Morgunblaðið - 26.05.2016, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
SUMARHÚSALÓÐ í Öndverðarnesi
til sölu á besta stað innst í botn-
langa með glæsilegu útsýni yfir
golfvöllinn og nærsveitir. Vörður og
sundlaug allt árið. uppl. í síma
8661712 eða plommi61@gmail.com
Iðnaðarmenn
Þjónusta
! " #$ %&& ' ''
((()*)
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
TILBOÐ 50% AFSLÁTTUR !!
Þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42.
Verð nú: 7.345.-
Þægilegir dömuskór ú leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42.
Verð nú: 7.750.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Velúrgallar
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Fyrir konur á öllum aldri
Stærðir S-XXXXL
Íslenskar handsmíðaðar barna-
skeiðar Silfur táknar velsæld og góða
heilsu enda er silfur verðmætt og
sótthreinsandi efni. Silfur-
borðbúnaður, skart og fl. ERNA,
Skipholti 3, s.552 0775, www.erna.is
Bílar
SKODA OCTAVIA AMBIENTE
COMBI 5 dyra. Árg. 7/2012,
Ek: 102þ Sk:2018, 1600 Diesel-bsk.
Ný sumardekk og nagladekk
fylgja. Dráttarbeisli. Ný tímareim og
vatnsdæla. Nýlegir diskar og klossar.
Þjónustubók. Bíllinn er til sýnis hjá
Bílasölunni Bílfang Malarhöfða 2.
Uppl. í síma: 615-8080.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Slípa ryð af
þökum, ryðbletta
og tek að mér ýmis
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smáauglýsingar
Þjónustuauglýsingar
Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa
í síma 569 1390
eða á augl@mbl.is
Mamma okkar
varð bráðkvödd í
blóma lífsins og
svo langt frá því að
vera að fara að kveðja. Hún hef-
ur alltaf verið svo falleg og góð,
fallegust af öllum, eins og pabbi
segir. Honum finnst hún vera
eins og kvikmyndastjarna. Pabbi
hefur alltaf sýnt okkur hvað
hann elskar mömmu mikið,
hvernig hann talar um hana, var
við hana, hvernig hann reynir
alltaf að gera eins og hún vill og
var ávallt til staðar fyrir hana.
Óteljandi sinnum hefur hann
sagt okkur frá því þegar hann
talaði í fyrsta sinn við mömmu
ofan úr ljósastaur, sem hann var
að mála. Þá var mamma á gangi
með Gunnu í Fit, vinkonu sinni
og frænku pabba. Pabbi bauð
henni í bíó og þess vegna erum
við hér … eða reyndar ekki,
vegna þess að ef mamma hefði
ekki borgað bíómiðana, þá vær-
um við kannski ekki hér.
Mamma var fljót að átta sig á
því að hún yrði að sjá um fjár-
málin, og hún gerði það vel eins
og annað sem hún tók sér fyrir
hendur. Pabbi og mamma virk-
uðu vel saman þar sem pabbi var
tilbúinn að gera allt fyrir
mömmu og mamma sá til þess að
hlutirnir gengju upp. Þau gerðu
alla hluti saman, fóru út í búð,
fóru í sund, út að hjóla og héld-
ust í hendur á göngu öðrum til
fyrirmyndar.
Við börnin hennar gerðum ráð
fyrir því að sá tími kæmi að við
fengjum að annast mömmu á efri
árum, svona aðeins til þess að
koma til móts við þá umönnun
sem hún hafði veitt okkur og
börnunum okkar. Mamma var
hins vegar enn að annast okkur
börnin sín og barnabörn þegar
hún var svo skyndilega hrifin á
brott. Mamma hafði mikið dálæti
á ljóðum Kristjáns Hreinssonar
og hér er eitt þeirra sem lýsir
svo vel því sem við erum að
ganga í gegnum um þessar
mundir.
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir,
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Við getum ekki hugsað okkur
betri móður. Hún kenndi okkur
að elska og faðmur hennar var
alltaf svo hlýr og hendurnar
mjúkar. Hún var einstaklega
barngóð kona og geislaði af kær-
leik. Styrkur hennar í gegnum
súrt og sætt, þrátt fyrir að vera
viðkvæm sál, var okkur öllum
fordæmi og öryggi.
Mamma sýndi ást sína með
endalausri umhyggju og oft með
gjöfum sem voru valdar af alúð
og natni og uppfylltu einmitt
brýnar þarfir þeirra sem fengu.
Hún passaði upp á að öll börnin
hennar og barnabörn hefðu það
gott og hafði áhyggjur af öllu
sem gæti komið í veg fyrir það.
Hver gjöf var valin af svo mikl-
um kærleika að þegar við feng-
um prins póló að borða með
sjónvarpinu var það besta sem
hægt var að hugsa sér, af því að
Guðlaug Rósa
Friðgeirsdóttir
✝ Guðlaug RósaFriðgeirs-
dóttir fæddist 16.
júní 1945. Hún lést
25. apríl 2016.
Útför Guð-
laugar Rósu fór
fram 13. maí 2016.
mamma gaf okkur
það.
Hún treysti Guði
og kenndi okkur
kristilegar dyggðir
aðallega með for-
dæmi sínu, um-
hyggju og kærleika.
Og kveðjurnar voru
alltaf svo fallegar:
Við sjáumst. Ég
elska þig. Gangi þér
vel. Guð geymi þig.
Elskan mín. Og koss, þó það
væri á Skype. Nú geymir Guð
móður okkar í sínum hlýja
faðmi.
Hilmar og fjölskylda.
