkrun-
arheimili og þjónustu í heimahús-
um. Þannig var stuðlað að auknu
jafnræði allra aldraðra gagnvart
þjónustunni.
I samvinnu við stjómendur Borgar-
spítalans innleiddi ég nýtt stjóm-
skipulag og náðum við mjög já-
kvæðum árangri í rekstri, þar sem
markmiðið var að geta sinnt flerium
fyrir minni tilkosmað. Arangurinn
var ótvíræður og var umfjallað í
fjölmiðlum.
Fjölskyldumál
Málefhi fjölskyldunnar hafa verið
mér hugleikin. Markmið okkar er að
skapa heilbrigt og ömggt umhverfí
fyrir fjölskyldur. Þar má nefha
áherslu á heildaruppbyggingu í dag-
vistarmálum og innleiðingu Lions
quest námsefhisins í alla grunn-
skóla. Þá hef ég skrifað bók um
uppeldismál, sérstaklega ætlaða
feðrum.
Eðllleg rekstrarskilyrðl fyrirtækja
Ég var hvatamaður virkrar stefnu-
mótunar Reykjavíkurborgar í at-
vinnumálum með það að markmiði
að skapa fyrirtækjum góð og eðlileg
rekstrarskilyrði. Ég hafði frum-
kvæði að rýmkun á opnunartíma
verslana í borginni sem var verulega
takmarkaður fyrir aðeins 15 árum.
Barátta fyrir betri grunnskólum
Ég lagði gmnn að skipulegri um-
ræðu um mat á gæðum skólastarfi í
gmnnskólum borgarinnar og lagði
áherslu á rannsóknar- og þróunar-
verkefni. ÞávarhaFmnundirbún-
ingur að einsetningu grunnskóla
borgarinnar, löngu áður en það var
sett í lög. Fyrsta stig í þeirri áætlun
var svonefhdur heilsdagsskóli sem
skyldi tryggja bömum aðstoð og að-
hlynningu og aðstoð við heimanám
fyrir eða eftir skóladag í tvísettum
skólum. Mitt megin markmið var að
kennsla reykvískra skólabama yrði
á meðal þess sem best gerist í heim-
inum. Nú á ég þessa ósk fyrir
Reykjanesbæ.
Baráttan um borgina
Ég hef sjálfur verið frambjóðandi í 9
pólitískum kosningum og staðið
uppi sem, sigurvegari eða í sigurlið-
inu í 7 þeirra. Þótt ég hafi í flestum
tilvikum verið sigurvegarinn finnst
mér ég jafhvel hafa lært meira af
þeim tveimur skiptum sem ég hef
boðið lægri hlut. Það skyldi enginn
fyrirffam gefa sér niðurstöðu í kosn-
ingum. Það geri ég ekki.
I prófkjöri fyrir borgarstjómarkosn-
ingamar 1994, sóttist ég eftir öðm
sæti á eftir Markúsi Emi þáverandi
borgarstjóra, ásamt 4 öðmm ffam-
bjóðendum. Ég hlaut yftrburðasigur
í það sæti.
72 dögum fyrir kosningamar sagði
Markús Öm af sér sem borgarsþóri
og vildi úr forystusætinu. Skýringin
var fólgin í mjög veiku fylgi flokks-
ins sem hafði þá verið að mælast um
30-36% í skoðanakönnunum. Marg-
ir héldu því ffam að boigin væri kol-
töpuð og engin leið væri til að rétta
stöðuna við á svo skömmum tíma.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík urðu
þá einhuga um að ég tæki við for-
ystunni og ffeistaði þess að snúa
stöðunni við. Þegar talið var uppúr
kjörkössunum höfðum við hlotið
47,3% fylgi en R-listinn hafði betur.
Margir ræddu þá um verkefnið sem
persónulegan sigur fyrir mig, þrátt
fyrir að R-listinn heíði náð völdum.
R-listinn hélt velli í kosningunum
1998 en ég hafði tilkynnt að yrði sú
raunin vildi ég að annar tæki við
forystu minnihlutans.
Besta ár í sögu Tæknivals.
Þegar ég lét af borgarfulltrúastarfi
óskaði Frosti Bergsson, stjómarfom-
aður Opinna kerfa eftir að ég kæmi
með honum í Tæknival, hann yrði
stjómarformaður og ég ffam-
kvæmdastjóri, sem ég tók að mér.
