Víkurfréttir - 24.01.2002, Síða 30
Knattspyrnuæf ingar-8 flokkur
Árgangar 1996 og 1997
Nú eru knatttspymuæfingamar hjá
þeim allra yngstu að hefjast á ný, á
vegum knattspyrnudeildar Kefla-
víkur. Æfingamar em íyrir krakka
fædda 1996 og 1997. Æskilegt er
að foreldrar mæti með bömum sín-
um. Æfingatími: Sunnudagar kl.
9:15-10:00
Æfingastaður: Iþróttahúsið Sunnu-
braut (B - salur).
Æfingatímabil: 27. janúar - 26.
maí.
Innritun: Fimmtudaginn 24. janúar
og fostudaginn 25. janúar kl. 9 - 12
á skrifstofu íþrótta- og ungmenna-
félagsins Keflavík, Skólavegi 32,
sími: 421-3044 (Einar).
Hádegistilbuð
Súpa og Lasagna eða eggjakaka borið fram
með salati og hvítlauksbrauði.
Aðeins kr 950.-
llmandi gutt kaffi allan daginn
Lkta íslenkur ömmubakstur
Tertur, Vöfflur, Kleinur, Tebollur.
Verið velkumin
KNATTSPYRNUÆFINGAR - 8. FLOKKUR
Árgangar1996 og 1997
Innritað verður fimmtudaginn 24. janúar og
föstudaginn 25. janúar kl. 9-12 á skrifstofu
íþrótta- og ungmennafélagsins Keflavík,
Skólavegi 21, sími 421 3044 Einar.
Æfingatími verður á sunnudögum kl. 09.15 -10
í íþróttahúsinu við Sunnubraut (B salur).
Þjálfarar verða Gunnar Magnús Jónsson,
íþróttafræðingur og Elís Kristjánsson.
Gjald: Fyrsti mánuðurinn verður a.m.k. frír.
Æskilegt er að foreldrar mæti með börnum sínum.
Úrvalsdeild
UMFN - Hamar
Föstudagurinn 25. janúar kl. 20
Perwm
Z-œngrbest
SP0RTIÐ
Njarðvík í úrslit bikarsíns
Njarðvíkingar komust í úrslit í bikarkeppni KKÍ og Doritos með sigri
á Tindastól 86:66 í Njarðvík. Brenton Birmingham var bestur í liði
Njarðvikinga með 24 stig.
Tindastólsmenn byrjuðu leikinn betur og höfðu um tíma 10 stiga
forskot. Njarðvíkingar tóku sig hins vegar á í öðrum leikhluta og
spiluðu þá mun betur og náðu að komast yrir og leiddu í hálfleik
52:37. í seinni hálfleik héldu þeir grænu áfram að auka forskotið.
Norðanmenn reyndu eitthvað að klóra i bakkann en það má segja að
þeir hafi mætt ofjörlum sínum í þessum leik enda voru Njarðvíkingar
að spila mjög vel á köflum.
Talsverður hiti var í leiknum og náði hann hámarki þegar Halldór
Karlsson „rennitæklaði" einn leikmann Tindastóls með þeim
afleiðingum að hann flaug i gólfið. Njarðvíkingar munu mæta KR-
ingum í úrslitum 9. febrúar í Laugardagshöll en þeir svart-hvítu unnu
Þór í hörku leik.
Tyson leiddl Grindvíkinga til sigurs
Grindvíkingar gerðu sér góða leið til Reykjavíkur sl. fimmtudag þar
sem þeir sigruðu KR 83:87.
Þeir gulu komu mörgum á óvart með góðum leik en þeir hafa ekki
verið að spila vel að undanfomu. Nýji leikmaður Grindavíkur, Tyson
Petterson, var besti maður vallarins með 31 stig.
Keflavík í efsta sætið
Keflavík komst í efsta sæti úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik með
sigri á Stjömunni 120:65 sl. fostudag. Njarðvík er við hlið Keflvíkinga
eftir sigur á Breiðablik í Smáranum 95:86.
Keflvíkingar tóku Stjömuna gjörsamlega i bakaríið og sýndu srórkost-
leg tilþrif á köflum með troðslum og þess háttar. Gunnar Einarsson var
besti maður Keflavíkur með 25 stig en annars spiluðu allir vel. Fimm
minútna töf var á leiknum þvi fyrir leikinn brotnaði homið á spjaldi
einnar körfunar og tók smá tíma að gera við það.
Njarðvíkingar áttu í töluverðu basli með Blika í Smáranum enda alltaf
erfitt að spila gegn þeim á heimavelli. Njarðvíkurliðið var nokkuð
jafht i stigaskorun en Brenton Bimingham var þó stigahæstur með 23
stig.
Kef lavíkurstúlkur teknar í bakaríið
Stúdínur unnu Keflavík 79:44 í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik.
ÍS-stúlkur voru miklu betri og höfðu mun meiri löngun í sigur en
Keflavíkurliðið og því fór sem fór. Erla Þorsteinsdóttir var best
Keflavikustúlkna með 14 stig en aðrar sáust ekki i leiknum. Keflavík
er þó enn efst í deildinni með 18 stig.
Keflavík ÍAV melstari
Keflvíkingar sigmðu FH 2:1 í úrslitaleik ÍAV- mótsins i knattspymu
sem fram fór sl. laugardag í Reykjaneshöllinni. Það var hinn ungi
Hörður Sveinson sem skoraði bæði mörk Keflavíkurliðsins. Daginn
áður höfðu strákamir unnið Þór 9:0.
