Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
IB ehf • Fossnes 14 • 800 Selfoss • ib.is
Sími 4 80 80 80
• Varahlutir • Sérpantanir
• Aukahlutir • Bílasala
• Verkstæði
Bílar til afhendingar í maí
Nánari uppl á Facebook síðu IB ehf
Ford F350 Lariat
Ford F350 Lariat
GMC 3500 All Terrain
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Ég lærði sögu í háskólanumog er núna í meistara-námi í framhaldsskóla-kennsluréttindum sem
sögukennari. Ég hef óbilandi áhuga
á sögu og ferðalögum sem tvinnast
mikið saman. Eftir að ég tók mótor-
hjólaprófið þá vaknaði nýr áhugi hjá
mér, að nota mótorhjól sem ferða-
máta,“ segir Eiríkur. Ævintýra-
mennska hefur einkennt líf hans síð-
astliðin ár en hann hefur tekið sér
ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíð-
ina. Eiríkur hefur til að mynda verið
kennari í leik- og grunnskóla, bæði
hér á landi og í Kína, stuðnings-
fulltrúi á meðferðarheimili, spilað
knattspyrnu með FH og nú síðast
verið leiðsögumaður fyrir erlenda
ferðamenn um söguslóðir Reykjavík-
ur sem hann gerir enn. Eiríkur á
mörg ferðalög á mótorhjóli að baki
og stendur efst upp úr annars vegar
ferðalag niður Víetnam endilangt og
hins vegar Suður-Kína og Myanmar.
„Þetta byrjaði eftir að ég út-
skrifaðist úr framhaldsskóla, þá fóru
ég og vinur minn í þessa týpísku
Evrópureisu þar sem við keyptum
okkur lestarmiða sem var opinn í sex
vikur. Þarna fékk maður tilfinningu
fyrir því hvað það er gaman að
ferðast og sjá nýja hluti á hverjum
degi, ráða ferðinni sjálfur og vera
frjáls,“ segir Eiríkur.
Áhugamál sem
varð að ástríðu
Þegar hann lauk BA-gráðu í
sagnfræði í Háskóla Íslands var
komið að næstu ferð. „Ég fór til Suð-
austur-Asíu með tveimur vinum mín-
um. Við ákváðum að kaupa okkur
mótorhjól í Víetnam og tókum mán-
uð í að hjóla frá norðri til suðurs.
Þetta eru á bilinu 1.700-1.800 kíló-
metrar, semsagt aðeins meira en
hringvegurinn á Íslandi. Ég var eini
með mótorhjólapróf og var búinn að
vera að ferðast mikið hérna heima og
var að fá þessa dellu, en það var ekki
fyrr en eftir þetta ferðalag sem ég
uppgötvaði mótorhjól sem ferða-
máta. Það er svo mikið frelsi sem
fylgir því að vera ekki þessi týpíski
ferðalangur sem er bundinn við tíma
á rútu, lest eða flugvél.“
Eiríkur segir að þeir félagarnir
hafi upplifað Víetnam á einstakan
hátt, en mótorhjól eru ekki leyfð á
helstu þjóðvegum landsins. „Við
þurftum að keyra á svokölluðum B-
og C-vegum, sem eru frekar lélegir
drullu- og malarvegir. Við fórum því
út fyrir hina týpísku ferðamanna-
staði en það er það sem við vorum að
leitast eftir. Þetta var svo ekta og
okkur fannst það svo geggjað, mat-
urinn, lyktin og jafnvel ruslið á göt-
unum, þetta var allt þess virði.“
Þegar inn í borgirnar sjálfar var
komið, eins og Hanoi í norðri og Sai-
gon í suðri, lýsir Eiríkur umferðinni
á hinn bóginn sem hálfgerðri mar-
tröð. „Ég man eftir því að þegar ég
hjólaði inn í Saigon tók það okkur um
fjóra tíma að komast inn í borgina.
