Morgunblaðið - 15.06.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.06.2016, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þegar Birkir Bjarnason skoraði mark Íslands í gær kom höggbylgja af fögnuði yfir Ingólfstorg. Um leið og allir á torginu uppgötvuðu að hann væri aleinn og yfirgefinn á fjærstönginni datt allt í dúnalogn. Það heyrðist bara ekki neitt. Tíminn stóð í stað. Og svo skaut norðanmað- urinn að marki og inn fór boltinn. Það fór allt í háaloft á torginu og blá- ókunnugt fólk faðmaðist og fagnaði saman. Hvílíkur fögnuður. Hvílík stund. Undir lokin þegar Ronaldo fékk aukaspyrnuna og hún var svo færð nær þá heyrði maður svartsýnina víða um torg. En inn fór boltinn ekki og dómarinn flautaði af. Það gjör- samlega trylltist allt. Jafnteflinu var fagnað sem sigri. Skjárinn hærra uppi í Portúgal Portúgalskir stuðningsmenn hitt- ust á torginu og töluðu um að í Lissabon væri skjárinn hærra uppi. Hópurinn þekktist ekki en menn sögðu að þegar Portúgalar væru að spila á stórmóti þá kæmu allir sam- an að hvetja. Ekki var að sjá að þeir færu í taugarnar á mörgum stuðn- ingsmönnum þó að margir hafi litið í áttina að hópnum þegar Nani skor- aði. Bíósalur fyrir tvo Það voru fáir með vesen á Ingólfs- torgi ef einhverjir. Nokkrir reyndu að sjá betur með því að klifra upp á þök. Lögreglan kom skömmu síðar og rak fólkið niður. Það hefði vel verið hægt að halda EM-torgið á stærri stað ef hann væri til, slíkur var fjöldinn. En ekki voru þó allir að horfa á leikinn. Stelpurnar í Laugarásbíói þurftu að afgreiða og þar voru nokkrir mættir. „Það er enginn í bíói sem þýðir að við fáum salinn fyrir okkur. Maður fær að heyra allt um leikinn í vinnunni,“ sögðu þeir Rútur Óskars- son og Stefán Kári Atlason sem voru að fara að sjá myndina Warcraft. Morgunblaðið/Ófeigur Þétt setið Ingólfstorg rúmaði ekki mikið fleiri og brugðu margir á það ráð að reyna að finna stað uppi á þaki Hlöllabáta. Lögreglan var þó fljót að koma og reka gesti niður. Fjör Frá vinstri: Lilja, Eyþór, Sólveig, Gunnar og Aníta voru límd við skjáinn á Hrafnistu. Tryllt Ofboðsleg fagnaðarlæti brutust út þegar flautað var til leiksloka. Eitt stig þegar komið í hús á EM. Bíómenn Rútur Óskarsson og Stefán Kári Atlason fóru í Laugarásbíó klukkan 20 að sjá myndina Warcraft. Allir að horfa Umferð var lítil þegar leikurinn stóð yfir. Séð yfir Laugardalinn þegar klukkan var rúmlega 20. Yndislegt á Ingólfstorgi  Höggbylgja af fögnuði þegar Birkir jafnaði  Sumir fóru að sjá bíómynd Áfram Portúgal Þónokkrir Portúgalar komu á Ingólfstorg til að styðja sitt lið og vöktu athygli. EM Í FÓTBOLTA KARLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.