Víkurfréttir - 30.05.2003, Blaðsíða 12
VÍKURFRÉTTAVIÐTALIÐ \' m R iTR' 1
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ í viðtali 1
f Víkurfréttum í dag er síðari hluti viðtals við Árna Sigfússon bæjarstjóra, en fyrri hluti viðtalsins birtist í síðustu viku. í júní er ár síðan Árni tók við bæjar-
stjórastarfinu. í viðtalinu svarar Árni meðal annars spurningum um framboð til alþingis og spurningum varðandi uppbyggingu í Helguvík. Árni segir í
viðtalinu að tvö erlend stórfyrirtæki séu að skoða möguleika á uppbyggingu í Helguvík en að of snemmt sé að segja hvort þau hefji starfsemi hér.
Væri kominn á Alþingi ef hann vildi
■ Vareinhveróánægjameðal
starfsmanna áhaldahússins við
uppsagnir í kjölfar breytinga á
áhaldahúsinu?
Sjaldnast rikir gleði þegar menn
eru færðir úr einu starfi í annað.
Við breytingar á rekstri þjónustu-
miðstöðvar eða áhaldahússins,
var sex starfsmönnum ofaukið. I
stað þess að þeim væri sagt upp
án þess að þeir hefðu að öðru að
hverfa, var þeim boðið starf hjá
öðrum verktökum sem tengdust
sambærilegum verkefnum og
Þjónustumiðstöð hafði séð um.
Þeir reyndust eftirsóttir og því
leystist málið mjög farsællega.
■ Fengu allir starfsmenn
áhaidahússins vinnu?
Allir fengu vinnu. Sex fóru ann-
að en tólf halda störfum hjá þjón-
ustumiðstöð, þótt störf þeirra
breytist nokkuð. Ég vildi gjarnan
að þeir sem gagnrýna horfi í eig-
in barm og velti því fyrir sér
hvort að þetta sé nú ekki kjörin
leið hjá fleirum til að tryggja
fólki vinnu, ef þarf að segja upp
fólki.
■ Framkvæmdir eru hafnar í
Helguvík vcgna stálpípuverk-
smiðjunnar, en á dögunum var
frestur sem fyrirtækið hefur til
að fjármagna verksmiðjuna
lengdur. Ertu hræddur um að
ekkert verði úr framkvæmd-
um?
Nei. Ég hafði mínar efasemdir og
ég held að það hafi alltaf komið
fram að ég væri ekki tilbúinn til
að segja að þetta væri klárt fyrr
en bygging væri hafin. Það
stendur. Eftir að hafa nýlega farið
yfir stöðu málsins með forsvars-
mönnum IPT þykir mér líkumar
á að fyrirtækið risi stöðugt vera
að aukast og það er mjög góð til-
finning.
í samningnum við Intemational
Pipe and Tube var tekið fram að
IPT hafði tíma til 24. maí sl. til
að annaðhvort hafa lokið fjár-
mögnun eða leggja fram banka-
bréf sem ffamlengdi fjármögnun-
arlok um ár. Okkur tókst að
semja um skemmri tíma á fjár-
mögnunarlokum því IPT telur
sig þurfa 3 til 6 mánuði til að
klára fjármögnun.
■ Var bærinn of fljótur á sér
að samþykkja jarðvegsfram-
kvæmdir fyrir stálpípuverk-
smiöjuna?
Nei, alls ekki. Meginskýringin á
því er að við emm að skapa at-
vinnusvæði í Helguvík sem verð-
ur eitt það besta hér á landi. An
öflugrar atvinnu verður ekkert
Árni í Innri-Njarðvfk og má sjá leikskólann Holt í baksýn. Á þessu svæði mun nýr grunnskóli rísa.
mannlífhér. ísland ermjög vel
staðsett mitt á milli Evrópu og
Bandaríkjanna og þessi staðsetn-
ing innan íslands þykir mjög
áhugaverð, á milli alþjóðahafhar
og alþjóðaflugvallar. Með eða án
stálpipuverksmiðju þá á þetta
svæði eftir að laða að sér fjölda
atvinnutækifæra. Tilboðið sem
Reykjanesbær fékk í jarðvegs-
vinnu í Helguvík er einstaklega
gott og hljóðar aðeins uppá 60%
af kostnaðaráætlun. Það tækifæri
var gripið.
