Fréttablaðið - 25.01.2017, Qupperneq 4
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6
270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 11-15
28. - 29. janúar
FRUMSÝNING
félagsmál „Við erum hér til að
hjálpa heimilislausum á Íslandi.
Við myndum aldrei vilja skaða þá,“
segir Sonul Badiani Hamment, sem
kom með tvö hundruð pelsa frá
dýraverndunarsamtökunum PETA
til að gefa heimilislausu fólki.
Fjölskylduhjálp Íslands deilir út
pelsunum sem eru merktir með
litum.
Er fréttir af þessu bárust í gær
gagnrýndu margir þessa tilhögun.
„Þetta er fyrst og fremst niður-
lægjandi fyrir þann sem ætlar að
gefa þetta. Að ætla að merkja fólk
sem er fátækt,“ sagði Vilborg Odds-
dóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálpar-
starfi kirkjunnar, við Vísi.
.„Mér finnst nú bara núna að þeir
sem eru að stýra eins og velferðar-
kerfinu og slíku eigi að bara að taka
sig til og segja stopp og hingað og
ekki lengra. Við getum ekki verið
að merkja og í rauninni að brenni-
merkja fólk sem er fátækt á þennan
hátt,“ sagði Guðrún Ögmundsdótt-
ir, tengiliður vistheimila, í samtali
við RÚV.
Hefja á útdeilingu pelsanna í dag.
Tryggvi Hansen, sem býr í skóglendi
í útjaðri borgarinnar, fékk þó að
velja sér pels strax í gær og gekk út
með fjögur stykki. Hann setur ekki
fyrir sig að pelsarnir séu merktir.
„Mér finnst þetta allt í lagi per-
sónulega. Þeir sem fíla þetta ekki
sleppa því bara að taka pelsana,“
segir Tryggvi. Hann hafi ekkert á
móti því að auglýsa dýraverndunar-
sjónarmið. „Og ég er ekkert stress-
aður yfir því að teljast vera fátækur,
ríkidæmi er bara hreint djók.“
Sonul Badiani Hamment segir
einu ástæðuna fyrir því að merkja
pelsana eindregna afstöðu PETA
gegn grimmd í pelsaiðnaðinum.
„Við merkjum þá til að tryggja að
ekki sé hægt að græða á þeim en að
þau dýr sem hafa dáið fyrir þessa
pelsa geti komið að góðum notum
fyrir fólk sem þjáist í kuldanum á
Íslandi,“ segir Sonul.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, starf-
andi formaður hjá Fjölskylduhjálp-
inni, segist undrast gagnrýni sem
fram hafi komið og nefnir sérstak-
lega ákall Guðrúnar Ögmundsdótt-
ur um að þeir sem stýri velferðar-
kerfinu „segi stopp“ vegna málsins.
„Mér finnst eins og Guðrún sé
að hóta okkur,“ segir Ásgerður.
Fjölskylduhjálpin sé langstærstu
hjálpar samtökin í matargjöfum á
Íslandi. Þau séu rekin án yfirbygg-
ingar. „Það virðist fara afskaplega
í taugarnar hjá ráðafólki hjá borg-
inni. Það er skrítið hvað vinstri
vængurinn hefur á móti okkur. Allt-
af ef hægt er að gagnrýna okkur þá
er það gert.“
Sonul Badiani Hamment segir
mjög auðvelt að sjá neikvæðar
hliðar á hlutum.
„Þetta hefur ekkert að gera með
það að draga fólk í dilka eða slíkt.
Við óskum þess eins að fólk geti séð
það góða í öðrum og það góða sem
við erum að reyna að gera.“
Gunnar Árnason gerði Tryggva
félaga sínum viðvart um pelsana
og ók honum í Fjölskylduhjálpina.
„Hann Tryggvi er ekkert eini
maðurinn á Íslandi sem býr ekki í
húsi. Ef þetta fólk má ekki hlýja sér
á þessum minkum þá á ég ekki til
orð lengur,“ segir Gunnar.
