Víkurfréttir - 13.03.2003, Blaðsíða 2
Anna Magnea Bergmann
lést 1. mars sl.
Anna vann við blaðburð á
Víkurfréttum með Böðvari
Pálssyni, eiginmanni sínum í
mörg ár. Þau hjón létu sig ekki
muna um að vera með stærsta
blaðaskammtinn þegar þau sinntu
því starfi. Það gerðu þau af mik-
illi samviskusemi og ánægju.
Anna bjó að Hringbraut 77 í
Keflavík. Hún verður jarðsett á
morgun, föstudaginn 14. mars.
Víkurfréttir senda Böðvari og
ættingjum Önnu samúðarkveðjur.
Auglýsingasímin
er421 0000
Kapalsjónvarp Víkurfréfta er frétta-
, dagskrór- og auglýsinga-
sjónvarpsrós. 1500 heimili eru
tengd kapalkerfinu eða um
5.000 óhorfendur.
VF, Vikulega i Firðinum er öflugt frétta- og
auglýsíngablað sem kemur út ó hverjum fimmtudegi.
Upplag blaðsins er 11.000 eintök og er blaðinu dreift
inn ó öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði, Gorðabæ
og Álftanesi. VF erl 6-24 síður, i lit og prentað i
hógæðo prenlun hjó Oddo, en íslandspóstur sér
um dreifingu blaðsins.
Miklar breytingar
gerðar við Bláa lónið
Bláa lónið mun bjóða
upp á skemmtilegar
breytingar í heilsulind-
inni í sumar og auka þar með
þjónustu við gesti. Breyting-
arnar fela í sér töluverða
stækkun og aukin þægindi
fyrir gesti. Má þar nefna foss
sem cinnig virkar sem kröft-
ugt nudd, tvö gufuböð og tvo
heita potta. Aðstaða fyrir
nudd mun stækka tii muna
cða um rúma 100 m2. Nudd-
aðstaðan mun einnig verða
færð til svo að gestir geti not-
ið nuddsins í kyrrlátara og
þægilegra umhverfi.
Áætlað er að breytingunum
verði lokið fyrir 1. júní svo
óhætt er að fara að hlakka til að
eyða deginum í enn glæsilegri
heilsulind Bláa lónsins. Gert er
ráð fyrir að breytingamar kosti
á milli 50-60 milljónir króna.
Þungar áhyggjur í
Garði vegna ástands
í heilsugæslu
Hreppsncfnd Gerða-
hrepps lýsir yfir þung-
um áhyggjum sínum
vegna þess alvarlega ástands
sem staðið hefur mánuðum
saman í heilsugæslumálum hér
á Suðurnesjum. Það er með
öllu óþolandi að ekki skuli vera
veitt nema mjög takmörkuð
heilsugæsluþjónusta fyrir
17000 manna samfélag hér á
Suðurnesjum. Þetta kemur
fram í samþykkt hreppsnefnd-
ar Gerðahrepps frá því í síðus-
tu viku.
Hreppsneíhd Gerðahrepps bætir
við: Hér í Garði hefur heilsu-
gæslustöðin verið lokuð í nokkra
mánuði og á það einnig við um
Voga og Sandgerði. Hreppsnefnd
Gerðahrepps krefst þess af æðsta
yfirmanni heilbrigðismála þ.e.
heilbrigðisráðherra að hann beiti
sér af alefli til að finna lausn á
málinu, þannig að Suðumesja-
menn sitji við sama borð og aðrir
landsmenn hvað varðar þjónustu
heilsugæslulækna.
Útvarpsstöð opnar
í Garðinum
Félagsmiðstöðin Trufiuð
Tilvera í Garðinum verð-
ur með útvarpsstöð dag-
ana 16. til 22. mars nk. Dag-
skrárgerð verður í höndum
ungmenna i Garðinum og má
búast við fjölbrcyttu og
skemmtilegu útvarpi, segir í til-
kynningu. Stöðin hefur hlotið
nafnið Utvarp Tilvera og send-
ir út á FM 97,2.
NO NAME
Fyrsta banaslysið
í nærfimm mánuði
Samkvæmt upplýsingum
frá Umferðarráði lauk á
sunnudagskvöld þriðja
iengsta tímabili án banaslysa
frá því hægri umferð var tek-
inn upp árið 1968. Það ár liðu
173 dagar - frá 10. apríl og 30.
september - á milli banaslvsa.
Síðasta banaslys ársins 1996 varð
20. október. Næsta banaslys þar á
eftir varð ekki fyrr en 31. mars
árið eftir. Á milli voru 162 dagar.
Óli H. Þórðarson, fonnaður Um-
ferðarráðs, segist vonsvikinn að
löngu tímabili án banaslysa sé
lokið: „En við lítum fram á veg-
inn og vonum að við séum ekki
að fá á okkur hrinu eins og
stundum gerist. Eg heiti á alla
ökumenn og vegfarendur að
leggja sitt af mörkum."
Þrettán ára drengur lét lífið í
hörðum árekstri vestan Vogaaf-
leggjara á Reykjanesbraut á
sunnudagskvöld. Slysið er fyrsta
banaslysið hérlendis síðan 13.
október í fyrra. Síðan eru liðnir
147 dagar.
Fólksbíll sem drengurinn var far-
þegi í skall framan á leigubíl sem
kom úr gagnstæðri átt. Drengur-
inn var látinn við komu á sjúkra-
hús. Nítján ára ökumaður fólks-
bílsins er alvarlega slasaður en
leigubílstjórinn slapp án mikilla
meiðsla.
Talið er að ökumaður fólksbíls-
ins hafi misst bílinn yfir á rangan
vegarhelming.
Drengurinn
sem lést
Drcngurinn sem lést í bfl-
slysi á Reykjanesbraut hét
Jónas Einarsson. Hann var
fæddur 1. aprfl árið 1989 og
því tæplega 14 ára gamall.
Hann bjó á Álsvöllum 4,
Keflavík. Foreldrar Jónasar
eru Helle Alhoff og Einar
Þórðarson Waldorff.
2
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!