Morgunblaðið - 26.05.2016, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
✝ Sigrún Berg-þórsdóttir
fæddist 8. ágúst
1927 í Fljótstungu í
Hvítársíðu. Hún bjó
síðustu árin á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni og lést þar
að kvöldi 20. maí
2016.
Sigrún var
fimmta af sjö börn-
um Kristínar Páls-
dóttur og Bergþórs Jónssonar.
Systkini hennar í aldursröð:
Guðrún Pálína, Þorbjörg, Páll,
Jón, þá Sigrún, Gyða og Ingi-
björg. Eftirlifandi eru Páll, Jón
og Gyða. Í Fljótstungu bjuggu
einnig afi þeirra og amma svo
alls voru 11 fastir í heimili sem
var torfbær til 1935 þegar fjöl-
skyldan fluttist í íbúðarhúsið
sem enn stendur.
Sigrún gekk í farskóla sveit-
arinnar. Tók landspróf með
hæstu einkunn í Hveragerði hjá
séra Gunnari Benediktssyni.
Hún var einn vetur í húsmæðra-
skóla á Löngumýri í Skagafirði
þar sem hún fékk einnig hæstu
einkunn. Henni var boðin skóla-
vist í fyrsta holli Uppeldisskóla
Sumargjafar en þá var þörf fyrir
Þau eru búsett á Húsafelli. Synir
þeirra eru a) Unnar, b) Arnar og
c) Rúnar. Unnar er í sambúð
með Tinnu Alavis og eiga þau
dótturina Ísabellu Birtu. 2) Þor-
steinn, kvæntur Ingveldi Jóns-
dóttur. Þau búa í Kópavogi og
eiga a) Kristleif, b) Sigríði, c)
Sigrúnu og d) Einar. Kristleifur
er í sambúð með Kristínu Mars-
elíusardóttur. 3) Ingibjörg, gift
Halldóri Gísla Bjarnasyni. Þau
búa í Kópavogi og eiga a) Birki
Björns, b) Kristleif, c) Bjarna
Þórð og d) Tómas Daða. Birkir
er í sambúð með Katrínu
Guðmundardóttur. Kristleifur
er í sambúð með Tinnu Rut
Nikuláss Róbertsdóttur og eiga
þau Birtu Líf, Ólaf Loga og
Kristleif Bjarna. Bjarni Þórður
og kona hans, Hrönn Baldvins-
dóttir, eiga synina Baldvin og
Úlf. 4) Þórður, kvæntur Eddu
Arinbjarnar og eru þau búsett á
Húsafelli. Þau eiga a) Jakob, b)
Matthildi, c) Ragnheiði Kristínu
og d) Ingibjörgu. Matthildur er í
sambúð með Hilmi Ægissyni. 5)
Jón, kvæntur Önnu Guðbjörgu
Þorsteinsdóttur. Þau búa í
Reykjavík og eiga a) Þorstein, b)
Sigrúnu og c) Jón Inga. Þor-
steinn er í sambúð með Natalie
Quellette og eiga þau Lóu Krist-
rúnu. Sigrún er í sambúð með
Justin Stewart.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Reykholtskirku í dag, 26.
maí 2016, klukkan 13 og jarðsett
verður á Húsafelli sama dag.
krafta hennar í
Fljótstungu og hún
tók það framyfir og
afþakkaði skólavist.
Sigrún fylgdi Páli
bróður sínum og
fjölskyldu hans til
Svíþjóðar og vann
þar í radíóverk-
smiðju. Einnig vann
hún á Kleppjárns-
reykjum á því sem
þá var kallað fávita-
hæli.
Um miðjan sjötta áratuginn
starfaði Sigrún sem kennari í
Leirársveit þar til hún giftist
Kristleifi Þorsteinssyni frá
Húsafelli, f. 11. ágúst 1923, d. 7.
febrúar 2003. Þau giftust 3. maí
1958 og fluttu þá að Húsafelli í
Borgarfirði. Sigrún varð Hús-
fellingur frá fyrstu stundu þó
enginn hafi tekið Hvítsíðunginn
úr henni. Sigrún og Kristleifur
byrjuðu hefðbundinn búskap á
Húsafelli en hófu ferðaþjónustu
árið 1968. Sigrún var ásamt
manni sínum frumkvöðull í
ferðaþjónustu á Íslandi og má
sjá árangur starfa þeirra þar.
