Morgunblaðið - 26.05.2016, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
„Ég er tilbúin til þess að leggja á ný
líf mitt að veði fyrir Úkraínu á víg-
vellinum,“ sagði úkraínska herflug-
konan Nadía Savchenko er hún
ræddi við fjölmiðla á Boryspil-
flugvelli í Kænugarði í gær.
Var hún þá nýkomin frá Rússlandi
þar sem henni var haldið fanginni í
tvö ár, en skipt var á Savchenko og
tveimur rússneskum hermönnum
sem voru í haldi í Úkraínu.
Fréttaveita AFP greinir frá því að
bílalest forsetans hafi beðið eftir
henni á flugvellinum og var henni
ekið á fund Petro Porosénkó Úkra-
ínuforseta við komuna þangað. Talið
er fullvíst að Porosénkó hafi ætlað
að veita Savchenko heiðursorðu fyr-
ir unnin störf í þágu lands og þjóðar.
Táknmynd andspyrnunnar
Hin 35 ára gamla Nadía Sav-
chenko er liðsforingi í hersveitum
Úkraínu og þjálfaður þyrluflug-
maður. Hefur hún m.a. barist í Írak
og síðar í Úkraínu, en árið 2009 varð
hún fyrst kvenna til að ljúka námi í
herskólanum í Kharkív.
Árið 2014 var hún svo ákærð og
loks dæmd fyrir að bera ábyrgð á
dauða tveggja rússneskra sjón-
varpsfréttamanna sem féllu í loft-
árás í austurhluta Úkraínu. Savc-
henko, sem staðfastlega hefur neitað
sök, hlaut þá 22 ára fangelsisdóm.
Mál hennar hefur vakið mikla al-
þjóðlega athygli og hefur orðið að
eins konar táknmynd andspyrnuafla
gegn Rússum í Úkraínu.
Í skiptum fyrir hana fengu Rússar
Yevgeny Yerofeyev og Alexander
Alexandrov. khj@mbl.is
Savchenko reiðubúin að
fórna sér fyrir Úkraínu á ný
AFP
Frjáls Nadía Savchenko var umkringd fjölmiðlafólki á flugvellinum.
Bandaríkjaher
veitti sýr-
lenskum og
íröskum her-
sveitum stuðning
er þær réðust
gegn vígamönn-
um Ríkis íslams.
Barist var í ná-
munda við sýr-
lensku borgina Raqqa, höfuðvígi
samtakanna, og borgina Fallujah í
Írak, eitt helsta vígi samtakanna
þar í landi.
Ismail al-Mahalawi hershöfðingi
staðfestir við fréttaveitu AFP að
bandarískar og íraskar orrustu-
þotur hafi veitt sveitum á jörðu
niðri mikilvæga aðstoð í aðgerð-
unum. Engar fréttir bárust af
mannfalli en samkvæmt upplýs-
ingum AFP hefur sókn írösku her-
mannanna gengið með ágætum og
eru þeir nú skammt frá borgar-
mörkum Fallujah. khj@mbl.is
RÍKI ÍSLAMS
Bandaríkjaher veitti
stuðning úr lofti
„Heimsókn okk-
ar til Hiroshima
er liður í að
votta öllum þeim
sem létust í síð-
ari heimsstyrjöld
virðingu og
ítreka sameigin-
lega sýn okkar á
heim án kjarna-
vopna,“ sagði Barack Obama
Bandaríkjaforseti á sameig-
inlegum blaðamannafundi sínum
og Shinzo Abe, forsætisráðherra
Japans.
Obama kom þangað til lands í
gær og mun hann sækja Hiros-
hima heim á morgum, föstudaginn
27. maí. Forsetinn segir veru sína
í Japan vera til marks um þau
miklu og sterku vinatengsl sem
ríkin tvö hafi náð að mynda með
sér í gegnum árin. khj@mbl.is
HIROSHIMA
Barack Obama
kominn til Japans
Jörð gaf sig með-
fram hinni sögu-
frægu á Arno í
Flórens á Ítalíu.
Fréttaveita AFP
greinir frá því að
bakkinn, sem
skyndilega seig,
hafi verið um
200 metra lang-
ur, en enginn mun hafa slasast í at-
vikinu.
Eignatjón er hins vegar talið
vera umtalsvert, en meðal þess sem
skemmdist eru fjölmargar bifreið-
ar og önnur ökutæki sem lagt hafði
verið á þeim kafla sem hrundi.
Jarðsigið átti sér stað stutt frá
hinni heimsþekktu brú Ponte Vecc-
hio sem reist var á 14. öld.
ÍTALÍA
Jörð gaf sig skyndi-
lega í Flórens