Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2003, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 30.04.2003, Blaðsíða 17
Kirkjustarfið á Suðurnesjum: Útskálakirkja Sunnud. 4. maí. 2. sunnudagur eftir páska. Fermingarmessa kl. 13:30. Kór Útskálakirkju syng- ur. Organisti Steinar Guðmundsson Sóknarprestur. Bjöm Sveinn Bjömsson. Hvalsneskirkja Sunnud. 4. maí. 2. sunnudagur eftir páska. Saftiaðarheimilið í Sandgerði. Fermingarmessa kl. 10:30. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson Sóknarprestur Bjöm Sveinn Bjömsson. Kálfatiarnarldrkia 110 ára Hinn árlegi kirkjudagur Kálfa- tjamarkirkju verður haldinn 4. maí næstkomandi og byrjar með messu í kálfatjamarkirkju klukkan 14,00,þar sem við minnumst þess á ýmsan hátt að 110 ár em frá vígslu hennar en hún varvígð 11 Júní 1893. Sérstakir boðsgestir okkar em þau sem eiga 50 ára fermingar- aftnæli ffá kirkjunni í ár auk formanna sóknamefrida á suðumesjum og Garðaprestakalls og Ástjamar- sóknar. Ræðumaður dagsins verður Kristín Á Ólafsdóttir söng og leikkona,en sóknar- presturinn séra:CarlosA Ferrer þjónar fyrir altari, kirkjukórinn syngur undir stjóm Frank Herlufsen. Að lokinni athöfn í kirkjunni verður kvenfélagið Fjóla með kaffisölu í Glaðheimum og rennur allur ágóði af henni í kirkjusjóð félagsins. Sóknameftid. Hvítasunnukirkj an, Hafnargötu 84 29. april. þriðjud. kl: 19. bænaskóli. 1. maí, fimmtud. kl:20 Samkoma Kritín Jónsdóttir talar. 2. maí fóstud. kl:20 Unglingasamkoma 3. maí laugard. kl: 9 karla- stund. 4. maí sunnud. kl: 11 Samkoma. Ásgrimur Stefáns- son talar. Bamastarf 6. maí þriðjud. kl:19 Bænaskóli. SETJIÐ X VIÐ D - ÞAÐ SKIPTIR SUÐURNESIN MIKLU MÁLI Anæstu árum ætlar Reykjanesbær sér stóra hluti í atvinnu- og ferða- málum, um- hverfis- og menntamálum svo eitthvað sé nefnt.Til að ár- angur náist í þessum stóru málaflokkum er mikiivægt að sá stöðugleiki sem ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hefur skapað haldist. í þeim aragrúa skoðanakannana sem flætt hefúr yfir landsmenn er nióurstaðan sú að góður mögu- leiki er á að sjálfstæðismenn nái fimm mönnum í Suðurkjördæmi og að Böðvar Jónsson bæjarfull- trúi verði einn af okkar öflugu þingmönnum. Þetta er niðurstaða sem skiptir okkur Suðumesja- menn miklu máli enda hefiir Böðvar víðtæka þekkingu á svæðinu og þeim verkefnum sem þar bíða úrlausnar. Sem formað- ur bæjarráðs, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suðumesj- um og þingmaður svæðisins get- ur Böðvar tryggt okkar málum brautargengi til langrar framtíðar. Sem bæjarfúlltrúi Sjálfstæðis- manna hef ég kynnst Böðvari Jónssyni mjög náið. Það er eng- um blöðum um það að fletta að þama fer fram kraftmikill og góður drengur. Heiðarleiki, dugnaður og festa em þau orð sem fyrst koma upp í hugann. Á síðustu árum hef ég m.a. unnið að nýjum hugmyndum og fram- kvæmdum í þágu lands og lýðs. Á bakvið hvert mál þarf stuðning og það hefúr því verið mér gæfa að geta lagt sumar þessara hug- mynda undir Böðvar og fengið þar þá innsýn sem hann býr yfir svo ekki sé talað um jákvæðar ábendingar þegar ffamkvæmda áráttan hefúr tekið völdin. Kæru Suðumesjamenn! í Suðurkjördæmi spila Suður- nesjamenn lykilstöðu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Efnilegur og reyslumikill stjómmálamaður, Ami Ragnar Ámason, leiðir kjördæmið og skipar þar fyrsta sætið en mikilvægt er að tryggja Suðumesjum forystuhlutverk í nýju kjördæmi með góðri kosn- ingu á svæðinu. Ámi Ragnar ber hagsmuni svæðisins fyrir bqosti og var m.a. fyrstur með þingsá- lyktunartillögu um tvöfoldun Reykjanesbrautar og hefúr síð- ustu ár átt virðingarvert samstarf við áhugahóp um málefnið þar sem undirritaður fer með for- stöðu. Þá skipar Böðvar Jónsson baráttusætið í kjördæminu eins og áður sagði. í mínum huga skipta því kosn- ingamar 10. maí meira máli en oft áður. Stóm tækifærin em til staðar og mikilvægt að spytja sjálfan sig hveijum við treystum best til að tryggja málum Suður- nesjamanna framgang s.s. eðlileg samskipti við Vamarliðið, efla at- vinnumál og tryggja góð sam- skipti við hið háa Alþingi. Mitt val er auðvelt. Eg mun setja X við D. Áffarn ísland. Steinþór Jónsson, Bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ. Menning: Málverka- sýning hjá VG Fjórir listamenn sýna samtals 11 málverk í kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að Hafnar- götu 54 í Keflavík. Þau eru Anna Hrefnudóttir úr Reykjavík og Keflvíking- arnir Guðmundur Marías- son, Skúli Thoroddsen og Sigrid Östeby. Sýningin er opin virka daga kl. 16.30 - 18 og oftar efiir at- vikum. Þar er boðið upp á kaffiveitingar og einnig hægt að spjalla um pólitík. Mynd- imar era allar til sölu. RoC RoC kynning föstudaginn 2. maí íLyfju Keflavík kl. 13-17 Ert þú meö viökvæma húö? Komdu og fáðu faglega ráögjöf viö val á húövörum sem henta þinni húðgerö. RoC húövörur eru ofnæmisprófaðar og þróaðar af húðsjúkdómalæknum. LYFJA Lyfja Keflavik VlKURFRÉTTIR 18.TÖLUBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.