Morgunblaðið - 26.05.2016, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 6. M A Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 121. tölublað 104. árgangur
NÝ HEIMILD-
ARMYND
SVEINS
ICELANDAIR
LÆTUR
VERKIN TALA
SYMPHONIA
ANGELICA
MEÐ TÓNLEIKA
VIÐSKIPTAMOGGINN LISTAHÁTÍÐ 38ÚTI AÐ AKA 41
Ingólfur Ax-
elsson ætlar sér
að ganga á tind
Everest-fjalls að
ári. Hann og
Vilborg Arna
Gissurardóttir
voru tvö ár í
röð stödd í hlíð-
um fjallsins þeg-
ar náttúru-
hamfarir urðu.
Hann segir mikla sorg ríkja í
Nepal og meðal fjallgöngumanna
vegna frétta undanfarinna daga,
en í vikunni hafa fimm fjall-
göngumenn látið lífið á Everest.
Vilborg Arna segir hörmung-
arnar í fyrra enn hafa mikil áhrif
á sig. Hún hefur ekki tekið
ákvörðun um hvort hún reyni aft-
ur að ganga fjallið, en vill ekki
útiloka það. „Markmiðið sem ég
setti mér þegar við komum heim
var bara að koma sjálfri mér aft-
ur í stand,“ segir Vilborg Arna
um framtíðaráætlanir. » 10
Ingólfur ætlar að
reyna aftur við tind
Everest-fjalls að ári
Ingólfur
Axelsson
Langt hlé
» Fyrir áratug komu erlendir
sérfræðingar til að gera slíkar
aðgerðir. Undanfarið hafa sjúk-
lingar verið sendir út.
» Öryggi sjúklinga eykst til
muna.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Læknir á Landspítalanum er byrj-
aður að gera aðgerðir á æðagúlum í
heila með æðaþræðingartæki.
Fyrstu aðgerðirnar voru gerðar í
síðustu viku, alls fjórar, og gengu all-
ar vel, samkvæmt upplýsingum
læknisins, Vilhjálms Vilmarssonar.
„Þessi nýja aðferð hefur að miklu
leyti komið í stað opinnar aðgerðar
þar sem höfuðkúpan er opnuð og sett
klemma á æðagúlinn,“ segir Vil-
hjálmur. Þrætt er í gegn um nára-
slagæð og í gegn um æðakerfið alveg
upp í höfuð. Leggirnir fara inn í
æðagúlinn og loka honum með spír-
ölum úr platínu.
Hann segir að lítið sjáist á sjúkl-
ingnum eftir aðgerðina, aðeins
þriggja millimetra skurður í náran-
um, og er sjúklingurinn yfirleitt út-
skrifaður af spítala daginn eftir.
„Sjúklingar eru fljótari að jafna sig
eftir þessa aðgerð en þegar kúpan er
opnuð,“ segir Vilhjálmur.
Öryggi sjúklinga með sjúkdóma í
æðakerfi heila- og taugakerfis eykst
til muna með þessari starfsemi. Gert
er ráð fyrir 20 aðgerðum á ári.
Loka æðagúl með þræðingu
Fyrstu aðgerðirnar gerðar á Landspítala fyrir helgi Stefnt að tuttugu aðgerð-
um á ári Ekki þarf að senda sjúklinga til útlanda Öryggi eykst til muna
MÆðargúl lokað »6
Morgunblaðið/Þórður
Sólbaðsstofubekkur Um 10% full-
orðinna Íslendinga fara í ljós.
Dæmigerður ljósabekkjanotandi er
18-24 ára kona sem býr í Reykjavík.
Hún er með grunnskólapróf og fjöl-
skyldutekjur hennar eru lægri en 250
þúsund krónur á mánuði.
