Víkurfréttir - 30.05.2003, Blaðsíða 16
VF-sport heldur áfram að kynna knattspyrnuliðin á Suður-
nesjum til leiks. Núna er komið að eina kvennaliðinu sem kynnt
verðurtil leiks en það er RKV, sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur
og Víðis. Liðið leikur í 1. deildinni í sumar.
RKV ætti að
berjast á toppnum
Sameiginlegt lið RKV ætti ekki að láta sér lynda að vera í 1.
deild. Þetta lið á að geta blandað sér í baráttuna um sæti í
úrvalsdeild ef metnaðurinn cr fyrir hendi. Þó er spurningin
auðvitað sú hvort liðið hefði eitthvað í úrvalsdeild að gera. RKV
hefur á svipuðu Iiði aó skipa og í fyrra. Hefur bætt við sig sterkum
ieikmönnum frá Grindavík, sem dró lið sitt úr keppni, en hefur þó
misst aðal markaskorara liðsins, Nínu Ósk Kristinsdóttur sem
farin er í Val. Liðið verður eflaust í toppbaráttunni en er þessa
stundina ekki nógu gott til að leika í úrvalsdeild.
VF-spá: 2. sætið í riðlinum
Sjálfsbjörg á Suðurnesjum
heldur aðalfund sinn í húsi félagsins
að Fitjabraut 6c, Njarðvík,
laugardaginn 31. maí 2003 kl. 14.
Kaffiveitingar.
Stjórnin
SPJALL VIÐ ÞJALFARA
Hannes Jónsson þjálfari RKV
segist líta björtum augum til
sumarsins. „Mér líst ágætlega á
komandi sumar. RKV liðið er að
koma þokkalega undirbúið til
leiks og flest lið búin að styrkja
sig að einhveiju leyti þannig að
baráttan verður mun meiri í
deildinni í ár”, segir Hannes.
RKV hóf tímabilið með sigri á
HSH og sagði Hannes að það
væri alltaf mikilvægt að hefja
tímabil með sigri upp á sjálfs-
traustið að gera. „Leikurinn við
HSH var mjög erfiður og við
vorum ekki að spila vel en þijú
stig eru alltaf þijú stig”. Hannes
segir að stefna liðsins sé sett á að
komast í úrslitakeppnina um
laust sæti í úrvalsdeild, það verði
erfitt en vonandi nái liðið því
takmarki. Aðspurður hvort ekki
væri mikill söknuður í Nínu Ósk
Kristinsdóttur sem horfin er á
brott sagði Hannes að það væri
alltaf erfitt að sjá á eftir góðum
leikmönnum. „Nína er mjög
sterkur leikmaður og það er alltaf
erfitt að sjá á eftir sterkum leik-
mönnum en það kemur maður í
manns stað”.
Hann segir að styrkur liðsins
felist í góðum og stórum hóp
sem er mjög samrýmdur og vinn-
ur þar að leiðandi vel sarnan. „Eg
held að sóknarlega séð séum við
sterkar, mjög fljótar fram á við.
Við erum með sterkan mark-
mann sem er mjög mikilvægt í
kvennaboltanum. Veikleikarnir
virðast alltaf vera að skjóta upp
kollinum þegar maður á síst von
á þeirn og eru þeir í ýmsu formi
og vinnum við úr þeim jafnóð-
um. Vonandi verða þeir færri
þegar líður á tímabilið”. Hannes
segir að kvennaboltinn á íslandi
sé orðinn mun skemmtilegri að
horfa á en áður. „Það eru alltaf
einhveijar nýjar stelpur að koma
fram á sjónarsviðið og verður
vonandi áframhald á því. Því
miður er erfitt fyrir minni liðin
eins og okkur að halda í þessar
stelpur þar sem að stærri liðin
bjóða þessum stelpum hitt og
þetta sem að við eigum erfiðara
með að gera. Þar af leiðandi
verður erfiðara fyrir okkur að
halda okkar stelpum og um leið
að nálgast stóru liðin í getu. En
ég held að þetta verði skemmti-
legt mót í báðurn deildum og
lokastaða kemur á óvart’’.
Hörbuxur
stærð S-XXL
kr. 1990,-
($<
alóma
Víkurbraut 62 - sími 426 8711
Félag hjartasjúklinga á Suðurnesjum
AÐALFUNDUR
félagsins verður haldinn fimmtudaginn 5. júní nk.
kl. 20.30 í húsi Iðnsveinafélags Suðurnesja,
Tjarnargötu 7, Keflavík.
Dagskrá
1. venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tækjakaup til sjúkrahússins f tilefni
20 ára afmælis landssamtakanna.
3. Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Félagar, mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin
SUNDNÁMSKEIÐ f KEFLAVÍK
16
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!