Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2003, Page 17

Víkurfréttir - 10.04.2003, Page 17
Keflavíkurstúlkur íslandsmeistarar 2003 Kvennalið Keflavíkur tryggði sér íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik í síðustu viku er liðið lagði KR að velli í þriðju viðureign liðana í úr- slitum, 82:61 en staðan í hálf- leik var 43:42. Keflavík hafði betur í þremur viðureignum liðana í úrslitarimmunni. Þetta er í 10. sinn sem Kefla- vík fagnar Islandsmeist- aratitlinum í kvennaflokki í körfuknattleik. Sonja Ortega skoraði 18 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir 16. Þetta er í sjötta sinn sem Keflavík hefur betur gegn KR í úrslitum íslandsmótsins en liðin hafa mæst alls átta sinnum. Kristin Blöndal fýrirliði Kefla- víkurliðsins var að vonum ánægð með að hampa Islands- meistaratitlinum í áttunda sinn. „Þetta er frábær tilfinning og við allar erum búnar að brosa í hring síðan á miðvikudag, við erum ekkert smá glaðar yfir þessu. Þetta er alltaf jafn sætt en kannski sætara núna af því við höfum ekki haft erindi sem erf- iði í úrslitakeppninni síðustu tvö tímabil þannig þetta var ein- staklega ljúft". Aðspurð hvort hún hafi átt von á svona mikl- um yfirburðum í úrslitakeppn- inni sagðist Kristin einhvern- vegin hafa fundið það á sér að þær myndu fara taplausar í gegnum alla úrslitakeppnina. „Við erum með mikla breidd og það olli erfiðleikum fyrir hin liðin. „Það var ekkert hægt að stoppa einhvem einn leikmann hjá okkur og svo erum við líka með hörku gott vamarlið. Eg held einnig að við höfiim verið í betra formi heldur en hin lið- in“. Kristín sagði að framtíðin í kvennakörfunni í Keflavík væri mjög góð. „Já, það er óhætt að segja að ffamtíðin sé björt hér í Keflavík. Við eigum frábærar stelpur í yngri flokkunum sem eiga án efa eftir að halda merki kvennaboltans í Keflavík á lofti í ffamtíðinni. Yngriflokkastarf- ið hjá stelpum í Keflavík er og hefur alla tíð verið mjög gott. Það er alltaf verið að ffamleiða góðar körfuboltastelpur héma í Keflavík“, sagði Kristín bros- mild að lokum. Anna María Sveinsdóttir þjálf- ari sagðist ekki hafa átt von á svo léttum leikjum gegn KR. „Við reyndar spiluðum mjög vel þessa úrslitakeppni og spil- uðum sem lið. Þetta endur- speglar bara veturinn hjá okkur því við spiluðum virkilega vel í allan vetur og stelpurnar eru búnar að vera hrikalega dugleg- ar og svakalega skemmtilegar“. Anna María sagði að þetta væri í raun sætasti Islandsmeistara- titillinn af öllum enda létu þær það alveg í ljós eftir leikinn. „Það voru allar stelpurnar svakalega sáttar við sitt og ég var svo ánægð með alla sem lögðu sitt af mörkum til að þetta tækist, góður aðstoðar- maður, góð stjórn og frábært kvennaráð svo og allir aðrir sem ég gleymi að nefna". En að lokum Anna María, leggur þú skóna á hilluna eft- ir tímabilið? NEI, NEI, ég á nóg eftir mað- ur!“ Marin Karlsdóttir lék mjög vel með Keflavíkurliðinu í allan vetur og stjórnaði leik liðsins eins og herforingi. Hún þakkaði góðu liði sem æfl hefur vel ár- angur vetrarins og sagði hún mikla breidd lykilinn að góðu gengi. „Einvígið gegn KR var eiginlega miklu auðveldara en ég bjóst við, ég bjóst við að leikimir yrðu mun jafnari en vissi samt að við myndum vinna“. Hún sagði það ffábæra tilfinningu að vinna titilinn enda alltaf gaman að vinna titil. „Að vinna KR 3-0 er ekkert leiðinlegt. Fólk hættir kannski að önglast á bikarúrslitaleikn- um núna“, sagði Marín. Að- spurð hvemig Keflavíkurstúlk- ur hefðu fagnað eftir leikinn sagði Marín að þær hefðu feng- ið kampavínsgusu frá kvenna- ráði