Víkurfréttir - 13.03.2003, Blaðsíða 14
VF BÍLAR
ORYGGIIFYRIRRUMI
í NYJUM MEGANE
Ahstunsítróttafélag
Suðurnesja stækkar hratt
• •
ryggisþættir nýja Renault
Mégane bílsins cru í háveg-
um haföir. I bílnum cru 6
líknarbclgir, tveir fram í ásamt
tveimur hliöarpúöum og tveir
gardínupúöar í hiiöum, auk
skriöpúöa í sætum sem koma í
veg fyrir að farþegar kastist til
við haröan árekstur. Renault
Megane hlaut 5 stjörnur í
árekstrarprófunum Evrópsku
eftirlitsstofnunarinnar
(EuroNCAP) cn að stofnuninni
standa m.a. hcildarsamtök neyt-
enda og bifreiðaeigenda í Evr-
ópu.
Undirritaður prófaði beinskiptan
Megane og það verður að segjast
eins og er að bíllinn er mjög góður
í akstri. Hann er með rafstýri og er
mjög léttur í keyrslu. Hinir hefð-
bundnu lyklar heyra sögunni til því
til að ræsa bílinn stingur maður
tölvukorti í sérstaka rauf í mæla-
borðinu og ýtir á hnapp.
Ný hönnun á fjöðrunarkerfi gerir
bílinn rásfastan og breytilegt raf-
stýri gefur þér góða tilfinningu fyr-
ir veginum, þar sem átak þess lagar
sig sjálfkrafa að aksturshraðanum.
Þá er nýr gírkassinn þéttur og stutt
er á milli gíra svo að þú skiptir fyr-
irhafnarlaust á milli.
Nýtt bremsukerfi er óvenju öflugt,
en bremsudiskar ABS hemlakerfis-
ins eru stærri en venjulega. Hinn
nýi Mégane er búinn ABS hemla-
kerfi með EBD bremsujöfnunar-
búnaði og EBA neyðarhemlum.
Fyrir vikið er nýr Mégane með
stystu bremsuvegalengdina í sínum
flokki.
Renault Megane línan er með úrval
afkraftmiklum 1,6 lóventlavél-
um, sem búnar eru út með breyti-
legum ventlatíma. Einstaklega
hijóðlátar og viðbragðsfljótar vélar
en samt spameytnar, en sem dæmi
má nefiia að 1,6 WT vélin eyðir
aðeins 6,8 ltr/100 km í blönduðum
akstri.
Undirritaður var mjög ánægður
með bílinn í akstri og útliti. Bíllinn
er rúmgóður sem íjölskyldubíll og
öryggisþættimir skipta miklu máli.
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Nánari upplýsingar er hægt að
nálgast á vef Bifreiða og Landbún-
aðarvéla: www.bl.is
Akstursíþróttafélag Suð-
urncsja var stofnað 11.
nóvember 1982. Klúbb-
urinn var í mörg ár rekinn af
örfáum einstaklingum sem í
gríni kölluðu sig 5 manna
nefndina. Við áttum það sam-
eiginlegt aö hafa mikinn áhuga
á mótorsporti og með góðri að-
stoð margra kunningja höfum
við frá árinu 1982 haldið hið
árlega Suóurnesjarall við góð-
an orðstír.
A árinu 1999 urðu talsverðar
breytingar þar sem ákveðið var
að AÍFS tæki að sér að halda
eina torfærukeppni i Stapafelli,
þetta átti síðan eftir að vinda
ótrúlega upp á sig og endaði með
því að AIFS félagar aðstoðuðu
við allmargar keppnir á árinu og
héldu einnig torfærukeppni í
Grindavík og toppuðu svo árið
með árshátíð Landssambands Is-
lenskra akstursfélaga í Stapa.
Um veturinn gerðist það síðan að
nokkrir klúbbar sögðu skilið við
LÍA og AÍFS var beðið um að
taka að sér nokkrar keppnir á ár-
inu 2000. Ekki leist öllum á það
og þótti fullmikil keyrsla á liðinu.
Síðan kom vorið og AIFS fór í
gang og hvern hefði órað fyrir
öðru eins. Fyrst kom Rally-
sprettur síðan Stapafelltorfæra,
Suðumesjarall og svo skrapp um
það bil 50 manna hópur Suður-
nesjamanna til Englands
(Swindon) og hélt torfærukeppni
með stæl fyrir um það bil 10.000.
manns. (Efhi og myndir úr þeirri
ferð gæti fyllt heilt blað, margar
sérstakar uppákomur urðu þar á
vegi saklausra Suöurnesja-
drengja).
