Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.05.2003, Side 10

Víkurfréttir - 30.05.2003, Side 10
Allir þeir sem eru á reiðhjóli ættu að vera með viðurkenndan hlífðarhjálm, en lög- um samkvæmt er öllum yngri en 15 ára skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Lögreglan mun á næstunni vera með átak og fylgjast sérstaklega með að þessuni lögum sé ffamíýlgt. Lögreglan mun hafa afskipti af bömum yngri en 15 ára sem eru á reiðhjóli og eru ekki með hlífðarhjálm, taka niður nafn þeirra og heim- ilisfang. Foreldrar þeirra fá síðan sent bréf frá lög- reglunni um þessi afskipti og afrit af bréfinu verð- ur sent til Bamavemdarnefodar. Foreldrar bera ábyrgð á bömum sínum: Foreldrar þurfa að meta hvort að barn þeirra hefor þroska til að nota reiðhjól og hvort að umferðaraðstæður em þannig að þau geti bjargað sér án fylgdar. Al- menna reglan er sú að böm undir 12 ára aldri hjóli aðeins á göngu-og hjólreiðastígum, fyrr hafa þau ekki þann þroska og reynslu sem þarf til að hjóla samhliða bifreiðum. Lögreglan gerði könnun á notkun hlifðarhjálma hjá bömum sem kornu á reiðhjólum í skólann á morgnana og var könnunin gerð dagana 24.-29. apríl s.l. Er skemmst frá því að segja að ástandið er mjög slæmt, fæst börn voru með hlífðarhjálma. Af 88 börnum sem komu á reiðhjóli í skólann vom 53 böm ekki með hjálm eða 60 %. Nokkur atriði sem ber að hafa í huga varðandi hjólreiðahjálma: 1. Allir hjálmar eiga að vera CE merktir sem þýðir að þeir uppfylli lágmarkskröfur um öryggi. 2. Hjálminum eiga að fylgja islenskar leiðbeining- ar 3. Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð, merking sem sýnir stærð hans er inni í honum. 4. Foreldrar þurfa að fylgjast reglulega með að hjálmurinn sé rétt stilltur, hann sitji þétt á höfðinu. 5. Hjálmur í skæmm litum sést best í umferðinni. 6. í kulda er best að nota þunna lambhúshettu eða sérstakar eymahlífar. 7. Hvorki má líma merki eða mála á hjálminn, höggþol getur þá minnkað. 8. Ef börn eru reidd á hjóli er skilyrði að þau séu í sérstöku sæti með hjálm. Hjálmur er höfuðatriði Unglingaráð í Reyl Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. maí sl. að koma á fót Unglinga- ráði Reykjanesbæjar sem skip- að verði formönnum nemenda- félaga grunnskólanna, einum fulltrúa nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og ein- um fulltrúa unglinga 16 og 17 ára sem ekki eru í námi sem fé- Iagsmiðstöðin Fjörheimar mun tilnefna. Forstöðumanni Fjör- heima er falið að starfa með Unglingaráðinu. Tillöguna fluttu Bryndis Hjálm- arsdóttir formaður nemendaráðs Holtaskóla, Kristín Helga Magn- úsdóttir formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, Ingibjörg Osk Erlendsdóttir formaður nem- endaráðs Njarðvíkurskóla og Landhelgisgæslan með sýnikennslu í Keflavík: Öryggísstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli á námskeiðinu í í síðustu viku, en hópurinn lýkur námskeiðinu með prófi. Texti og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson SPRENGJUR SEM VALDA STÓRTJÓNI Idag fór fram sprengjusýn- ing á Varnarliðssvæðinu við KeflavíkurtlugvöII þar sem sprengjudeild Landhelgisgæsl- unnar sýndi öryggisstarfs- mönnum á Keflavíkurflugvelli aileiðingar sprenginga af ýms- um tegundum af sprengjum. Námskeiðið er haldiö af Flug- málastjórn á Keflavíkurflug- velli og er það ætlað fyrir ör- yggisstarfsmenn sem starfa á vegum Sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Arngrím- ur Guðmundsson yfireftirlits- maður Öryggissviðs Flugmála- stjórnar á Keflavíkurflugvelli hefur byggt upp námskeiöið og útbúið námsefni. Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta og að sögn Arngríms er farið yfir bóklega hlutann á fjórum dögum. “í verk- lega hluta námskeiðsins felst þjálfun öryggisstarfsmanna í sprengjuleit með sérstökum röntgenleitarbúnaði.” Arngrímur segir að námskeiðið sé byggt upp samkvæmt kröfom Alþjóðaflug- málastjómarinnar og samtökum flugmálastjórna í Evrópu. „A námskeiðinu er farið í gegnum alla þætti sem tengjast þeirri vinnu sem öryggisstarfsmenn á flugvöllum sinna. Kröfomar em alltaf að verða meiri á þessu sviði Það er mikill kraftur í 100 gr. bréfasprengju. og menn þurfa að ljúka ákveðnu prófi og ná lágmarkseinkunn til að geta hafið störf við öryggis- störf á flugvöllum.” Arngrímur sem hefur lokið námi frá IATA skólanum í Bandaríkjunum þar sem hann útskrifaðist með stjóm- unargráðu í öryggismálum á al- þjóðaflugvöllum segir að Flug- málastjórn á Keflavíkurflugvelli hafi séð urn þjálfun fyrir Flug- málastjóm íslands. „Við höfum séð um þjálfun öryggisstarfs- manna á Reykjavíkurflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Akureyrar- flugvelli.” Hluti af námskeiðinu byggist á verklegri kennslu varðandi sprengjur og sprengiefni og sér Sprengjudeild Landhelgisgæslu íslands um þann þátt námskeiðs- ins. Sigurður Asgrímsson sprengjusérfræðingur Landhelg- isgæslunnar sér um kennsluna og segir hann að farið sé í gegnum ýmis atriði varðandi sprengjuleit og sprengjuhótanir. „Við förum í gegnum hvað beri að varast við sprengjuleit og skoðum stærð sprengja og sprengikraft. Við sýnum eimrig afleiðingar spreng- inga algengra sprengja.” A meðfylgjandi myndum má sjá sprengingar sem framkvæmdar voru af Sprengjudeild Landhelg- isgæslunnar fyrir öryggisstarfs- menn Keflavíkurflugvallar í morgun. 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.