Fréttablaðið - 25.01.2017, Síða 9

Fréttablaðið - 25.01.2017, Síða 9
Framkvæ mdastjóri L and ­verndar beinir því til nýrrar ríkisstjórnar að kanna „hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskor­ anir ferðaþjónustunnar“. Ráðherr­ ar hljóta að spyrja kontóristann á móti hvernig þeir kranar skuli líta út sem hann vill setja upp á Kefla­ víkurflugvelli og Seyðisfirði og skrúfa frá eða fyrir eftir atvikum til að fjölga eða fækka ferðamönnum. Auðvitað er þetta þvæla eins og margt annað sem kemur úr þessari átt. Í sömu grein í Fréttablaðinu, 18. janúar 2017, rekur framkvæmda­ stjórinn hnýflana í uppbyggingar­ áform okkar hjá Fannborg ehf., félaginu sem annast ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum. Fram kemur að hann hefur komið sér upp skammar frasanum „láglendis­ væðingu hálendisins“ til tala niður starfsemi okkar og annarra sem reka ferðaþjónustu á hálendinu og þekkja best þarfir og óskir við­ skiptavina og hvernig skuli upp­ fylla þær. Við viljum einfaldlega skapa gestum okkar sómasamlegar aðstæður til að sofa, borða og fara á snyrtingu. Slíkum frumþörfum telur Landvernd að fólk eigi að sinna á láglendi, takk fyrir! Landvernd reynir að bregða fyrir okkur fæti og eyðileggja áform um að reisa gistihús í Kerlingar­ fjöllum. Með framkvæmdinni er brugðist við eftirspurn og álagi sem fylgir fjölgun ferðamanna. Við færum ferðaþjónustuna í áföngum undir eitt þak í nýju húsi á tveimur hæðum og hverfum jafnframt frá rekstri smáhýsa. Þetta gerist á skipulögðu þjónustusvæði í þröng­ um dal í útjaðri Kerlingarfjalla og stuðlar að umhverfisvænni og öflugri, sjálfbærri starfsemi. Land­ vernd hefur sterkar skoðanir á útliti gistihússins en hefur ekki vikið að lykilatriðum á borð við kolefnisfót­ spor eða sjálfbærni í þráhyggjuat­ lögum sínum að áformum okkar og framkvæmdum. Rétt er samt að nefna að Landverndarmenn ráð­ lögðu okkur að byggja eitthvað sem líktist veiðihúsum í Afríku og kváðust geta réttlætt að víkja frá umhverfisviðmiðum ef hönnuð væru hús sem væru þeim að skapi! Fannborg ehf. hóf framkvæmdir við fyrsta áfanga gistihúss í Ásgarði og fór í einu og öllu eftir lögum og reglum við undirbúninginn. Til­ skilið var að meta umhverfisáhrif framkvæmdanna í heild sinni þegar farið væri í næsta áfanga. Þannig úrskurðaði Skipulagsstofn­ un og vísaði til umsagna sex aðila af sjö þar sem ekki var talin þörf á mati á umhverfisáhrifum strax. Sá sjöundi vildi íhuga að meta umhverfisáhrifin strax við fyrsta áfanga. Til þeirrar umsagnar vísaði Landvernd í kæru sinni og kröfu um að framkvæmdir skyldu stöðv­ aðar og umhverfisáhrifin metin. Aðrar umsagnir skiptu samtökin ekki máli, þau tíndu bara þann mola úr boxinu sem hentaði þeim og bragðaðist best. Hefði getað haft bein áhrif Reyndar var það svo að við höfð­ um hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum þegar Land­ vernd kærði og það vissu Land­ verndarmenn en kærðu samt. Í þessu ferli buðum við samtökunum að koma að málinu með því að fá upplýsingar og taka þátt í verk­ stýringu mats á umhverfisáhrifum. Þannig hefði Landvernd getað haft bein áhrif á umfang og eðli matsins. Nei, Landvernd hafnaði boðinu með þeim skýringum að þá myndu samtökin síður geta kært það sem þeim kynni að mislíka í verkefninu! Reyndar mátti skilja á formanni Landverndar í útvarpsviðtali á dög­ unum að kæruvaðallinn væri mark­ mið í sjálfu sér. „Þannig reynum við að láta finna fyrir okkur“ og „stugga við kerfinu“, sagði hann orðrétt. Aðstandendur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum hafa háleit mark­ mið í umhverfis­ og landverndar­ málum og framfylgja þeim ákveðið. Við lítum til þess með stolti að hafa á síðustu árum lagt um 2.000 dags­ verk í umhverfistengd verkefni: slóðagerð, merkingu gönguleiða og viðhald. Þá höfum við hreinsað rusl meðfram Kjalvegi og fjarlægt girðingarleifar á Hrunamanna­ afrétti. Við leggjum metnað okkar í að ganga vel um landið og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við göngum hart fram gegn utanvegaakstri af öllu tagi, kærum alvarleg brot til lögreglu en veitum öðrum áminningu. Við undanskilj­ um engan í þeim efnum, ekki held­ ur framkvæmdastjóra Landverndar sem ók út fyrir veg á Kjalarsvæðinu sumarið 2016 í vettvangsferð vegna kærumála samtakanna í tilefni af framkvæmdum þar. Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann. Aðfinnslu minni var vel tekið og hann sá að sér en þarna rifjaðist upp að óskiljanlegt andóf Landverndar gegn endur­ bótum á hálendisvegum getur við ákveðnar aðstæður leitt til þess að menn sjá sér hag í því að aka út fyrir vegslóðana og hugsa ekki um afleiðingarnar. Hin kæruglaða Landvernd Halldór Kvaran stjórnarformaður Fannborgar ehf. Við viljum einfaldlega skapa gestum okkar sómasamlegar aðstæður til að sofa, borða og fara á snyrtingu. Slíkum frumþörfum telur Land- vernd að fólk eigi að sinna á láglendi, takk fyrir! Það verður að segjast að öfgar, fúsk og ófagleg vinnubrögð hafa á síðari tímum einkennt framgöngu Landverndar í vaxandi mæli. Nýleg undirskriftasöfnun sýnir að meira að segja stuðningur eigin félags­ manna við framgöngu forystu sam­ takanna er takmarkaður. Ímynd Landverndar er verulega löskuð og fleiri og fleiri líta nú á hana sem öfgasamtök. Vonandi að breyting verði þar á og stjórn Landverndar endurstilli kompásinn. INNKÖLLUN HLUTABRÉFA Stjórn Gámaþjónustunnar hf., kt. 410283-0349, hefur ákveðið að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Rafræn skráning tekur gildi 30. apríl 2017, kl. 9:00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi ákvæði laga um rafræna eignaskráningu verð- bréfa. Öll hlutabréf í félaginu verða tekin til rafrænnar skráningar. Hlutabréfin eru öll í einum flokki, gefin út á nafn og kennitölu hluthafa. Við rafræna útgáfu hlutabréfanna er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Greiði Gámaþjónustan hf. arð á komandi árum verður það gert í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Hér með er skorað á alla eigendur framangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á að eignahald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Gámaþjónustunnar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til Bernharðs Hreinssonar, skrifstofustjóra félagsins á skrifstofu félagsins að Berghellu 1, Hafnarfirði eða með tölvupósti á netfangið bernhard@ gamar.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til framan- greindra hlutabréfa, svo sem veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf., innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verður send skrifleg tilkynning þar sem framan- greint er kynnt. Stjórn Gámaþjónustunnar hf. Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin/Otrivin Junior/Otrivin Comp/Otrivin Menthol nefúði, lausn. Inniheldur Xýlómetazólínhýdróklóríð. Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Otrivin-Andadu-5x10-2016.indd 1 30.12.2016 11:43 s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 9M i ð V i k u D A G u R 2 5 . j A n ú A R 2 0 1 7 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 A -9 A B 0 1 C 0 A -9 9 7 4 1 C 0 A -9 8 3 8 1 C 0 A -9 6 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.