Morgunblaðið - 26.05.2016, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Á
Alþingi hefur verið
lagt fram frumvarp til
laga um nýtt þjóðarör-
yggisráð. Tilgangur
þess er að framfylgja
þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og
endurskoða hana ef þurfa þykir. For-
sætisráðherra er formaður þjóðarör-
yggisráðsins en í því eiga sæti, auk
forsætisráðherra, ráðherra sem fer
með utanríkis- og
varnarmál og ráðherra sem fer
með almannavarnir, auk ráðuneyt-
isstjóra viðkomandi ráðuneyta.
Jafnframt skulu ríkislög-
reglustjóri og forstjóri Landhelg-
isgæslunnar eiga sæti í ráðinu. Þjóð-
aröryggisráð getur kallað til fleiri
ráðherra til setu í ráðinu varðandi
einstök mál sem eru til umfjöllunar
hjá því og tekur þá viðkomandi ráðu-
neytisstjóri einnig sæti í því. Emb-
ættismönnum og öðrum starfs-
mönnum ráðuneyta og opinberra
stofnana og hlutafélaga, sem og ein-
staklingum og fulltrúum lögaðila, er
skylt að mæta á fundi þjóðarörygg-
isráðs, sé þess óskað. „Með þessu er
komin meiri samhæfing á þjóðarör-
yggismál Íslands. Þjóðarörygg-
isstefnan hefur verið í vinnslu frá
árinu 2007 og þetta er í þverpólitískri
sátt,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utan-
ríkisráðherra.
Fyrirmynd frá öðrum ríkjum
Hún segir að með þessu batni
eftirlit samhliða meiri samræmingu á
milli stofnana. Spurð hvort eitthvað í
alþjóðasamfélaginu nú kalli á þessa
breytingu, þá telur hún svo vera.
„Þegar frumvarpið var undirbúið var
horft til annarra ríkja. Þau ríki sem
eru í kringum okkur eru með ein-
hvers konar þjóðaröryggisráð. Við
erum því að taka upp vinnulag sem
hefur verið við lýði hjá öðrum þjóðum
í talsverðan tíma,“ segir Lilja. Hún
segir að þjóðaröryggisráðið eigi eftir
að útfæra vinnu sína nánar þegar
reynsla kemst á það. Hins vegar von-
ast hún til þess að með þessu verði al-
mennt meiri umræða um þjóðarör-
yggismál. „Þingsályktunartillagan
um þjóðaröryggisstefnu er í tíu lið-
um. Manni er tamt á að horfa til Atl-
antshafsbandalagsins, á varnarsamn-
inginn og fleira í þeim dúr. En í
þjóðaröryggisstefnunni er litið á mál-
in í víðara samhengi og tekið á málum
eins og loftlagsbreytingum og um
norðurslóðir svo dæmi séu nefnd,“
segir Lilja.
Þjóðaröryggisstefnan er nýmæli
á Íslandi og sama má segja um þjóð-
aröryggisráðið. Engin sambærileg
stefna eða ráð hefur verið til á Íslandi
fram að þessu. Í greinargerð með
frumvarpi um þjóðaröryggisstefnu
segir að þó sé augljós nauðsyn slíkrar
stefnu. Er sú skoðun byggð á vinnu
þverfaglegs starfshóps um hættumat
fyrir Ísland og þingmannanefndar
um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir
Ísland. „Þjóðaröryggisráðið mun,
verði frumvarp þetta að lögum, gegna
lykilhlutverki við samhæfingu stjórn-
sýsluaðila, samráð innan stjórnsýsl-
unnar, reglulega uppfærslu stefn-
unnar, sem og samstarf við
fræðasamfélag um kynningu hennar
meðal almennings,“ segir í grein-
argerðinni.
Sektir og fangelsi
Í frumvarpi um þjóðarör-
yggisráð kennir ýmissa grasa.
Kemur þar m.a. fram að fund-
ir þjóðaröryggisráðs fara fram
fyrir luktum dyrum og hver
sá sem af ásetningi eða
stórfelldu gáleysi veitir
þjóðaröryggisráði rangar
upplýsingar skal sæta
sektum eða fangelsi allt að
þremur árum.
Þjóðaröryggisráðs-
frumvarp lagt fram
Alþingishúsið Frumvarp til laga um þjóðaröryggisráð er komið fyrir
Alþingi. Er ráðið nýlunda á Íslandi en er að erlendri fyrirmynd.
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það kostaðinokkur átökað ná sam-
komulagi þegar
Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn og
fjármálaráðherrar evrusvæð-
isins hittust á fundi um örlög
Grikklands í fyrrinótt, en
fundurinn stóð yfir í ellefu
klukkutíma. Að honum loknum
stigu fundarmenn fram og til-
kynntu að fundist hefði leið til
þess að hægt væri að lána
Grikkjum sem nemur um 10
milljörðum evra í sumar.