Mamma söng sama ömmulag-
ið til þess að hugga öll barna-
börnin sín og síðast fyrir yngsta
barnabarnið daginn áður en hún
lagði af stað í hinstu utanlands-
ferð sína. Yngsta barnabarnið,
hún Lísa, hefur verið hjá ömmu
tvo til þrjá daga í viku í stað þess
að vera hjá dagforeldri. Hvergi
var auðveldara að skilja Lísu eft-
ir en hjá ömmu og engu líkara
var en að amma væri líka
mamma hennar. Mamma var
alltaf tilbúin að taka við barna-
börnum sínum, hvort sem hún
var þreytt eða óþreytt. Hún var
með yngstu barnabörnin ýmist
heima eða fór með þau í sund og
ófáar voru bílferðirnar með þau
eldri ýmist í og úr tómstundum,
skóla eða vinnu þegar svo bar
undir. Einnig vorum við alltaf
sótt út á flugvöll og þau tilbúin,
þó að þau hafi ekki verið beðin
um að sækja okkur, og svo beið
okkar heitur matur, pönnukökur
og umbúin rúm. Hún sýndi ást
sína á börnum sínum og barna-
börnum óspart og sendi harðfisk
og íslenskt súkkulaði hvert sem
er um heiminn til þess að okkur
skorti ekki neitt.
Oft hringdi mamma í börnin
sín og sagði að það væri of mikill
matur í pottunum, og spurði
hvort við gætum ekki hjálpað til
við að borða hann og iðulega
fengum við ís og aðalbláber í eft-
irrétt, en aðalbláberin voru tínd
á æskuslóðum hennar í Ísafjarð-
ardjúpi. Það var fjölskylduhefð í
mörg ár að fara þangað að tína
aðalbláber. Mamma og pabbi
fóru þó ein í síðustu berjaferð-
ina, en þá var svo kalt að tjaldið
var hrímað að innan þegar þau
vöknuðu. Þau létu það ekki á sig
fá en áður en þau lögðust til
hvílu næstu nótt fóru þau í sund-
laugina á Reykjanesi og hituðu
sig upp.
Eins kom það fyrir að við
systkinin vorum þreytt eða lasin
þegar við komum í heimsókn til
pabba og mömmu, og þá lagði
hún okkur jafnvel í hjónarúmið
og breiddi yfir okkur svo við
gætum sofið þetta úr okkur.
Umhyggja hennar var svo mikil
og notaleg.
Mamma hafði líka gaman af
því að leika sér. Hún var alltaf til
í að fara í ferðalög, fjallgöngur,
veiðiferðir á kajak, tónleika, sjó-
sund, danssýningar, sundlauga-
garða og hvaðeina sem fjölskyld-
unni datt í hug.
Mamma, ertu vakandi mamma mín?
Mamma, ég vil koma til þín.
Ó mamma, gaman væri að vera stór,
þá vildi’ ég stjórna bæði hljómsveit og
kór.
Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, áðan dreymdi mig draum
um þig,
en datt þá fram úr og það truflaði mig.
Þú vars drottning í hárri höll.
Hljómsveitin, álfar, menn og tröll,
lék ég og söng í senn,
þú varst svo stórfengleg.
Tröllin, þau börðu á bumburnar.
Blómálfar léku á flauturnar,
fiðlurnar mennskir menn,
á mandólín ég.
Allir mændum við upp til þín
eins og blóm þegar sólin skín,
er þínum faðmi frá,
gjafir flugu um allt.
Flestum gekk vel að grípa sitt.
Glaður náði ég fljótt í mitt,
en stóll er steig ég á,
stóð tæpt svo hann valt.
Ó mamma, þú ert elskuleg mamma
mín,
mér finnst gott að koma til þín.
Ó mamma, gaman væri að vera stór.
þá vildi’ ég stjórna bæði hljómsveit
og kór.
(Höf. Freymóður Jóhannsson.)
Heimir, Magnea, Sylvía
og Inga Helga.
Elsku yndislega frænka okk-
ar, fegursta Rósin okkar. Þú hef-
ur alltaf verið okkur til staðar,
verið frábær fyrirmynd og í
nærveru þinni var alltaf gleði og
hamingja. Þú hafðir svo mikið að
gefa, endalausa ást og um-
hyggju. Lífið er óútreiknanlegt
og minnti okkur hin á það þegar
þú kvaddir svo snögglega án
nokkurrar viðvörunar. Ég er
fyrst og fremst stolt og þakklát
að hafa fengið að verið frænka
þín.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Lilja Árnadóttir.
Elsku amma
Sigga. Ég vil fyrst
af öllu þakka þér
fyrir að hafa verið
ein besta manneskja í mínu lífi.
Minningarnar sem við eigum
eru þó nokkrar. Þau skipti sem
ég, þú og mamma sátum saman
að gera handavinnu og þú að
segja okkur frá uppeldisárum
þínum og þegar þú sagðir mér frá
Hjörleifi langafa eru með bestu
Sigríður Guðný
Kristjánsdóttir
✝ Sigríður GuðnýKristjánsdóttir
fæddist 16. apríl
1925. Hún lést 30.
mars 2016.
Útför Sigríðar
var gerð 22. apríl
2016.
minningum mínum
með þér.
Einnig þau skipti
nú á seinasta ári þar
sem við sátum við
eldhúsborðið að
drekka heitt súkku-
laði að spila, þar
sem þú varst orðin
svolítið þreytt á því
að vera alltaf að
hekla. Sterkari og
frábærari mann-
eskju en þig er erfitt að finna.
Núna ertu verkjalaus og ham-
ingjusöm á himnum hjá Hjörleifi
afa.
Takk fyrir að vera þú, ég mun
ávallt elska þig og sakna.
Þitt langömmubarn,
Hólmfríður Lára.