Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 25.01.2017, Qupperneq 38
„Goðsagnir er ljósmyndasýn- ing og skúlptúrsýning í senn, þetta eru sem sagt ljósmyndir sem teknar eru af skúlptúrum,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa Guðnadóttir sem vann skúlptúra sýningar sinnar í Dublin þar sem hún hafði vinnupláss hjá MART Gall- ery í október í fyrra. „Verkin í þessari seríu eru öll unnin í pappamassa sem er mikið uppáhaldsefni hjá mér þessa dagana. Pappamassinn er ákaflega klunnalegt efni og ómeðfærilegt, en það er það sem er það besta við hann. Þá verða verkin að einhverju leyti til af tilviljun. Það er líka af hálfgerðri tilviljun að ég skuli vera að sýna ljósmyndir, en það hef ég aldrei gert áður. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að flest verkin brotn- uðu á leiðinni aftur til Íslands.“ Auður kveðst hafa mikinn áhuga á sögu, antík og skraut- munum og byggir sýninguna á þeim áhuga. „Skúlpt úrarnir eru allir á stærð við styttur sem væru til skrauts í glugga. Myndefnið er sígilt; svanur, naktar konur, hermenn á hestbaki og tígrisdýr. Fígúr- urnar eru svo ljósmyndaðar á greinandi hátt, eins og minjar á safni,“ ú t s k ý r i r Auður. Auður Lóa segir f e r l i ð vi ð a ð vinna sýningu sem þessa vera bæði skemmtilegt og krefj- andi. „Það sem er auðvitað langskemmtilegast að vinna í stúdíóinu er að búa til listaverkið sjálft. Uppsetning s ý n i n g a g e t u r reynst flókin og mikill tími fer í mjög ólist- rænt, praktískt ferli, svo sem að spartla, skrifa texta og tölvupóst, ferja hluti milli staða, kannski ryksuga og kaupa vín fyrir sýningargesti. Það er ekki mikill glamúr í því. En í heildina hefur verið mjög skemmtilegt að setja upp þessa sýningu, enda reka þau Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhanns Plássið af mikilli fagmennsku,“ segir Auður. Þess má geta að sýningin verður opnuð á morgun, 26. janúar, í Plássi. Verk Auðar verða svo til sölu á sölu á vef Listaverkasölunnar www.lista- verkasalan.com. gudnyhronn@365.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 512 5000. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Gunnarsdóttir Hjallalundi 22, Akureyri, lést 12. janúar á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. janúar kl. 13.30. Rögnvaldur Reynisson Kolbrún Á. Ingvarsdóttir Erna Lind Rögnvaldsdóttir Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir Viktor Atli Ernuson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ingigerðar Þórðardóttur sem lést 11. janúar og var jarðsett í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Ljósheima fyrir hlýju og góða umönnun. Börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Ingólfsdóttir Fornhaga 21, Reykjavík, lést 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts Þórdísar. Ingólfur Teitur Garðarsson Margrét Unnur Kjartansdóttir Stefán Konráðsson Sigríður Elsa Kjartansdóttir Harald Unnar Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þórarinn Eyþórsson Hólmatúni 1, Álftanesi, lést fimmtudaginn 19. janúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 30. janúar klukkan 13.00. Sigríður Eiríksdóttir Björg Eyjólfsdóttir Sigurður H. Sigurz Erna Þórarinsdóttir Hróðmar G. Eydal Hrefna Þórarinsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Jón Haukdal Þorgeirsson vélstjóri frá Haukadal í Dýrafirði, bjó lengst af á Skagaströnd, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugar- daginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 2. febrúar kl. 13. María Þ. Haukdal Ívar Þórarinsson Kolbrún M. Haukdal Þorvaldur Hauksson Særún Haukdal Þórarinn Eggertsson Böðvar Haukdal Fjóla Sigþórsdóttir Anna Haukdal Brynjar Víkingsson Jóna B. Haukdal Reynir Þórarinsson Þorgeir L. Haukdal Þórunn Þorláksdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elísabet Einarsdóttir frá Reykjadal, Hrunamannahreppi, síðast til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík, lést 16. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Bragason Bára Bragadóttir Baldur Þór Bragason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Sveinsdóttir Kambastíg 2, Sauðárkróki, áður Hólum í Fljótum, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð fimmtudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 27. janúar kl. 14. Karl Líndal Baldursson Miriam Thurno Baldursson Borgþór Baldursson Sigrún Þórhallsdóttir Hermann V. Baldursson Anna Þóra Guðmundsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Ingibjörg Þorvarðardóttir frá Belgsholti, sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi laugardaginn 21. janúar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 26. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð barna Sigursteins Gíslasonar, reikningur 0552-14-408888, kt. 590112-0110, eða hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Birna Þorsteinsdóttir Borgarbraut 65a, áður Þorsteinsgötu 12, Borgarnesi, andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 11. Guðrún Fjeldsted Guðjón Guðlaugsson Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir Halldór Guðni Guðlaugsson Guðrún Birgisdóttir og fjölskyldur. Ástkær vinur okkar og frændi, Erlendur Árnason lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 8. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. F.h. aðstandenda, Katrín Gunnarsdóttir Johnson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Þórarinsdóttir Kastalagerði 6, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 19. janúar 2017. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjálparsveit skáta í Kópavogi eða líknarstofnanir. Haukur Steingrímsson Tómas Hauksson Alda María Magnúsdóttir Steingrímur Hauksson Guðrún Jónsdóttir Hjörtur Þór Hauksson Dagný Guðmundsdóttir Sverrir Davíð Hauksson Birna Guðmundsdóttir Einar Kristinn Hauksson Eyrún Anna Felixdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Flest verkin brotnuðu Það er listakonan Auður Lóa Guðnadóttir sem byrjar árið í sýningarrýminu Plássi með sýningu sinni Mythologies, eða á íslensku Goðsagnir, en Pláss er nýtt sýningarrými vefverslunarinnar Listaverkasölunnar. Auður Lóa útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015. FréttAbLAðið/SteFán tígrisdýrið er í ákveðnu uppáhaldi hjá Auði. Pappamassinn er ákaflega klunnalegt efni og ómeðfærilegt. 2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r14 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð tímamót 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 A -8 6 F 0 1 C 0 A -8 5 B 4 1 C 0 A -8 4 7 8 1 C 0 A -8 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.