Auk pelsanna sem Tryggvi fékk
var fimm pelsum ráðstafað strax
í gær, þar af fóru þrír til félagsins
Villikatta sem hyggst nota þá í búr
fyrir dýrin. gar@frettabladid.is
Sama um gagnrýni á merkta PETA-pelsa
Gagnrýnendur segja útdeilingu Fjölskylduhjálpar Íslands á pelsum frá dýraverndunarsamtökunum PETA vera brennimerkingu á heim-
ilislausum. Þeir sem fíla þetta ekki sleppa því bara að fá sér pels, segir útilegumaðurinn Tryggvi Hansen sem fékk fjögur stykki í gær.
Sonul Badiani Hamment frá PETA og Tryggvi Hansen sem fékk fjóra pelsa í gær.
FréTTABlAðið/VilHElm
„ég er ekkert stressaður yfir því að teljast vera fátækur,“ segir Tryggvi Hansen.
FréTTABlAðið/VilHElm
Ef þetta fólk má
ekki hlýja
sér á þessum
minkum þá á
ég ekki til
orð lengur.
Gunnar Árnason
Trúmál Íslenska þjóðkirkjan íhug-
ar að stefna ríkinu fyrir vangoldin
sóknargjöld. Telur þjóðkirkjan sig
hlunnfarna og ríkið seilast ofan í
vasa kirkjunnar af mikilli hörku.
Telur þjóðkirkjan sig vanta hundr-
uð milljóna króna inn í reksturinn.
Þetta kemur fram í fundargerð
Kirkjuráðs.
Eftir efnahagshrunið árið 2008
voru sóknargjöld skorin niður til
kirkjunnar. Sóknargjald er reiknað
út frá meðaltekjuskattstofni og var
síðast gert árið 2009. Þrátt fyrir
hækkun meðaltekjuskattstofnsins
hefur sóknargjaldið ekki hækkað.
Því innheimtir ríkið sóknargjald
af þegnum sínum en skilar aðeins
hluta af gjaldinu til kirkjunnar að
mati Agnesar Sigurðardóttur, bisk-
ups Íslands. Brást hún við því með
að senda prestum bréf.
„Kirkjan lét þetta yfir sig ganga en
fljótlega kom í ljós að gengið hafði
verið miklu lengra gagnvart henni
og öðrum rétthöfum sóknargjald-
anna heldur en gagnvart öðrum
sem sættu skerðingu á framlögum
á fjárlögum og í raun var ekki hægt
að lýsa þessu öðruvísi en sem aðför
að kirkjunni vegna þess hversu sér-
tæk og íþyngjandi þessi aðgerð var,“
segir í bréfi forseta og framkvæmda-
stjóra kirkjuráðs.
Ítrekaði biskup í orðsendingu
til presta þann 22. desember og
bað þá að senda öllum nefndar-
mönnum í efnahags- og viðskipta-
nefnd þingsins bréf og skora á
þá að auka fé til kirkjunnar. Um
fimm hundruð tölvupóstar bárust
nefndarmönnum þennan daginn
frá vígðum prestum sem og sóknar-
nefndarmönnum vítt og breitt um
landið.
„Siðmennt hefur alltaf verið
á móti sóknargjaldafyrirkomu-
laginu fyrir trú- og lífsskoðunar-
félög. Félagið telur að félagsmenn
eigi sjálfir að greiða félagsgjöld
til þeirra til þess að standa undir
rekstri,“ segir Bjarni Jónsson,
framkvæmdastjóri Siðmenntar,
og bendir á að frá árinu 1988 hafa
sóknargjöld numið 74 milljörðum
króna á verðgildi ársins 2014. .- sa
Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni
Í raun var ekki hægt
að lýsa þessu
öðruvísi en sem aðför að
kirkjunni vegna þess hversu
sértæk og
íþyngjandi
þessi aðgerð
var
Úr bréfi Agnesar
Sigurðardóttur, biskups
og forseta Kirkjuráðs
2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a g U r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a Ð I Ð
2
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:1
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
A
-9
A
B
0
1
C
0
A
-9
9
7
4
1
C
0
A
-9
8
3
8
1
C
0
A
-9
6
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K