Sigrún og Kristleifur eignuðust
fimm börn: 1) Bergþór, kvæntur
Hrefnu Guðrúnu Sigmarsdóttur.
Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð
um sólina, vorið og land mitt og þjóð.
En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð,
hún leiðir mig, verndar og er mér svo
góð.
Ef gæti ég farið sem fiskur um haf
ég fengi mér dýrustu perlur og raf.
Og rafið ég geymdi og gæfi ekki braut
en gerði henni mömmu úr perlunum
skraut.
Ef kynni ég að sauma ég keypti mér lín
og klæði ég gerði mér snotur og fín.
En mömmu úr silki ég saumaði margt
úr silfri og gulli, hið dýrasta skart.
(Páll Jónsson Árdal)
Ingibjörg Kristleifsdóttir.
Í dag kveð ég tengdamóður
mína hana Sigrúnu. Við höfum
verið samferðamenn síðastliðin 35
ár og samskipti því eðlilega mikil á
öllum þessum árum. Ég var eini
tengdasonurinn og því bara full-
komlega eðlilegt að tengdadæt-
urnar féllu í skuggann. Ég get
þakkað Sigrúnu fyrir svo margt
og ekki síður manninum hennar
honum Kristleifi Þorsteinssyni
sem féll frá árið 2003. Þau hjón
voru sem einn maður, kröftug og
frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Ís-
landi. Kristleifur og Sigrún voru
okkur hjónum ómetanlegur
stuðningur þegar synir okkar
komu í heiminn á árunum 1981-
1991. Inn á heimilið okkar komu
haldapokar fullir af mat og svo
sannarlega áttu bæði synirnir
okkar og við skjól hjá þeim í sveit-
inni þeirra Húsafelli, sem er að
sjálfsögðu fallegasti staður á jarð-
ríki. Ekki má heldur gleyma því
hversu vel og innilega þau tóku á
móti foreldrum mínum og bróður
inni á heimili sínu og það margoft.
Eftir að Kristleifur féll frá átti
Sigrún við veikindi að stríða og
síðustu árin bjó hún á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni þar sem hún
fékk einstaka aðhlynningu og
umönnun. Það er alltaf högg þeg-
ar einhver nákominn kveður. En
allt verður mildara þegar maður
skilur að lausnin var að lokum góð.
Þegar maður horfir tilbaka, að
sjálfsögðu með eftirsjá, situr eftir
þakklæti fyrir liðin ár. Svo er það
nú bara þannig að núna eru Krist-
leifur og Sigrún að tína bláber í
sumarlandinu. Og mig grunar að
það verði rjómasletta með.
Halldór Gísli Bjarnason.
Virðing og þakklæti er mér efst
í huga við fráfall minnar yndislegu
tengdamóður sem er fallin frá og
hefur fylgt mér síðustu 33 árin.
Betri tengdamóður var ekki hægt
að hugsa sér. Sigrún var blíð og
yndisleg manneskja, barngóð með
afbrigðum og fögur yfirlitum með
góða nærveru. Myndarhúsmóðir
var hún einnig.
Margar og góðar samveru-
stundir höfum við átt síðustu árin
og alltaf var gott að fá Sigrúnu
hingað heim til okkar í Leiðhamra
í spjall eða mat því hún elskaði
góðan mat. Ávallt brosti hún sínu
breiða og fallega brosi þegar hún
kom. Sigrún var bundin hjólastól
að mestu síðustu árin og var það
henni afar erfitt að vera öðrum
háður með hinar ýmsu athafnir
daglegs lífs. Í þessi 33 ár sem
þessi yndislega kona hefur fylgt
mér bar aldrei skugga á okkar
samskipti sem er mér afar dýr-
mætt og ég held ég geti sagt að
hún hafi reynst mér sem móðir,
þar sem ég missti móður mína að-
eins 25 ára. Börnin okkar þrjú og
ömmubarnið hún Lóa Kristrún
eiga eftir að sakna ömmu og lang-
ömmu mikið en eiga mikið af góð-
um og fallegum minningum um
ömmu sína.
