Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2003, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.04.2003, Blaðsíða 8
Dagskrá: Setning. Félagsmaður heiðraður. Hörður og Jói leika á harmonikku og hljómborð. Einar Júlíusson söngvari flytur nokkur lög. Tónlistaratriði með ýmsum flytjendum. Félagar fjölmennum og mætum öli í hátíðarskapi. 1. maí nefndin. Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja 1. og 6. maí Kvennakór Suðurnesja heldur vortón- leika í Ytri-Njarðvíkurkirkju fímmtudaginn 1. maí og þriðjudag- inn ó.maí nk. Tónieikarnir hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin. Einnig mun kórinn verða mcð tónleika ásamt Lögreglukórn- um í Arbæjarkirkju í Reykjavík laugar- daginn 3. maí kl. 17.00. Kórinn var stofnaður 22. febrúar 1968, og fagnar því 35 ára afmæli sínu þetta árið, en Kvennakór Suðumesja er elsti starfandi kór landsins. Þess má til gamans geta að við stofnun Landssambands íslenskra kvenna- kóra, Gígjunnar, þann 5. april sl. var Guðrún Karlsdóttir úr Kvennakór Suðumesja kjörin fyrsti formaður sambandsins. Kórinn fékk í haust til sín nýjan og mjög fær- an stjómanda, Krisztinu Kalló Szklenámé, og hefur hún unnið mjög gott starf með kómum. Um píanóundirleik á tónleikunum sér Geir- þrúður Fanney Bogadóttir, og Sigrún Ósk Ingadóttir syngur einsöng. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, þar er að finna bæði erlend og íslensk sönglög, klassísk verk meistaranna, negrasálma og söngleikja- lög, og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum Suðumesjamenn og nær- sveitamenn til að mæta og njóta góðrar kvöldstundar við ljúfa tóna Kvennakórsins. Miðaverð á tónleikana er kr. 1500, en fyrir eldri borgara kr. 1000. Fritt inn fyrir 12 ára og yngri. Miðasala verður við innganginn. Gestkvæmt á lögreglustöðinni í Keflavík: 350 í afmæli lögreglunnar Itilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennis- klæddu lögreglu var lögreglan með opið hús á laugardaginn frá kl. 11:00-17:00. Mikill fjöldi fólks kom og heimsótti lögregluna þennan dag, u.þ.b. 350 manns að talið er. Lögreglumenn kynntu fyrir fólki starfsemi lögregl- unnar, afhendi börnum afinælismerki, tók fmgrafor af þeim á sérstök spjöld sem þau máttu síðan eiga og veitti léttar veitingar. Þá tók lögreglan myndir af gestum sem fólk getur nálgast á næstunni á lög- regluvefnum, logreglan.is, valið Keflavík og þar er mappa merkt Lögregludagurinn. Lögreglan vill koma sérstöku þakklæti til fólks fyrir heimsóknina. Leynilöggur á ferð! Isíðustu viku var kvartað undan miklum umferðar- þunga og hraðakstri á Kirkjuvegi í Keflavík þar sem er 30 km hámarkshraði. Til- kynnandi sagöist uggandi þar sem mikill fjöldi barna væru þarna við götuna. Lögreglan gerði fyrst könnun með ómerktri bifreið í klukkutíma frá kl. 17:00-18:00 og þeim tíma fóru 128 bifreiðar um þennan kafla Kirkjuvegar á milli Vesturgötu og Vestur- brautar. 24 bifeiðum var ekið undir 30 km hraða, 53 bif- reiðum á 31-40 km hraða, 42 á hraða 41-50 og 9 bifreiðum var ekið yfír 50 km hraða. Hraðamælt var síðan daginn eftir með ómerktri lögreglubif- reið og voru þá 3 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á þessum kafla. Einn var kærður á 50 km hraða, annar á 51 km hraða og sá þriðji var á 60 km hraða. Ljóst er að umferð á þessum kafla er ótrúlega mikil miðað við að þarna er gatan hönnuð sem vistgata með tveimur þrengingum. Lögregl- an í Keflavík mun fylgjast mjög vel með þessum kafla á næst- unni. Lögreglan vill vekja athygli fólks á því að víða í Keflavík hefur hámarkshraði í íbúahverf- um verið lækkaður í 30 km. Fólk getur átt von á að lögregl- an verði við hraðamælingar á þessum götum á ómerktum lögreglubiffeiðum. Framsókn eina framboðið með kosningaskrif- stofu í Sandgerði Framsókn í Suðurkjör- dæmi opnaði kosninga- skrifstofu í gærkveldi, 25.04. í Sandgerði. Á milli 60- 70 manns komu í veisluna. ísólfur Gylfi Pálmason alþing- ismaður, Eygló Þóra Harðar- dóttir frambjóöandi i 4. sæti og Helga Sigrún Haröardóttir frambjóðandi í 5. sæti ávörp- uðu samkomuna. Síðar um kvöldið sló ísólfur Gylfi á létta strengi og spilaði nokkkur lög á gítar við góðar undirtektir veislugesta. Hjálmar Árnason alþingismaður var á stjórnmálafundi hjá Kiwanis í Keflavík þetta kvöld en mætti strax að þeim fundi loknurn og ávarpaði samkomuna. Frétt frá Framsóknarflokkmtm. Seini stolið af leiði Sérstökum steini fyrir fr iðarkerti var stolið af leiði í kirkjugarð- inum milli Keflavíkur og Garðs á dögunum. Aðstandendum finnst sárt að þetta hafi átt sér stað og vilja hvetja þann sem hefur steininn að koma honum til skila hjá Víkurfféttum. 8 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.