Þegar heim var komið tók við
sleitulaust keppnishald sem end-
aði með því að við höfðuni lagt
að baki 14 keppnir og litli klúbb-
urinn var orðinn stærsti keppnis-
haldari landsins í mótorsporti, og
svo var endað með 300 manna
árshátíð LIA á Ránni í Keflavtk,
hvar annarstaðar. Undanfarin ár
hefiir klúbburinn tekið út nokkra
vaxtarverki vegna stækkunarinn-
ar en þó dafhað ágætlega og nú
eru skráðir tæplega 100 félags-
menn í AÍFS. Núverandi stjórn
gerir sér grein fyrir því að nú er
korninn tími tii þess að taka
ákvörðun um það hvort AÍFS
sem nú er orðið 20 ára eigi að
sækja um inngöngu í íþrótta-
hreyfinguna og verða fullgilt
íþróttafélag með öll réttindi og
skyldur sem því fylgja. Búió er
að útbúa umsókn þar að lútandi
og vonumst við til þess að vera
orðnir viðurkenndir innan ÍSÍ á
næsta ári. Akstursíþróttafélag
Suðurnesja vill í lokin þakka
fjölmörgum velunnurum félags-
ins sem hafa mörg hver stutt fé-
lagið allt frá stofnun.
Fyrir liönd stjórnar,
Garðar Gunnarsson,
Stjórn hins tvítuga
akstursíþróttafélags.
Fonnaður: Þórarinn Karlsson
Varaform.: Garðar Gunnarsson
Gjaldkeri: Ragnar Magnússon
Ritari: HalldórVilberg
Stjórnarmaður: Halla Vilbergs-
dóttir
0% VEXTÍR
BJODUM TAKMARKAÐ MAGN AF UPPITÖKUBILUM A
EINSTÖKUM VILDARKJÖRUM í ALLT AD 48 MÁNUÐI.
ENGIR VEXTIR - ENGIN VERÐTRYGGING
HYUNÐAIACCENT 01/2000
Ekinn 56 þús. 5 dyra. Beinskipt.
Slagrými 1495cc,
Verðkr. 690.000,-
Mánaöarl.gr. um. kr. 15.000,-
T0Y0TAC0R0LLA 01/2001
Ekinn 46 þús. 5 dyra. Beinskipt.
Slagrými 1898cc,
Verðkr. 1.190.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr. 25.900,-
RENAULT MEGANE 3/2000
Ekinn 72 þús. 4 dyra. Sjálfskipt.
Slagrými 1598cc.
Verðkr. 1.150.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr. 25.900,-
RENAULT CLI0 9/1999
Ekinn 56 þús. 3 dyra.
Slagrými 1390cc.
Verð kr. 730.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr 15.900,-
HYUNDAIACCENT 5/2000
Ekinn 39 þús. 3 dyra. Slagrými
1495rr
Verðkr. 640.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr. 18.300,-
HYUNDAIS0NATA 07/1999
Ekinn 89 þús. 4 dyra.
Slagrými 1997cc.
Verðkr. 1.090.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr. 23.800,-
RENAULT KANG00 7/1999
Ekinn 43 þús. 5 dyra. Beinsk.
Slagrými 1390cc.
Verð kr. 950.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr. 20.700,-
RENAULT LAGUNA 7/1999
Ekinn 66 þús. 5 dyra. Beinsk.
Slagrými 1698cc.
Verð kr. 1.180.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr. 25.700,-
DAEW00LAN0S 6/1998
Ekinn 51 þús. 5 dyra. Beinskipt.
Slagrými 1598cc,
Verð kr. 690.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr. 15.000,-
RENAULT CLI0 10/2000
Ekinn 36 þús. 5 dyra. Sjálfsk.
Slagrými 1390cc,
Verðkr. 990.000,-
Mánaðarl.gr. um. kr. 21.600,-
BILASALA KEFLAVIKUR
Sími 421 4444
Bolafæti 1 v/Njarðarbraut
Opið virka daga kl. 9-18
• laugardaga 12-16 •
14
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!