Yfir veg þinn vaxa blóm í hverju spori.
Allt sem fraus er aftur þítt,
allt sem kól er vermt og hlýtt.
Allt hið gamla er aftur nýtt,
yngt og prýtt af sól og vori.
Yfir veg þinn vorið hlýtt,
vaxa blóm í hverju spori.
(Þorsteinn Gíslason)
Alveg er ég viss um að Krilli
hefur tekið vel á móti Rúnu sinni
með opinn faðminn enda var sam-
band þeirra fagurt og innilegt.
Elsku Sigrún, mín yndislega
tengdamóðir; takk fyrir allt og allt
og megir þú hvíla í friði. Ég mun
ávallt elska þig og sakna sárt um
ókomin ár.
Þín tengdadóttir,
Anna.
Sigrún
Bergþórsdóttir
Rúna, eins og hún
var ávallt kölluð, var
um margt sérstök
kona, ætíð gaman að
tala við hana og vera í návist
hennar. Hún var fróð um málefni
og fólkið í kringum sig. Málrómur
hennar eilítið hikandi, titrandi, en
að sama skapi ákveðinn.
Hún var með eindæmum hlý,
hvort heldur við ferfætlingana
eða samferðafólkið sitt. Allt lék í
höndum hennar þegar kom að
föndri og hannyrðum, gera stytt-
ur og dúka úr perlum, teikna túl-
ípanana, mála myndir, svo ekki sé
nú talað um prjónaskapinn. Í
prjónaskapnum hafði hún hannað
húfur, kraga og peysur sem hún
nefndi eftir eldfjöllum fóstur-
landsins.
Verkefni hennar var kynnt hjá
Hugviti í heimabyggð og sat hún
ennfremur í stjórn. Eitt sinn
sýndi ég henni svan gerðan úr
perlum og langaði hana til að
finna út úr því hvernig hann væri
gerður. Nokkru síðar hringdi hún
og sagði: „Ég fann út úr því
hvernig svanurinn er gerður.“
Mig langar til að minnast orða
Kahlil Gibran:
Guðrún Ósk
Jóhannsdóttir
✝ Guðrún Ósk Jó-hannsdóttir
fæddist 20. mars
1967. Hún lést 26.
apríl 2016.
Útför Guðrúnar
fór fram 7. maí
2016.
Skoðaðu hug þinn vel,
þegar þú ert glaður, og
þú munt sjá, að aðeins
það, sem valdið hefur
hryggð þinni, gerir þig
glaðan.
Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var
gleði þín.
Við hjónin þökk-
um ánægjuleg kynni og samveru-
stundir og sendum Jóni Bruno,
börnunum og fjölskyldum innileg-
ar samúðarkveðjur, en minningin
um góða og dugmikla konu lifir.
Anna og Sigursteinn.
Elsku Guðrún Ósk mín er látin
eftir stutt en erfið veikindi. Ég
heimsótti hana sem betur fer á
spítalann um páskana en það
hvarflaði ekki að mér að það væri í
síðasta sinn sem við sæjumst og
mikið sem ég er þakklát fyrir að
ég skyldi fara og sjá hana.
Við kynntumst þegar við vor-
um sex ára gamlar saman í barna-
skóla Villingaholtshrepps og með
okkur tókst strax góð vinátta sem
hefur haldist æ síðan, og brölluð-
um við helling saman og gistum
stundum hjá hvor annarri sem var
auðvitað mjög gaman. Við höfum
alltaf haldið sambandi þó það væri
ekki oft og iðulega en auðvitað
vissum við af hvor af annarri og
þegar við heyrðumst þá var eins
og það væri ekki langt um liðið
síðan síðast.
Takk fyrir allt og allt, elsku
vinkona.
