Víkurfréttir - 30.05.2003, Page 19
Baráttusigur
Keflvíkingar sigruðu Breiðablik 2-0 í 2. umferð 1. deildar
karla í knattspyrnu sl. föstudag en leikið var á Kópavogs-
velli. Leikur liðanna einkenndist af mikilli baráttu og þófi.
Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum án þess þó að leika eins
og þeir gera best. Magnús Þorsteinsson skoraði bæði mörk gest-
anna og hefur hann því gert þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjun-
um. Hólmar Örn Rúnarsson spilaði sig inn í U-21 árs landsliðið
með góðri spilamennsku en hann átti þátt í báðum mörkum liðs-
ins með eitruðum sendingum og greinilegt að hann er að koma
sterkur inn í ár.
Með sigrinum tylltu Keflvíkingar sér á topp deildarinnar með 6
stig.
Hólmar Örn Rúnarsson
Magnús Þorsteinsson 'ýý
Haraldur Guðmundsson
Jónas Sævarsson
íþrótta og leikjaskóli
KEFLAVÍKUR
2003
Fyrir straka og stelpur fædd 1992 - 1997
fyrra námskeið 10. júní-1. júlí.
Innritað verður þriðjudaginn 3. og miðvikudaginn 4. júní
í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut 108, kl. 10-16.
Hægt er að velja um að vera kl. 9-12 eða kl. 13-16.
Námskeiðsgjald er kr. 5.000,- og greiðist við innritun.
Ekki hægt að greiða með korti. Systkinaafsláttur
er kr. 1.000,- Vegna mikillar aðsóknar eru foreldrar beðnir um
að skrá börn sín á auglýstum tíma ef þau ætla að tryggja
börnunum vist. Dagskrá verður dreift við innritun.
Nánari upplýsingar í síma 421 3044 og 897 5204.
f.h. aðalstjórnar Keflavíkur
Einar Haraldsson formaður
VI'KURFRÉTTIR 22.TÖLUBU\B FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 19