strax eftir leikinn og var því haldið áfram í K-húsinu. föstudaginn var svo farið í Bláa lónið þar sem við fengum dryk- ki „on the house“, og svo í „bijálað" partý hjá þjálfaranum. Við eigum svo auðvitað eftir að fagna meira en við ætlum að bíða eftir strákunum!". Fyrst og fremst: Hjálmar Jónsson fyrrum leikmaður Keflavíkur lék 30 mínútur með Gautaborg í 2-1 tapi liðsinsgegn Landskrona í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Logi Gunnarsson skoraði 19 stig þegar Ulm sigraði Kaiserslautern, 94:76 í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik. Liðið á enn möguleika á sæti í úrvalsdeild en þeir möguleikar eru þó aðeins fyrir hendi tapi toppliðið flestum af síðustu leikjum liðsins. Scott Ramsey, fyrrum leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu, er nú einnig orðinn fyrrum leikmaður KR en hann hætti hjá félaginu í vikunni eftir að hafa samið við þá fyrir nokkru. Ástæðan ku vera persónuleg en menn gera að því skóna að hann hafi verið smeyk- ur við samkeppni frá Arnari Gunnlaugssyni. Lee Sharpejék fyrsta leik sinn með Grindavík þegar liðið sigraði úrvalslið ÚÚ, 3-1 á æfingamóti á Spáni í byrjun vikunnar. Hann lék allan leikinn og þótti góður. Jóhann Benediktsson, Alfreð Jó- hannsson og Ólafur Örn Bjarnason skoruðu mörkin. Brúðkaup Fígarós í Grindavík Gunnar Kristmannsson baríton, Rósalind Gísla- dóttir mezzo-sópran,Val- gerður Guðrún Guðnadóttir sópran og Frank Herlufsen pí- anóleikari flytja valin atriði úr Brúðkaupi Fígarós, einni af frægustu óperum Mozarts á morgun í Kvennó við Víkur- braut í Grindavík og hefjast þeir kl. 20:00. Víkurfréttir höfðu samband við Rósalindu og spurðu hana aðeins út í tón- leikana. Hvernig tónleikar verða þetta? Yfirskriftin á tónleikunum er „Brúðkaup Fígarós, valin atriði". Við flytjum aríur, dúetta og trió á þessum tónleikum. Það sem verður frábrugðið venjulegum tónleikum er að við verðum í búningum í anda 18. aldar og með leikræna tilburði. Af hverju vöiduð þið þessa óp- eru eftir Mozart? Mozart er í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum og Brúðkaup Fíg- arós er ein af ffægustu óperum hans og er hún uppfull af skemmtilegri tónlist. Við átt- um satt að segja erfitt með að velja úr óper- unni, hefðum helst viljað setja upp alla óperuna, en við erum bara þrír söngvarar og píanóleikari. Hafið þið áður haldið slíka tón- leika áður? Við höfum áður haldið tvenna tónleika saman, það voru óperu- tónleikar með okkur þremur og þremur söngvurum til viðbótar. Þeir tónleikar gengu mjög vel. Hvernig lágu ieiðirykkar sam- an? Við byijuðum öll sama ár í söng- skólanum í Reykjavík, þar lærðu Rósalind og Valgerður söng hjá Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Gunnar hjá þeim Guðmundi Jónssyni og Bergþóri Pálssyni. Að námi loknu fór Valgerður í ffamhaldsnám til Englands en Gunnar og Rósalind til Spánar. Frank kynntumst við eftir að Gunnar og Rósalind fluttu til Grindavíkur þar sem Gunnar starfar sem skólastjóri tónlistar- skólans i Grindavík og Frank og Rósalind starfa sem kennarar. Tónleikamir verða eins og áður segir kl. 20:00 á morgun og em Miðar seldir við innganginn, en einnig er hægt að panta miða í síma 823-3289. Húsið tekur ca. 90 manns og er ætlunin að fylla það! Starfsmaður óskast Óskum eftir að ráða röskan og kurteisan starfsmann til að sinna útkeyrslu og fleiri störfum. PLASTGERÐ Áhugasamir hafi samband við ^Skúla Magnússon í síma 860 3837. SUÐURNESJA/ VlKURFRÉTTIR 15.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR10. APRlL 2003 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.