Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.04.2003, Blaðsíða 4
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! Lestrarmenningu í Reykjanesbæ ýtt úr vö Verkefninu Lestrarmenn- ing í Reykjanesbæ var ýtt úr vör í dag þann 23. apríl, á alþjóðlegum degi bók- arinnar. Lestrarmenning í Reykjanesbæ er samfélagslegt verkefni, sem hefur það að markmiði að efla lestrarfæri og málþroska barna og setja lest- ur í forgang í bæjarfélaginu. Athöfnin fór fram í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum að viðstöddum fjölda góðra gesta. Þetta mun vera í íyrsta sinn sem sveitarfé- lag á Islandi setur læsi og mál- þroska barna í forgang með þeim hætti að leitað sé breiðrar samstöðu og stuðnings hjá fyr- irtækjum, stofnunum og fé- lagasamtökum í bænum, auk skóla og annarra stofnana bæj- arins. Eiríkur Hermannsson fræðslu- stjóri greindi M inntaki og hug- myndaMsði verkefnisins og lagði áherslu á mikilvægi þess að öll heimili, fyrirtæki og stofnanir legðu verkefninu lið. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra þakkaði forsvarsmönnum verk- efnisins sérstaklega, lýsti sér- stakri ánægju sinni með það og óskaði því velfamaðar. Sigurður Svavarsson formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda fylgdi bókagjöfinni úr hlaði og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson for- maður Rithöfúndasambands ís- lands flutti frumsamið ljóð íbúa Reykjanesbæjar í tilefhi dagsins. Ámi Sigfússon bæjarstjóri stýrði athöfhinni, Harpa Guðjónsdóttir úr Myllubakkaskóla lék á þver- flautu og Fjóla Oddgeirsdóttir M Njarðvíkurskóla las ljóð. Þá veitti fríður flokkur bama úr Leikskólanum Vesturbergi, bóka- gjöf viðtöku. Þessi bókagjöf sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefúr, er táknrænt upphaf þessa verkefhis. Öll böm í Reykjanes- bæ sem eru á leikskólaaldri, fá bók í dag eftir íslenskan höfúnd. Bókinni fylgir einnig bæklmgur, sem ber yfirskriftina „Viltu lesa fyrir mig?“ Þar er að fínna ýmis fróðleikskom og ábendingar um mikilvægi lestrar með börnum og tengsl hans við málþroska. Fyrr um daginn hafði hópur rit- höfunda, heimsótt alla fjóra grunnskóla bæjarins með upp- lestur fyrir nemendur. Höfund- amir sem skiptu með sér skólun- um eru: Ragnheiður Gestsdóttir, Jón Hjartarson, Guðrún Helga- dóttir, Iðunn Steinsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson. Heim- sókn þeirra var sérstaklega ánægjuleg fyrir alla aðila og mót- tökur bamanna frábærar. Næsta blað er það síðasta fyrir kosningar. Verið tíman- lega með auglýsingar og efni. Vinsamlegast hafið framboðsgreinar stuttar. Efni sendist á hilmar@vf.is stuttar FRÉTTIR Tónleikar söngdeildar í DUUS-húsum Söngdeild Tónlistar- skúla Reykjanesbæjar heldur tónleika i Listasafni Reykjanesbæjar, Duus-húsum, miðvikudag- inn 30. apríl kl.19.30. Fram koma nemendur í einsöngs og samsöngsatriðum auk kórs söngdeildarinnar. Flutt verður tóniist úr þekktum sönglcikjum. Kennarar söngdeildar eru Hjördís Einarsdóttir og Dagný Þómnn Jónsdóttir. Meðleikari á píanó er Ragnheiður Skúla- dóttir, sem mun leika á hinn nýja, glæsilega flygil Lista- safnsins sem var vígður með formlegum hætti laugardaginn 26. apríl sl. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. jáBBk 4 * J . ,..og höldum upp á það með þér. Frábær afmælismatseðill alla helgina Úrval af sjávarréttum og öðrum léttum réttum. SDHD KEFLAVÍ K KITCHEN & CAFE Hádegisverður frá kr 650. Hægt er að taka með sér allan mat af matseðlinum heim Tökum að okkur veislur, stórar sem smáar Frá og með 1. maí höfum við opið alian daginn frá Hafnargötu 61, Keflavík • S'imi 421 5600 kl 11 alla virka da9a- °Pnum kl 17 um helgar. 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.