Víkurfréttir - 30.05.2003, Qupperneq 4
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar!
Fegurðardrottning í skýjunum
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Fegurðardrottning íslands 2003.
stuttar
FRÉTTIR
Maðuroghaf
íListasafni
Reykjanesbæjar
Laugardaginn 31. maí
n.k. verður opnuö
málverkasýningin
Maður og haf í Listasafni
Reykjanesbæjar í Duushús-
um. Sýningin kemur frá
Listasafni Islands og sam-
anstendur af úrvali verka
eftir ýmsa hclstu listamenn
þjóðarinnar þar sem sjá má
misjafna túlkun á sjónum
og sjósókn íslendinga.
Sýningin er sérstaklega til-
einkuð sjómönnum á Suður-
nesjum í tilefni sjómanna-
dagsins og mun sjávarútvegs-
ráðherra Ami Mathiesen opna
sýninguna.
Listamenn sem eiga verk á
sýningunni em 14 talsins; Jón
Stefánsson, Kristín Jónsdóttir,
Júlíana Sveinsdóttir, Jón Þor-
leifsson, Finnur Jónsson,
Gunnlaugur Scheving, Jóhann
Briem, Jón Engilberts, Ágúst
Petersen, Svavar Guðnason,
Karl Kvaran, Sveinn Bjöms-
son, Veturliði Gunnarsson og
Eyjólfur Einarsson.
Listasafn Reykjansbæjar er
opið alla daga frá 12:30 til
19:00 og mun sýningin standa
til 13. júlí 2003.
Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir, Fegurðar-
drottning Suðurnesja,
var kjörin Fegurðardrottning
íslands 2003 sl. föstudag á
Broadway. Kcppnin var sýnd á
Stöð 2 og stóð Steinunn sig frá-
bærlega og var Suðurnesja-
mönnum til sóma. Tuttugu og
ein stúlka tók þátt í keppninni
og var Ragnhildur Steinunn
eini fulltrúi Suðurncsja. Hún
er 22 ára Keflavíkurmær eins
og margoft hefur komiö fram.
Ragnhildur vann einnig síma-
kosningu keppninnar en þau
atkvæði voru metin sem 30% í
kosningunni. Hún sagði í sam-
tali við Víkurfrcttir vera ennþá
í skýjunum eftir árangur helg-
arinnar.
Jæja, hvað segir fegurðar-
drottning íslands í dag, líður
þér eitthvað öðruvísi en aðra
daga?
„Eg segi allt gott. Nei, í rauninni
líður mér ekkert öðmvísi en aðra
daga. Þetta var náttúrulega frá-
bær helgi en ég stend þó enn
með báða fætur á jörðinni”.
Hvernig var tiifinningin að
heyra nafnið kallað?
„Það var frábært, í rauninni vissi
ég ekkert hvemig ég átti að vera.
Eg verð að viðurkenna að ég
þurfti að halda aftur af támnum”.
Var ekki erfitt að bíða svona
upp á sviði?
„Eg var rosalega stressuð þegar
það var verið að velja topp 10 því
ég var valin síðust. Og að sjálf-
sögðu var krýningin sjálf rosa-
lega stressandi”.
Er þetta ekki eitthvað sem allar
stúlkur dreymir um?
„Ég veit það nú ekkft en fyrir
mér hefur þetta opnað ýmsar dyr
og gefið ný tækifæri”.
Hvernig hafa undanfarnir dag-
ar verið?
„Það er búið að vera stanslaust
prógramm, bijálað að gera. Það
er nú örugglega bara svona fyrstu
dagana svo fer þetta eflaust að
róast næstu vikur”.
Hvað er svo næst á dagskrá?
„Nú er ég byrjuð að vinna í
Sparisjóðnum í Keflavík og verð
þar í sumar. I næsta mánuði fer
ég svo erlendis í tvær vikur i
myndartökur og kynningar fyrir
keppnina Miss Europe sem hald-
in verður síðan í september. Það
verður rosalega spennandi verk-
efni og ég hlakka til að takast á
við það”.
Hvað með skólann, hcldur þú
að hann verði að bíða eitthvað
sökum verkefna?
„Auðvitað verður þetta mjög
strembið með náminu en námið
gengur fyrir og ég verð að reyna
að skipuleggja mig vel svo þetta
smelli saman”.
Þannig að þú ert bara bjartsýn
á framhaldið?
„Já, ég lít ekkert annað en björt-
um augum á þetta og hlakka til
að takast á við það sem er
framundan. Mig langar að þakka
bæjarbúum fyrir fiábæran stuðn-
ing, ég er búin að fá góðan stuðn-
ing frá bænurn og er mjög þakk-
lát fyrir það”.
Texti:
Sævar Sævarsson
Myndir:
Tobías Sveinbjörnsson
UTBOÐ
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir tilboðum í
byggingu vigtar- og starfsmannahúss á lóðinni
Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.
Húsið er steinsteypt á einni hæð,
191m2 að flatarmáli.
Verklok eru 30. nóvember 2003.
Útboðsgögn verða til sölu á skrifstofu Sorpeyðingarstöðvar
Suðurnesja, Fitjum, 260 Reykjanesbæ
frá mánudeginum 26. maí.
Verð útboðsgagna er kr. 6.000,-
Tilboð verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 12. júní 2003 kl. 11.
Sorpeyðingarstöð
Suðurnesia sf.
Ha/navegl • NjarOvík • Sm!421 1088
4
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!