Einfalt er að lesa ársskýrslurTækni-
vals (www.atv.is) sem kynna stöð-
una ár fyrir ár. Þær sýna að árin á
undan hafði Tæknival verið að tapa
og eiginfjárstaða var orðin mjög lé-
leg. Við náðum ffam talsverðum
endurbótum strax á seinni hluta árs
1999. Árið 2000 reyndist svo vera
besta ár í sögu Tæknivals. Hagnaður
var þá mestur, sama hvort mælt var
fyrir eða eftir fjármagnsliði og sölu
eigna. Eiginfjárstaðan tók að rétta
við. En fleira jákvætt gerðist:
Tæknival hlaut 2. sæti sem „Fyrir-
tæki ársins“ í könnun VR á meðal
stærstu fyrirtækjanna. Það varðaði
traust starfsmanna í garð fyrirtækis.
Tæknival hafði vart komist á blað
áður.
Árið 2001 byijaði strax illa. Sala tók
að dragast vemlega saman og mikil
erlend lán, sem héldu uppi yfír 4
milljarða kr. veltu, átti eftir að
magnast í neikvæðri gengisþróun
mestan hluta ársins. Um vorið
ákváðu eigendur að sameinaTækni-
val við Aco sem einnig var í mjög
erfiðri stöðu.
S.l. vor tjáði ég við Frosta Bergssyni
að ég hyggðist ekki taka annan
snúning í endurskipulagningu með
nýjum eigendum og stjómendum
með aðrar áherslur. En við töldum
mikilvægt að ég fylgdi þessum
breytingum úr hlaði þar sem við ótt-
uðumst að flótti hlypi í okkarbesta
fólk ef ég færi ffá á einmitt þeim
tímapunkti þegar endurfjármögnun
stóð yftr. Ég lauk svo störfum í
október s.l.
Barátta í þágu blfreíðaeigenda
Ég tók við formannsstarfi í FÍB
árið 1994. Þá vom tæplega 6 þúsund
félagsmenn og skuldir famar að
íþyngja starfmu. I dag em félags-
menn á 18. þúsund og eiginfjárstað-
an hefúr aldrei verið eins sterk. Á
þessum tíma höfúm við tekist
ótrauð á við trygginga- og olíurisana
um leið og við höfúm skapað afar
sterk hagsmunasamtök fyrir bif-
reiðaeigendur. Við höfúm haft uppi
virkt aðhald á bensínverð, velgt
tryggingafélögunum undir uggum
með því að gera allt sem í okkar
valdi stendur til að koma á virkri
samkeppni, án þess að fara sjálf út í
tryggingabransann. Það gerðum við
með útboði sem skilaði ffábæmm
árangri í 6 ár en er í lægð sem
stendur. Við höfúm styrkt tækni- og
lögfræðiráðgjöf fyrir félagsmenn,
boðið sérstaka aðstoð við félags-
menn undir nafhinu „FÍB aðstoð",
og erum orðin virkari hluti af tug-
milljóna neti biffeiðaeigendasam-
taka í Evrópu og Bandaríkjunum.
Félagið hefúr aldrei verið öflugra en
nú og nýkjörinn gjaldkeri getur stað-
festþað. Gjaldkerinn er engin annar
en Ástríður Sigurðardóttir guðffæð-
ingur og íbúi í Reykjanesbæ. Hún er
ffábær samstarfsmaður minn.
Tökum höndum saman
I öllum verkefnum mínum þekki ég
bæði bæði mistök og sigra og tel
það mikilvæga reynslu inn í næstu
verkefni. Sá sem vill koma hreyf-
ingu á hlutina verður að taka áhætt-
ur og mætir oft andstöðu. Barátta
mín hefúr bæði aflað mér stuðnings-
manna og andstæðinga, og ofl al-
gjörlega óháð flokkslínum.
Mörgum er auðvelt að flytja út-
flúraðar ræður um „möguleikana".
En það er getan til að koma ein-
hveiju í ffamkvæmd sem menn eiga
að mælast af. Á vettvangi sveitar-
stjóma skiptir miklu að þekkja til
þeirra mála og kunna að leiða æski-
lega þróun og þjónustu inn í samfé-
lagið, að hafa skýra sýn og kunna
að að miðla henni á meðal bæjar-
búa. Þá þarf þor til að ffamkvæma.
Mikilvægast er þó traustið, að bæj-
arbúar viti að þeir geti treyst orðum
okkar, að við ffamkvæmum eins og
við segjum. Fyrirþessu vil ég
standa.
Árni Sigfússon,
Leiðtogi lista sjálfstæðismanna
fyrir kontandi bæjarstjórnar-
kosningar í Reykjanesbæ
Ný og bætt þjónusta
íbúum Reykjanesbæjar stendur nú til boða að greiða
eftirtalin gjöld til sveitarfélagsins með Boðgreiðslum Visa:
Fasteignagjöld
Leikskólagjöld
Vildarkort Visa og Flugleiða
gefa ferðapunkta af öllum
Boðgreiðsluviðskiptum
Allar frekari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu Reykjanesbæjar eða í s. 421 6700
Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is
29