Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 1

Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 1
Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Tveir menn voru handteknir í gær- morgun í tengslum við rannsókn setts saksóknara á morði Guðmund- ar Einarssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins hefur embætti setts saksóknara yfir málinu undir höndum nýjan vitnisburð í tengslum við málið og var hann talinn gefa til- efni til að handtaka mennina tvo. Vegna rannsóknarhagsmuna voru mennirnir hand- teknir og yfir- heyrðir hvor í sínu lagi, til að koma í veg fyrir að þeir gætu sam- hæft vitnisburði sína. Mennirnir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður og afplánað refsi- dóma. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur lögreglan heimild til að handtaka mann ef rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, til að tryggja návist viðkomandi eða ör- yggi hans eða annarra eða til að koma í veg fyrir að sá sem í hlut á spilli sönnunargögnum. Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari endurupptöku Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar, vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur sást síðast 1974 Morðið á Guðmundi Einarssyni er hluti af hinu víðfeðma Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Tilkynnt var um hvarf Guðmundar hinn 29. janúar ár- ið 1974. Síðast sást til hans eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnar- firði tveimur dögum áður. Lögreglan lýsti eftir Guðmundi í fjölmiðlum og hóf leit ásamt Slysavarnafélagi Ís- lands. Leit skilaði engum árangri. Síðast sást til Geirfinns hinn 19. nóv- ember árið 1974, en hann hafði mælt sér mót við óþekktan mann í Kefla- vík. Hópur ungmenna var síðar fundinn sekur um morðin á Guð- mundi Einarssyni og Geirfinni Ein- arssyni. Málið er nú á borði endurupptöku- nefndar eftir að endurupptökubeiðni var lögð fram í kjölfar skýrslu nefnd- ar sem innanríkisráðherra skipaði til að fara yfir rannsókn og málsmeð- ferð Guðmundar- og Geirfinnsmáls- ins. Í niðurstöðum skýrslunnar sagði að veigamiklar ástæður væru fyrir því að taka málin upp að nýju. Handteknir vegna Guðmundar Guðmundur Einarsson  Tveir menn handteknir og færðir til skýrslutöku vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins frá 1974 M I Ð V I K U D A G U R 1 5. J Ú N Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  138. tölublað  104. árgangur  FER MEÐ FÓLK Á MÓTORHJÓLUM TIL VÍETNAMS RADIOHEAD MÆTA MIKILVÆGT AÐ FÓLK TAKI VIÐ ARFINUM TÓNLISTARHÁTÍÐIN SECRET SOLSTICE 30 ÞJÓÐLISTAHÁTÍÐ Á AKUREYRI 31EIRÍKUR KÚLD 12 Íslenska landsliðið í knattspyrnu sýndi frækna frammistöðu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Portúgala. Birkir Bjarnason skoraði íslenska markið af stuttu færi á 50. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Jóhanns Berg Guðmundssonar og tryggði liðinu fyrsta stigið á mótinu. Leikurinn fór fram í frönsku borginni Saint-Étienne en þangað hafa fjölmargir Íslendingar lagt leið sína. Íslenski hóp- urinn málaði borgina bláa fyrir leik en stuðningsmenn portúgalska liðsins voru ekki síður áberandi í sínum rauðu bún- ingum, en vel fór á með stuðningsmönnum liðanna. Eftir mark Birkis tókst íslenska liðinu að halda út gegn Cristiano Ronaldo og fé- lögum hans í portúgalska liðinu sem létu íslensku leikmennina ergja sig með bar- áttugleði sinni. Alfreð Finnbogason kom AFP Stórbrotið Íslenska liðið þurfi að hafa fyrir jafnteflinu gegn Portúgal, en mark Birkis Bjarnasonar var stórkostlegt á alla vegu. Hér fagnar hann með liðsfélögum sínum eftir að hafa skorað. Frábær úrslit í fyrsta leik  Ísland gerði jafntefli við Portúgal 1-1 í ótrúlegum leik þar sem íslenska liðið sýndi mátt sinn og megin inn á undir lok leiksins og komst í gott færi sem markvörður Portúgala varði. Portúgalar reyndu síðan að knýja fram sigur á lokamínútunum en án árangurs. Næsti leikur liðsins er gegn Ungverjum í Marseille á laugardaginn. » 4, 6, 18 og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.