Mig langar að votta eigin-
manni, börnum og systkinum
mína dýpstu samúð á þessum erf-
iðu tímum og bið góðan Guð um að
veita ykkur styrk.
Hafdís frá Villingaholti.
Kæra Guðrún.
Nú þegar leiðir skilja svo
skyndilega sitjum við eftir með
söknuð í brjósti og ótal minningar
sem koma upp síðustu áratugina.
Það er sárt að kveðja en gott að
ylja sér við þessar minningar sem
nú leita á hugann. Mér eru ofar-
lega í minni allar þær stundir sem
ég hef átt í Markaskarði hjá ykk-
ur hjónum í gegnum árin, ekki
síst þegar maður var að alast upp.
Alltaf var maður velkominn í kaffi
og stund gefin til að spjalla.
Oft hefur maður hugsað hversu
mikla gleði þú hafðir af því að
föndra og vinna í höndunum eitt
og annað. Alltaf var það eitthvað
sem þú varst að vinna í – perl-
urnar, saumaskapurinn, að
prjóna peysur og húfur og svo
margt fleira.
Þú talaðir oft um það við mig,
með bros á vör, hvernig það hefði
verið að passa mig þegar ég var
lítill gutti og öllum þeim uppá-
tækjum sem ég fann upp á. Þau
voru ótal mörg og þú hafðir
lúmskt gaman af þeim.
Elsku Guðrún okkar – takk
fyrir allar góðu stundirnar sem
við höfum átt. Á eftir þér horfum
við með sorg og söknuði. Jóni,
Oddi, Kötu og Svönu vottum við
innilegustu samúð og kveðjum
með þessu ljóði eftir Bubba Mort-
hens.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Sigurður Kristinn (Diddi)
og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
Þegar maður
hverfur aftur í tím-
ann og rifjar upp
farinn veg verður ekki komist hjá
því að minnast samferðamanna
og vinnufélaga. Áhöfn skips verð-
ur að vera góð, ef vel á að takast
til við fiskveiðar og siglingar,
hvort sem það er í blíðu og slétt-
um sjó eða brælu og stórsjó. Einn
er þó í áhöfninni, sem öðrum
fremur er sá maður sem heldur
vélinni gangandi, og er svo mik-
ilvægt að geta treyst. Ég var svo
lánsamur að njóta þeirra forrétt-
inda að hafa Stefán Unnar vél-
stjóra í áhöfn minni. Honum gat
ég alltaf treyst. Það var oft lagt í
ævintýrasiglingar með bátinn
drekkhlaðinn til annarra landa
sem hefði aldrei orðið, nema
vegna þess að tryggt var að vélin
stæðist álagið undir vakandi aug-
um vélstjórans. Unnar var frá-
Stefán Unnar
Magnússon
✝ Stefán UnnarMagnússon
fæddist 16. desem-
ber 1935. Hann lést
26. apríl 2016.
Útför Stefáns
Unnars fór fram í
kyrrþey að ósk hins
látna.
bær vélstjóri og
hugsaði vel um vél-
ina og vélarrúmið.
Mörgum þótti það
undrum sæta er
hann bannaði mönn-
um að fara í vélar-
rúmið á skítugum
skónum. Svo vel var
það þrifið og pússað.
Unnar var vélstjóri
með mér í ca. 20 ár.
Fyrst árið 1977 á
m/b Faxa GK 44 og síðar á m/s
Fífli GK 54. Árið 1992 var m/s
Fífill seldur til Faxamjöls hf. í
Reykjavík. Eins og oft er sagt þá
vorum við seldir með. Breytt var
um nafn á skipinu og fékk það
nafnið Faxi RE 281.
Í lok ársins 1998 skildi okkar
leiðir er ég hætti hjá fyrirtækinu.
Við hjónin áttum góðar stundir
með þeim Rúnu og Unnari þegar
hlé var á veiðum.
Um leið og ég minnist Unnars
með þakklæti fyrir samflotið fær-
um við Rúnu og sonum þeirra,
Friðriki, Unnari og Magnúsi sem
og öðrum fjölskyldumeðlimum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hvíl þú í friði, gamli vinur.