■ Eru einhver fleiri erlend
stórfyrirtæki að skoða aðstöðu
í Helguvík?
Já. Það em tvö erlend stórfyrir-
tæki sem hafa verið að spyijast
fýrir um svæðið, en það er alltof
snemmt að segja til um hvert það
leiðir. Þriðja dæmið er reyndar
annar áfangi stálpípuverksmiðju-
nnar sem er mjög stórt dæmi.
Innlend fýrirtæki hafa einnig ver-
ið að spyrjast fýrir um aðstöðu á
svæðinu því þau sjá heilmikla
möguleika varðandi uppbygg-
ingu.
■ Hafa fulltrúar þessara fýr-
irtækja komið hingað til lands
til að skoða aðstæður?
Fulltrúar annars fýrirtækisins
hafa komið og skoðað. Þeim full-
tnium þótti aðstæður hér góðar
en það er aðeins einn hluti af
ákvarðanatöku þeirra varðandi
staðsetningu fýnrtækisins þvi líta
þarf á ótal fleiri þætti í slíku mati.
■ Hvernig sérðu Helguvík
fyrir þér eftir 5 ár?
Ég sé fýrir mér stórfýrirtæki að
festa rætur og þar á meðal stál-
pípuverksmiðjuna. Þar gæti einn-
ig hugsanlega verið að mótast
annar áfangi verksmiðjunnar sem
verður enn stærri í sniðurn en sá
fýrsti. I seinni áfanga stálpipu-
verksmiðjunnar er gert ráð fýrir
því að stærri stálrör verði fram-
leidd, allt upp í einn metri í þver-
mál. Við höfum ekki viljað mikið
ræða þær hugmyndir þvi fýrst
þarf 1. áfangi að vera í höfn. Ég
sé einnig fýrir mér fleiri innlend
fýrirtæki vera að hefja uppbygg-
ingu eða að skoða ákveðna
möguleika. Svæðið erkjörin að-
staða fýrir minni iðnfýrirtæki
einnig og þannig er það skipu-
lagt. Helguvíkursvæðið samsvar-
ar rúmlegri stærð 55 knatt-
spymuvalla, svo öllum sé ljóst
hvílíkt flæmi þetta er. Það er ein-
stakt að hafa öðru megin stór-
skipahöfn og hinumegin alþjóða-
flugvöll. Eftir fimm ár verða
mög hundruð störf í Helguvík.
■ Nú hefurðu verið með sér-
staka íbúafundi í Reykjanesbæ
síðustu vikur. Hvað hefurðu
verið að kynna á þessum fund-
um og voru þeir vel sóttir?
A fimmta hundrað manns sóttu
íbúafundina sem er einstaklega
gott. A þessum fundum gerði ég
grein fýrir framkvæmdum út frá
stefiiu bæjarstjómar í ýmsum
málaflokkum og sóttist eftir
ábendingum íbúa. Það skiptir
máli að íbúamir hugsi það með
okkur hvemig þeir vilji sjá bæinn
til framtíðar. A fundunum hef ég
einnig fjallað um afmarkaðri
Eru einhver fleiri erlend stórfyrirtæki að skoða aðstöðu í Helguvík?
lá. Það eru tvö erlend stórfyrirtæki sem hafa verið að spyrjast fyrir um
svæðið, en það er alltof snemmt að segja til um hvert það leiðir. Þriðja
dæmið er reyndar annar áfangi stálpípuverksmiðjunnar sem er mjög
stórt dæmi. Innlend fyrirtæki hafa einnig verið að spyrjast fyrir um að-
stöðu á svæðinu því þau sjá heilmikla möguleika varðandi uppbyggingu
12
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!