Líklega mun þó Grikkjum
sjálfum hafa þótt lítið til koma,
því að þegar rýnt var nánar í
samkomulagið kom í ljós að Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði
látið af þeirri kröfu sinni, að
skuldir Grikkja yrðu teknar til
endurskoðunar og sumar
þeirra látnar falla niður. Í
staðinn féllst sjóðurinn nær al-
farið á það sjónarmið, sem
Þjóðverjar hafa einkum haldið
fram, að rétt væri að bíða fram
til ársins 2018 og sjá til hver
staða landsins verður þá.
Tilgangur samkomulagsins
er fyrst og fremst sá að koma í
veg fyrir að Grikklands-
ævintýri Evrópusambandsins
vakni aftur til lífsins yfir sum-
arið, á sama tíma og sam-
bandið þarf að takast á við
flóttamannavanda, þjóð-
aratkvæðagreiðsluna í Bret-
landi og auknar efasemdir al-
mennings um
hagnýti þess að
vera innan sam-
bandsins. Sam-
komulaginu er því í
raun ætlað að
vinna tíma áður en Grikkland
fer aftur á vonarvöl.
Þá er einnig athyglisvert að
Grikkir sjálfir voru hvergi með
í ráðum á meðan lánardrottn-
arnir tókust á. Í raun má draga
í efa að Grikkland sé enn full-
valda ríki eftir að Tsipras for-
sætisráðherra féllst á af-
arkosti þríeykisins á síðasta
ári. Ríkisstjórn hans ræður
ekki fjárlögum landsins lengur
og hún hefur lítil sem engin
áhrif á þær ákvarðanir sem
mestu skipta um framtíð
skuldavanda ríkisins. Stjórn
hans hefur nauman meirihluta
og óánægja almennings með
aðhaldsaðgerðirnar gera hana
valta í sessi.
Örlög Grikkja segja sitt um
fullveldisframsal þeirra ríkja
sem gangast undir vald Evr-
ópusambandsins og veita
ágæta innsýn í það hverju önn-
ur ríki Evrópusambandsins
mega eiga von á, lendi fjármál
þeirra á borði embættismann-
anna í Brussel og kanslara
Þýskalands. Sú sýn er ekki
heillandi hafi ríki metnað til að
vera meira en deild innan ESB
eða 17. sambandslandið í
Þýskalandi – en án atkvæð-
isréttar.
Grikkir voru ekki
spurðir að því hvað
þeir vildu gera}
Ákvörðunin annarra
Staðfest hefurverið að Mo-
hammed Mansour,
leiðtogi talíbana í
Afganistan, var
felldur í drónaárás
Bandaríkjahers í
vikunni. Árásin þykir til marks
um það að Obama Bandaríkja-
forseti hafi ákveðið að frekari
aðgerða væri þörf í Afganistan,
en friðarumleitanir við talíbana
á síðustu misserum hafa engu
skilað. Með fráfalli Mansours
er talíbönum greitt þungt högg,
og mátti þegar greina þess
merki að ekki væru allir á þeim
bænum sáttir með útnefndan
eftirmann hans, erkiklerkinn
Mawlawi Hibatullah Akhund-
zada.
Það forvitnilegasta við dráp-
ið á Mansour er líklega stað-
setningin, því að ólíkt því sem
talið var höfðu Bandaríkja-
menn ekki hendur í hári hans í
stríðshrjáðum héruðum Afgan-
istans, eða í norðvesturhluta
Pakistans þar sem talíbanar
hafa einnig haft aðsetur. Nei,
Mansour fannst og var veginn í
Balúkistan í suðvesturhluta
Pakistans, tiltölulega friðsælu
héraði. Á honum fannst pakist-
anskt vegabréf og
mátti ráða af því að
hann hefði nýlega
verið í Íran, auk
þess sem upp úr
kafinu kom að
Mansour hafði
ferðast á sama vegabréfi ítrek-
að til annarra Mið-Austurlanda.
Það segir sína sögu, að Na-
waz Sharif, forsætisráðherra
Pakistans, hefur fordæmt árás
Bandaríkjamanna sem brot á
fullveldi landsins. Það segir líka
sína sögu að Bandaríkjamenn
kusu að láta Sharif ekki vita af
drónaárásinni fyrir fram, líkt og
eðlilegt hefði mátt teljast, sér í
lagi þar sem þeir hafa ekki haft
heimildir til þess að fljúga yfir
Balúkistan.
Það hafa lengi verið uppi efa-
semdir um það hversu heilir
bandamenn Pakistanar hafi
verið í baráttunni gegn hryðju-
verkum og talíbönum. Aðgerðin
gegn Osama bin Laden sagði
sitt um traustið sem ríkir á milli
landanna, en ætla má að með líf-
láti Mansours hafi Bandaríkja-
stjórn meðal annars verið að
senda skilaboð til stjórnvalda í
Islamabad um að þolinmæði
þeirra sé á þrotum.