Þetta sýnir könnun sem Gallup
gerði fyrir samstarfshóp um varnir
gegn útfjólubláum geislum. Þar var
spurt um ljósabekkjanotkun Íslend-
inga í fyrra og reyndist hún vera um
10% meðal fullorðinna landsmanna,
en dregið hefur verulega úr henni
undanfarinn áratug. Könnunin sýnir
líka að rúm 15% stúlkna á aldrinum
12-17 ára fara í ljósabekki, þrátt fyrir
að notkun þeirra sé óheimil fólki yngri
en 18 ára í öðrum tilgangi en lækn-
isfræðilegum.
Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, að-
stoðarforstjóri Geislavarna ríkisins,
segir að nokkuð sé um að stofnuninni
berist ábendingar um að sólbaðsstofur
selji börnum yngri en 18 ára ljósatíma.
Hún segir að Geislavarnir hafi lítið
svigrúm til að framfylgja þessu ald-
urstakmarki. Í könnuninni var einnig
spurt um sólbruna og segir Elísabet
það hafa komið sér á óvart hversu
margir Íslendingar sólbrunnu í fyrra.
Það þurfi nánari skoðunar við. »4
Um 15% stúlkna fara í ljós
Ungmennum seldir ljósatímar þrátt fyrir aldurstakmark
„Það sem við
sjáum núna í
Vestur-Evrópu er
ris alræðislegrar
hugmyndafræði
sem á rætur sínar
í íslam,“ segir
Norðmaðurinn
Hege Storhaug,
höfundur bók-
arinnar Þjóða-
plágan íslam, sem
nýlega kom út hér á landi og er of-
arlega á metsölulistum bókaversl-
ana. Hún bætir því við að hún eigi
ekki við trúarbrögðin í heild sinni.
Hún segir að tvær ólíkar hliðar
séu á íslam sem hún rekur til tveggja
ólíkra æviskeiða Múhameðs. Frá
Medína hafi hann breitt út trúna
með ofbeldi. „Sú stefna sem hefur
náð völdum í moskum súnní- og
sjítamúslima, og einnig náð fótfestu
í Evrópu, er sú hin sama og varð til í
Medína,“ segir Storhaug. Það sé al-
ræðisstefna okkar tíma. »16
Ris alræðislegrar
hugmyndafræði
Hege
Storhaug
Átök hafa risið í kjölfar kaupa
Mentis, félags Gísla Heimissonar, á
7,2% hlut Kviku banka og nokkurra
smærri hluthafa í Reiknistofu bank-
anna (RB). Á grundvelli forkaups-
réttarákvæða í samþykktum RB
ákvað Sparisjóður Höfðhverfinga
að neyta forkaupsréttar og er nú
ágreiningur um hvort farið hafi
verið fram á forkaupsréttinn innan
tilskilins frests.
Jóhann Ingólfsson, formaður
stjórnar sparisjóðsins, segir það
ekki standa til að sjóðurinn eignist
hlutinn, enda leyfi eigið fé hans það
ekki. Að baki sé samkomulag við
utanaðkomandi aðila um kaup
hans í beinu framhaldi. Jóhann vill
ekki upplýsa hver sá aðili sé. Heim-
ildir Morgunblaðsins herma að
Síminn hafi sýnt hlutum í RB
áhuga.
Ljóst er að verið er að stíga
fyrstu skref í að færa eignarhald
RB frá fjármálafyrirtækjum, sem
átt hafa félagið sameiginlega fram
til þessa. Samkeppniseftirlitið hef-
ur þrýst á þá þróun um nokkura
ára skeið en hægt hefur miðað fyrr
en ef til vill nú. »ViðskiptaMogginn
Tekist á um eignar-
hald í Reiknistofunni
Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar,
og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar-
málaráðherra, fleyttu bréfbáti á lóð Húss ís-
lenskra fræða að loknum ársfundi Árnastofn-
unar sem fram fór í gær. „Þetta tákngerir
framkvæmdirnar sem munu hefjast á næsta ári,“
segir Guðrún. Samkvæmt fjármálaáætlun rík-
isstjórnarinnar 2017-2021 renna 3,7 milljarðar
til verkefnisins sem verður lokið við á tímabilinu.
Morgunblaðið/RAX
Bréfbátur veitir framkvæmdum byr í segl
Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hefjast á ný