Morgunblaðið - 15.06.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Grunnskólakenn-
arar funduðu í
húsnæði ríkis-
sáttasemjara í
gær og lögðu
grundvöll að
samningaviðræð-
um við samninga-
nefnd sveitarfé-
laga, en kennarar
felldu nýjan
kjarasamning í
atkvæðagreiðslu þann 9. júní sl.
Að sögn Ólafs Loftssonar, for-
manns Félags grunnskólakennara,
greina kennarar nú stöðuna og
skipuleggja næstu skref í deilunni.
„Við erum að reyna að átta okkur á
því hvaða þættir það eru sem hvor
aðili telur að geti komið til greina að
breyta. Það er greiningarvinna í
gangi má segja,“ segir Ólafur. „Við
höldum þessu áfram og reynum að
átta okkur á því hver staðan er. Við
þurfum að breyta einhverju og þá
þarf að bæta einhverju öðru við og
breyta. Það eru ákveðin svæði sem
við getum náð saman um og það eru
breytingarnar sem rætt er um. Þeg-
ar við höfum greint þau svæði getum
við sest niður og þá munu hinar eig-
inlegu viðræður taka við. Við erum
ekki komin þangað en erum að kom-
ast þangað,“ bætir Ólafur við.
Aðspurður um næstu skref segir
Ólafur að grunnskólakennarar muni
hittast að nýju á morgun og halda
áfram greiningarvinnu. „Við tökum
stöðuna þá aðeins og svo sjáum við
til hvernig þetta þróast,“ segir Ólaf-
ur og bætir við að kennarar séu von-
góðir um að lausn finnist sem fyrst.
Grunnskólakenn-
arar funda áfram
Ólafur
Loftsson
Búa sig undir samningaviðræður
Félag íslenskra
flugumferðar-
stjóra og Samtök
atvinnulífsins
héldu samninga-
viðræðum sínum
áfram í gær án
þess að lausn
fyndist á deilunni,
en fundurinn stóð
frá kl. 13 til 16.
„Við erum að
skoða málið og munum reyna að
klára þetta fyrir 24. júní. Það er
markmiðið,“ segir Sigurjón Jónas-
son, formaður Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra. Hann segir félags-
menn vera nokkuð vongóða um
framhaldið. „Það er engin ástæða til
að vera svartsýnn, en hvort þetta
tekst vitum við ekki ennþá. En menn
eru að tala saman og það er mjög já-
kvætt,“ segir Sigurjón.
Samningaviðræður munu halda
áfram kl. 14 í dag. agf@mbl.is
FÍF og SA
funda í dag
Sigurjón
Jónasson
Vertu upplýstur!
blattafram.is
ÞÚ ERT LÍKLEGRI
TIL AÐ GRÍPA INNÍ
EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU
Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Sumarbolir
Verið velkomin
TAX FREEaf öllum snyrtivörum út júní
Glæsilegt úrval sumarbola
Túnikur • Kvartbuxur • Pils
Leggings • Slæður • Töskur
Vinsælu velúrgallarnir margir litir
Stærðir S-XXXXL
Bonito ehf. | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2878
Opið mán. og mið. 11-17, þri. og fim. 11-15, fös. 11-14, lokað laugardaga.
Opið í dag til kl. 18.00
Lokað 16.-20. júní
Fallegu
17. júní fötin
fást hjá okkur
30-70%
afsláttur
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is og facebook.com/laxdal.is
SUMARBUXUR
FYRIR ALLAR
KONUR