Keflvíkingar fengu 40.000 kr. í verðlaun og em þeir nú búnir að fá
samtals 80.000 kr. í verðlaunafé úr tveimur æfingamótum en áður
höfðu þeir unnið Hitaveitumótið. Þessi peningur er kærkominn fyrir
liðið sem á í töluverðum peningavandræðum þessa daganna en er að
reyna að rétta úr kútnum.
Næstu leikir
í kvöld verða tveir leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta. í Grindavík
taka heimamenn á móti Skallagrím og verður ffóðlegt að sjá hvort
Tyson Petterson eigi eftir að standa sig jafn vel og á móti KR.
Keflvíkingar halda norður á Sauðárkrók og spila þar við Tindastól en
þeir eiga harma að hefna því þeir töpuðu þar í síðasta leik og duttu um
leið út úr bikamum. Á morgun, fóstudag, fá Njarðvíkingar Hamar í
heimsókn en það gæti orðið skemmtilegur leikur og má búast við
talsverðri baráttu.
í kvennakörfunni verður stórleikur í Grindavík á laugardag þar sem
þær gulu taka á móti KR. Á mánudaginn verður svo nágrannaslagur
milli Keflavíkur og Njarðvíkur og mun það eflaust verða hörku leikur.
Fylgst með Hjálmari
Menn ffá sænska liðinu Gautaborg komu hingað til Keflavíkur um sl.
helgi til að fylgjast með Hjálmari Jónssyni varnarmanni
Keflavíkurliðsins í IAV mótinu. Hjálmar er undir smásjánni hjá félag-
inu sem er að leita af vinstri bakverði fyrir ffamtíðina. Hjálmar sagði
að það hafi lítið komið i ljós en þeir hafi þó verið nokkuð ánægðir
með hann og mun félagið senda annan mann hingað um næstu helgi til
að skoða hann betur.
Gatorade-mótið
HJÁLMAR
JÓNSSON
í ncermynd
Besti meðspilari?
„Eisteinn Hauksson hefúr haft
mest áhrif á mig fótboltalega séð
og svo var auðvitað mjög gott að
spila með Gunnari Oddssyni"
Erfiðasti andstæðingur?
„Allir jaftt auðveldir (Hjalli hlær).
Nei ég man ekki eftir neinum sér-
stökum þessa stundina"
Af hverju ertu númer 29?
„Það eru ýmsar ástæður fyrir því.
Fyrst vildi ég vera núrner 11 og
2+9 eru 11. Eg á aífnæli 29 júlí og
svo bjó ég á Smáratúni 29 þetta
sumar hjá vini mínum Jóa Ben“
Hvaða núiner villtu bera?
„Tvistinn"
Fylgistu með öðrum íþrúttum
en fótbolta?
„Ég er mjög mikill sportflkill og
fylgist því með öllum íþróttum.
Ég var líka í körfú og ffjálsum
þegar ég var yngri. Ég vila að það
komi ffam að ég hef alltaf haldið
með Keflavík í körfúnni þótt ég
hafi búið á Egilsstöðum"
Uppáhaids lið og leikmaður
ensku?
„Liverpool er besta liðið og Mich-
ael Owen og Fowler eru mínir
uppáhalds leikmenn“
Hvað er besta liðið í NBA körf-
unni?
„Ég hélt alltaf með Chicago Bulls
þegar Jordan var þar en núna veit
ég ekki hvaða lið er best“
Besta kvikmynd sent þú hefur
séð?
„Lord of the Rings er sú besta“
Besti leikari?
„Það er alltaf garnan að horfa á
Stallone og hinar bardaga hetjum-
ar en Tom Hanks er þó sá besti“
Hvaða kvenstjarna finnst þér
mest aðlaðandi?
„Ég hef verið mikill aðdáandi
Jennifer Aniston í Friends en hún
er víst gift Brad Pitt“
Hvernig tónlist hlustar þú á?
„Ég er rokkari og hlusta á R.E.M.,
Pearl Jam og U2“.
Hvaða fatamcrki fílar þú mest?
„Ég fila FILA“
Hvernig bfl ekurðu?
„Ég keyri um á „mjólkurhvítum
Toyota Canrry sem er orðin ffekar
öldruð. Ég kemst þó mínar leiðir á
henni“
Uppáhalds drykkur?
„Vatnið og mjólkin eru góðir
drykkir en Kókið er þó besf ‘
Uppáhalds matur?
„Svínahamborgarahryggur a la
mamma."
Um helgina verður haldið knattspymumót í Reykjaneshöllinni styrkt
af Gatorade. Ásamt Keflavík munu KR, Fylkir og FH taka þátt í mót-
inu og fara fyrri leikimir ffam á fostudegi en seinni leikimir verða á
sunnudaginn. Keflavík tekur á móti Fylki kl. 18:00 á fostudaginn og
strax eftir þann leik eða kl. 20:00 spila KR og FH. Mótið verður með
sama hætti og mótið um síðustu helgi þannig að á sunnudeginum
munu sigurvegaramir úr fyrri leikjunum mætast í úrslitaleik kl. 12:30
en tapliðin spila við hvort annað kl. 10:30.
mm f ömuh!
ACRIUC 0G GEL
Gott verö, Visa/Euro
Kristjana sími 694 2001
30