Ingvi Rúnar Einarsson.
Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir, amma
og systir,
MARÍA ERLA HELGADÓTTIR
BLÖNDAL,
lést þann 5. maí síðastliðinn í Arendal,
Noregi.
.
Björn Blöndal,
Kristján Blöndal, Vibeke Blöndal,
Björn G. Blöndal, Guðrún Helgadóttir,
Jónína Helgadóttir
og barnabörn.
Barnabörn eru
ekki alltaf jafn
auðveld og fólk vill
af láta.
Sveitarstjórinn á Þingeyri fékk
að finna fyrir því þegar sundlaug-
in á staðnum var opnuð. Til að
tryggja jafnan aðgang og eldra
fólkinu næði frá barnaskrílnum
var ákveðið að skipta þeim tíma
sem opið var milli barna og full-
orðinna fyrst um sinn. Ekki voru
allir á eitt sáttir með þessa ráð-
stöfun og nokkrir róttækir ung-
lingar, með afabarn sveitarstjór-
ans í broddi fylkingar, tóku sig til
og hringdu í Þjóðarsálina á Rás 2.
Kvörtuðu þeir sáran undan því
hróplega óréttlæti að vera mein-
aður aðgangur að sundlauginni á
besta tíma. Sigurvissir luku
drengirnir símtalinu og upphóf-
ust mikil fagnaðarlæti. Það leið
ekki á löngu þar til síminn
hringdi. Afi hafði verið að hlusta
og vissi nákvæmlega hver var að
verki og úr hvaða símanúmeri
var hringt. Það er skemmst frá
því að segja að við af fagnaðarlát-
unum tók skelfingarástand þegar
drengirnir heyrðu sveitarstjór-
ann lesa afabarninu pistilinn í
gegnum símtólið.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um afa okkar. Afi kenndi
okkur að keyra á jeppanum sín-
um og fórum við ófáar ferðirnar
að æðavarpinu hans. Þar fylgd-
Jónas Ólafsson
✝ Jónas Ólafs-son fæddist á
20. júlí 1929.
Hann lést 27. apríl
2016.
Útför Jónasar
fór fram 7. maí
2016.
umst við, af aðdáun,
með afa okkar vappa
um, alls óhræddur við
kríurnar en þær forð-
uðumst við eins og
pestina. Afi var líka
alltaf reiðubúinn til
að aðstoða okkur og
leiðbeina við alls kon-
ar smíðavinnu, þrátt
fyrir að við settum
iðulega allt á annan
endann í verkfæra-
geymslunni hans.
Oftar en ekki kom afi hingað
suður og nýtti þá okkur krakkana
sem leiðsögumenn á milli staða.
Túrarnir um höfuðborgasvæðið á
Í 70 gátu orðið ansi skrautlegir
því afi var ekki alveg með litina á
götuljósunum á hreinu. Kom það
fyrir að aðrir ökumenn, sem ekki
kunnu að meta aksturslag afa,
höfðu fyrir því að ná í skottið á
honum og senda honum skilaboð
sem ekki var hægt að misskilja.
Afi hélt hinsvegar sínu striki og
komst alltaf á leiðarenda.
Eftirminnilegust eru þó
smáatriðin, allar góðu stundirnar
við eldhúsborðið í hádeginu. Við
eldhúsborðið gafst okkur tími til
að ræða um allt milli himins og
jarðar. Það er furðulegt hve mik-
ið situr eftir af þeim stundum, því
útvarpið var alltaf svo hátt stillt
að það hefði mátt halda að ein-
ungis væri þetta eina útvarp í öllu
þorpinu og allir íbúarnir þyrftu
að heyra í því.
Afi reyndist okkur alltaf vel,
var traustur vinur, hjálpsamur
og gat verið mikill húmoristi.
Hvíldu í friði, elsku afi, takk
fyrir tímann.
Óttar, Ágúst, Elín Edda,
Ingunn Ýr og Víkingur.