Þegar ég kom inn í risastórt hring-
torg breyttist umferðin í hálfgerða
fiskitorfu og ég endaði innarlega í
torginu en vinir mínir utarlega. Ég
varð viðskila við þá og fylgdi fiski-
torfunni og það tók mig marga
Öðlast ólýsanlegt
frelsi á mótorhjólinu
Ferðalög, saga og mótorhjól eru þrjú helstu áhugamál Hafnfirðingsins
Eiríks Viljars Hallgrímssonar Kúld. Honum hefur nú tekist að sameina
þetta þrennt með því að þræða fáfarna vegi í Asíu þar sem hann lenti í
hinum ýmsu ævintýrum þar sem skæruliðar í hengirúmum, munkar og
matarást koma meðal annars við sögu. Eiríkur ætlar nú að nýta reynslu
sína í að leiða íslenska ferðalanga um Víetnam á mótorhjóli næsta haust.
Fegurð Bagan hofin í Myanmar eru stórbrotin. Eiríkur lenti í ýmsum æv-
intýrum í Myanmar og eyddi meðal annars einni nótt í munkaklaustri.
Alvöru klæðnaður „Ég hef ekki oft orðið ástfanginn, en þegar ég sá þetta
vesti á markaði hér í Myanmar hugsaði ég „Vá! Ég verð að eignast það.““
Kramhúsið stendur fyrir sumarnám-
skeiði fyrir skapandi krakka sem verð-
ur ævintýri líkast. Magga Stína, Aude
Busson og Ásrún Magnúsdóttir hafa
umsjón með námskeiðunum en allar
hafa þær kennt í Kramhúsinu áður og
eru þekktar úr lista- og menningarlíf-
inu. Magga Stína starfar sem tónlist-
arkona og sá meðal annars um tónlist-
arleikhúsið fyrir 5-9 ára börn við
góðar undirtektir í vetur.
Á námskeiðinu verður ævintýra-
heimur skapaður út frá texta og hug-
arflugi þátttakenda. Leitast verður við
að ljúka upp dyrum í heimi hljóða og
tóna á fjölbreyttan og áþreifanlegan
hátt. Unnið verður að gerð tónverka
og skoðuð áhugaverð hljóðfæri úr
óvæntum áttum. Ómælisdjúp eigin
sköpunarkrafts verður kannað þegar
tónlistin kallar fram hreyfingu og
dansinn fer á flug. Einnig verður farið í
vettvangsferðir til að kynnast hverfinu
og finna sviðsetningu fyrir ævintýrið.
Hver dagur hefur sitt þema og til-
kynnt verður í lok hvers dags hvert
næsta þema er. Börnin fá frjálst og
skapandi flæði með leiðsögn og semja
sjálf verkið sem þau sýna foreldrum í
lok vikunnar. Námskeiðin eru vika í
senn og vikurnar eru 20.-24. júní og
27. júní-1. júlí, að báðum dögum með-
töldum. Nánari upplýsingar má nálg-
ast á www.kramhusid.is.
Ævintýri, leikur og dans í Kramhúsinu í sumar
Sumargleði Magga Stína mun kenna börnum að skapa í sumar í Kramhúsinu.
Skapandi námskeið fyrir börn
Fróðleiksþyrstir plöntuáhugamenn
ættu að gera sér ferð í Grasagarðinn í
kvöld, miðvikudagskvöld. Klukkan 20
mun Jóhanna Þormar garðyrkjufræð-
ingur leiða gesti í fræðslugöngu um
Grasagarð Reykjavíkur.
Grasagarðurinn er lifandi safn
undir berum himni og í garðinum eru
varðveittir um 5.000 safngripir í átta
safndeildum.
Í göngunni verða steinhæð-
arplönturnar skoðaðar en í stein-
hæðum Grasagarðsins vaxa háfjalla-
plöntur frá öllum heimshornum.
Einnig verður farið yfir skipulag og
uppbyggingu steinhæða. Gangan er
einn af fjölda viðburða sem boðið
verður upp á í Grasagarðinum í sum-
ar. Næstkomandi sunnudag, 19. júní,
verður til að mynda haldið upp á dag
villtra blóma. Gengið verður um
Laugarásinn og plöntur verða greind-
ar til tegunda, auk þess sem fjallað
verður um gróður svæðisins og starf-
semi Flóruvina kynnt. Kaffi Flóra
verður auk þess opin í allt sumar.
Fræðsluganga um steinhæðarplöntur í Grasagarðinum
Háfjallaplöntur
frá ýmsum
heimshornum
Morgunblaðið/Þorkell
Gróður Fjallasóley er meðal steinhæðarplantna sem má finna í Grasagarðinum.