Bandaríkin greiddu
talíbönum þungt
högg við lítinn
fögnuð í Islamabad}
Hvar standa Pakistanar?
R
úmlega tvítugur karlmaður
finnst látinn í fjöru á Austur-
landi. Björgunarsveitir hafa leit-
að að honum í nokkurn tíma en
fréttir af leitinni fara þó ekki
hátt í fjölmiðlum þar sem grunur leikur á að
manninum, sem glímt hefur við þunglyndi um
langt skeið, hafi tekist að svipta sig lífi. Ekki
er greint frá andláti hans í fjölmiðlum en lesa
má á milli línanna í minningargreinum hver
hinstu sporin voru.
Leit er gerð að rúmlega sjötugum karl-
manni sem skilaði sér ekki af rjúpnaveiðum á
Suðurlandi. Lýst er eftir honum í fjölmiðlum
að beiðni lögreglu og fólk er hvatt til að svip-
ast um eftir manninum. Skyttan finnst látin
nokkrum klukkustundum síðar og er talið lík-
legt að hann hafi fengið hjartaáfall, enda hafði
maðurinn glímt við hjartveiki síðustu ár. Mynd af vina-
legum eldri manni og upplýsingum um andlát hans blasa
við þjóðinni í fjölmiðlum. Vinir og ættingjar minnast með
stolti og harma andlátið.
Eftir því sem ég best veit eiga þessar frásagnir ekki
stoð í raunveruleikanum. Það þarf þó ekki að leita langt
eftir svipuðum dæmum.
Það er nefnilega óskráð regla á ritstjórnum flestra
fjölmiðla að greina ekki frá því þegar fólk sviptir sig lífi.
Aftur á móti fær þjóðin gjarnan fréttir af því þegar ein-
hver tapar baráttunni við líkamleg veikindi. Þau sem rita
minningargreinar um fyrrnefnda hópinn forðast oft að
nefna hinstu sporin beinum orðum.
Minningarorð um þau síðarnefndu fjalla
aftur á móti um hetjulega baráttu þeirra við
veikindin. Vinir og ættingjar fylgja til grafar
með sorg í hjarta en einnig stoltir af þraut-
seigju sjúklingsins sem lagði allt í sölurnar.
Meirihluti þeirra sem binda enda á eigið líf
hefur glímt við kvíða, þunglyndi eða andleg
veikindi af einhverjum toga í lengri eða
styttri tíma. Þegar ekki sést fram úr myrkr-
inu um tíma sem virðist kannski margfalt
lengri en hann er í raun og veru getur dauð-
inn eðlilega virst skásti valkosturinn; leiðin út
úr sársaukanum sem hinn veiki finnur sjálfur
fyrir og finnst hann valda öðrum.
Þau sem hengja sig eða taka inn mikið
magn lyfja láta vissulega lífið þegar reipið
þrengir að hálsinum eða lyfin streyma um
blóðrásina en það eru samt sem áður andlegu
veikindin sem draga þau til dauða. Eðlilegt er að haft sé
samráð við andstandendur þegar til stendur að birta
upplýsingar um hinn látna, óháð því hvert banameinið
er. Sjálfsvíg er flókið viðfangsefni og skilur eftir sig
krefjandi tilfinningar hjá þeim sem eftir lifa. Við ættum
þó ekki að vera feimin við að greina frá hinstu sporum
þeirra sem þessa leið fara.
Með því að tipla á tánum í kringum sjálfsvíg og sleppa
að greina frá þeim eða minnast á þau ef kostur er við-
höldum við tabúinu. Af hverju ætti að vera sjálfsagðra að
segja frá því að hjartað hafi gefið sig á rjúpnaveiðum en
að hugurinn hafi tapað í baráttunni við myrkur andlegra
veikinda? larahalla@mbl.is
Lára Halla
Sigurðardóttir
Pistill
Segjum frá hinstu sporunum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Þjóðaröryggisráð verður frá-
brugðið því sem tíðkast annars
staðar á Norðurlöndum, enda
umhverfi öryggis- og varn-
armála um margt frábrugðið á
Íslandi, sem er herlaust ríki. Í
Noregi er til að mynda ráð-
herranefnd undir forsæti for-
sætisráðherra sem sér um að
samræma stefnu stjórnvalda.
Forseti Finnlands er í forsæti
fyrir nefnd um öryggismál
ásamt utanríkisráðherra og ut-
anríkismálanefnd finnska
þingsins. Nokkrar stofnanir í
Svíþjóð sinna þeim málum sem
þjóðaröryggisráðinu er ætl-
að að sinna. Í Bretlandi er
starfandi þjóðaröryggisráð
og á forsætisráðherra sæti
í því og aðrir ráðherrar,
eins og utanrík-
isráðherra og
varnarmálaráð-
herra, sem fara
með öryggis-
mál.
Ólíkt starf hjá
herlausu ríki
ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐ
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir