Víkurfréttir - 30.04.2003, Blaðsíða 2
SG 11 (m FLYTIJR
Tilkynning frá ritstjórn!
Víkurfréttir eru sólarhring fyrr á ferðinni nú en vanalega vegna 1.
maí. Þar sem við höfðum mjög skamman tíma til að vinna blaðið
og kapp hljóp í auglýsendur varð umtalsvert magn af efni að bíða
birtingar til næstu viku. Næsta blað er það síðasta fyrir kosningar.
Gera mú ráð fyrir „flóði" af framboðsgreinum til ritstjórnar.
Víkurfréttir hvetja greinahöfunda til að vera stuttorða, jaftiframt
því sem við áskiljum okkur rétt til að birta eingöngu útdrætti og
vísa á greinar í fullri lengd á www.vf.is. Greinar í næsta blað verða
að hafa borist á hilmar@,vf.is fyrir kl. 10:00 nk. mánudagsmorgun.
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar!
Harður árekstur í Njarðvík
Mjög harður árekstur varð um kvöld í síðustu viku milli
tveggja bifreiða á gatnamótum Njarðarbrautar og Borg-
arvegar í Njarðvík. Einn var fluttur á sjúkrahús í Kefla-
vík nokkuð slasaður. Eignatjón í árekstrinum var talsvert og
önnur bifreiðin örugglega ónýt.
Lögreglan beitir klippunum af hörku!
Starfsdagur C-vaktar lögreglunnar í Keflavík var sl. fostu-
dag. Hann var fjölbreyttur og fengust iögreglumenn við hin
fjölbreyttustu verkefni. Á föstudaginn mættu vaskir laganna
verðir á slökkvistööina í Keflavík þar sem beið þeirra aö beita
klippum á gamlan Subaru. Fyrst var hann klipptur í sundur og
síðan varð bíllinn eidi að bráð. Sá eidur var slökktur skömmu síð-
ar af lögrcglumönnunum.
Eftir að hafa gert bílinn að engu hjá slökkviliðinu fór C-vakt lögregl-
unnar á skotsvæði til að skjóta af byssum. Dagurinn endaði síðan hjá
björgunarsveitinni Þorbimi í Grindavík þar sem menn stukku í sjóinn
og gerðu ýmsar kúnstir.
Meðfylgjandi mynd var tekin af vöskum lögreglumanni þar sem hann
beitti klippunum á garnlan Subaru í Keflavík.
Bæjarstjóri boðartil íbúafunda
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, boðar til íbúa-
funda í Reykjanesbæ. Á fundunum verður m.a. fjallað um
helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnafram-
kvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar,
íþrótta og tómstunda. Þá verður farið yfir framkvæmdir í hverf-
um og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara. Til
að auðveida íbúum aðsókn og umíjöllun um næsta nágrenni er
fundarstöðum og tíma skipt á eftirfarandi hátt:
íbúar í Höfhum - miðvikudaginn 30. april i Sædýrasafhinu.
íbúar í Keflavík - sunnan Aðalgötu - mánudaginn 5. maí í Holtaskóla.
íbúar í Keflavík - norðan Aðalgötu - miðvikudaginn 7. maí í Heiðar-
skóla.
Allir fundimir hefjast kl. 20.00. Þegar hafa farið fram tveir fundir í
Innri og Ytri Njarðvík sem báðir vom vel sóttir.
Og Vodafone eflir farsíma-
kerfið á Suðurnesjum
Á heildina litið efla þessar breyt-
ingar þá þjónustu sem Og Voda-
fone veitir viðskiptavinum sínum
á Suðumesjum og bætir talsam-
band til muna. Gagnaflutnings-
þjónusta um farsíma eða svo
kölluð GPRS þjónusta verður
hins vegar takmörkuð um sinn
hjá þeim sem voru með GSM
þjónustu hjá Íslandssíma. Unnið
er að nánari útfærslu á breyting-
um á kerfinu til að koma þeirri
þjónustu á fyrir alla viðskiptavini
Og Vodafone. Búast má við að
því verki ljúki innan skamms.
Unnið er að víðtækum
breytingum og eflingu á
farsímaneti OgVodafone
á Suðunesjum. Félagið rak
áður tvö farsímanet á þessu
svæði og hafa þau nú verið
sameinuð. Undanfarna mánuði
hefur verið unnið að ýmsum
breytingum á farsímanetinu til
að gera það betur í stakk búið
að taka við aukinni umferð.
Samhiiða því hafa verið settir
upp tveir nýir sendar á Suður-
nesjum. Annar er staðsettur í
Vogum en hinn í miðbæ
Reykjanesbæjar.
Opnum að Fitjabakka 1e
föstudaginn 2. maí nk.
stórglæsilega bónstöð og bílaleigu.
Opið hús kl. 13-17
á föstudag.
Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Byrjum með
filmuísetningar í bíla,
einnig húsafilmur
SG
BÍLAM
SÍMAR42I 3737
og 892 9700
stuttar
FRÉTTIR
Mikið um
hraðakstur á
Suðurnesjum
Nú þegar sumarið er
formlega komið sam-
kvæmt dagatalinu
virðast ökumenn auka hrað-
an og stöðvaði lögreglan í
Keflavík töluvert marga
ökumcnn fyrir of hraðann
akstur. Á föstudaginn var
ökumaður mældur á 130
km. hraða á Reykjanesbraut
þar sem hámarkshraði er 90
km.
Á föstudagsnóttina var til-
kynnt um ólæti i heimahúsi í
Keflavík og voru tveir gestir
látnir sofa úr sér í fanga-
geymslum lögreglunnar vegna
óláta. Á laugardagsmorgun
varð bílvelta á Garðvegi til
móts við golfvöllinn í Leiru,
en tvær biffeiðar rákust saman
með þeim afleiðingum að
önnur bifreiðin valt. Minni-
háttar meiðsl urðu á fólki.
Á laugardagskvöld óskuðu
mæður tveggja stúlkubama, 4
og 5 ára eftir aðstoð lögreglu
við að leita stúlknanna, en síð-
ast hafði sést til þeirra um 8
leytið á laugardagskvöld.
Stúlkurnar fundust fljótlega og
voru þá komnar nokkuð langt
ff á heimilum sinum.
2
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!