Morgunblaðið - 15.06.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Þorsteinn Ásgrímsson
Árni Grétar Finnsson
Saksóknari í hinu svonefnda hníf-
stungumáli, þar sem ungur maður
er ákærður fyrir tilraun til mann-
dráps við Sæmundargötu í mars á
þessu ári, fór fram á að maðurinn
yrði dæmdur í fimm ára fangelsi.
Aðalmeðferð málsins hófst fyrir
héraðsdómi í gær.
Kolbrún Benediktsdóttir vara-
héraðssaksóknari sagði að fyrir
lægi að maðurinn hefði verið brota-
þola mjög reiður, en að slíkt afsak-
aði ekki árásina og þótt brotaþoli
hefði ráðist á hann hefði hnífstunga
„ekki verið í neinu samhengi við
árás brotaþola“.
Höfðu verið vinir í fjölda ára
Ákærði og brotaþoli höfðu verið
saman í gleðskap heima hjá ákærða
ásamt öðru fólki, en ákærði og
brotaþoli voru góðir vinir. Um
kvöldið virðist hafa myndast ósætti
milli þeirra sem hafi byrjað með því
að ákærði taldi brotaþola hafa tekið
myndir af kærustunni sinni sem
honum þótti ósmekklegar og sent
þær áfram til fleiri aðila í gegnum
snjallsímaforritið Snapchat. Menn-
irnir ræddu málið í kjölfarið, án
þess þó að miklar deilur hefðu orð-
ið. Ákærða og brotaþola greinir á
um framvindu ósættisins, en brota-
þoli bar fyrir sig að myndin hefði
einungis verið tekin í gríni.
Deilurnar fóru stigvaxandi
„Ég held áfram að tala um
[myndina] og hann fer að tala um
að ég sé nörd og lúði, en eigi sæta
kærustu og eigi ekki að gera mál úr
þessu,“ sagði ákærði í vitnisburði
sínum. Hann segir þetta þó ekki
hafa verið sárast, heldur hafi brota-
þoli farið að tala um einelti sem
ákærði varð fyrir í æsku. Ákærði
segist ekki hafa tekið því þegjandi
og þar með hafi deilurnar farið á
næsta stig þar sem brotaþoli hóf að
hóta ákærða ofbeldi og þeir hafi
farið að hrinda hvor öðrum. Brota-
þoli neitaði að hafa rætt eineltismál
fortíðarinnar, en að honum hefði
fundist reiði ákærða vegna mynd-
arinnar vera meiri en tilefni gaf til.
Hann hefði því spurt ákærða hvort
hann væri reiður út af einhverju
öðru, og nefndi þá í vitnisburði sín-
um að vandamál hefðu komið upp í
vinahópnum vegna ákærða.
Ákærði sagði í vitnisburði sínum
að á þessum tímapunkti hefði hann
verið að „blása út“ af reiði og að
andrúmsloftið hefði á þessum tíma
verið mjög slæmt sem leiddi til
þess að brotaþoli hefði farið út úr
íbúðinni.
Ákærði hringdi þá í vin sinn, sem
einnig hafði verið í samkvæminu,
og bað um að fá hnúajárn frá hon-
um til að ganga frá brotaþola. Ekk-
ert varð af því. Ákærði ætlaði að
hitta kærustu sína í miðbæ Reykja-
víkur en var hræddur við brotaþola
eftir hótanirnar. Tók hann því hníf
með í öryggisskyni, ef brotaþoli
væri að bíða eftir sér fyrir utan. Á
bílaplaninu fyrir utan íbúð ákærða
hitti hann brotaþola, en þá greinir á
um hvað hafi átt sér stað. Báðir
voru talsvert ölvaðir á þessum tíma.
Brotaþoli sagðist hafa viljað komst
inn í íbúðina aftur, en ákærði sagð-
ist hafa neitað honum um inngöngu.
Hann sagði að brotaþoli hefði þá
snöggreiðst og skallað sig og kýlt í
andlitið, en brotaþoli neitar þessu,
og hefði ákærði þá sótt hnífinn í
vasann og stungið brotaþola í bak-
ið.
Var í bráðri lífshættu
Þegar ákærði gerði sér grein fyr-
ir blóðinu og áverkanum flúði hann
af vettvangi en vitni komu brota-
þola til aðstoðar. Eftir að hann
komst á sjúkrahús var hann mjög
fölur og þurfti strax á skurðaðgerð
að halda þar sem blóðþrýstingur
lækkaði ört. Fyrir dómi sagði
skurðlæknir á sjúkrahúsinu að ein-
ungis mínútum hefði munað að
brotaþoli hefði látist af sárunum og
annar sérfræðilæknir sagði hann
hafa verið í bráðri lífshættu.
Var mínútum frá því að láta lífið
Aðalmeðferð í hnífstungumálinu hófst í gær Héraðssaksóknari krefst 5 ára fangelsisvistar
Vettvangur Árásin var utan við
Stúdentagarða við Sæmundargötu.
Morgunblaðið/Ómar
Evrópumótið í brids hefst á morgun
í Búdapest í Ungverjalandi. Ísland
sendir lið til keppni í opnum flokki.
Ísland hefur tekið þátt í Evrópu-
mótinu frá árinu 1948. Besti árang-
urinn náðist árin 1991 og 2010 þegar
íslenska liðið varð í 4. sæti. Í kjölfar-
ið keppti Ísland á heimsmeistara-
mótinu í brids og vann það árið 1991
en endaði í 5-8. sæti árið 2011.
Að þessu sinni taka 37 lið þátt í
opna flokknum á Evrópumótinu en
sex efstu liðin öðlast rétt til að keppa
á heimsmeistaramótinu sem haldið
verður á næsta ári. Mótið er sett á
morgun en spilamennska hefst á
föstudag og eru oftast spilaðar fjór-
ar umferðir á dag.
Ísland hefur leik gegn Hvíta-
Rússlandi en spilar síðan við Ung-
verja, Georgíumenn og Englend-
inga. Mótinu lýkur 25. júní.
Íslenska liðið skipa að þessu sinni
Aðalsteinn Jörgensen, Birkir Jón
Jónsson, Sveinn Rúnar Eiríksson,
Þröstur Ingimarsson, Magnús
Magnússon og Þorlákur Jónsson.
Ragnar Hermannsson er fyrirliði og
Anna Þóra Jónsdóttir er honum til
aðstoðar. gummi@mbl.is
Evrópumótið í brids
hefst á morgun
EM-liðið Íslenska landsliðið í brids: Aðalsteinn Jörgensen, Birkir Jón Jóns-
son, Magnús Magnússon, Sveinn Rúnar Eiríksson, Anna Þóra Jónsdóttir,
Þröstur Ingimarsson, Ragnar Hermannsson og Þorlákur Jónsson.
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Öryggis- og
hlífðarfatnaður
Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggisfatnað
sem uppfyllir ströngustu kröfur.
Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16.
LISTHÚSINU
Flottar vínyl gólfmottur fyrir
eldhúsið, forstofuna, baðherbergið og skrifstofur.
Slitsterkar, liggja vel á gólfi, renna ekki til og auðveldar í þrifum.
Listhús nu við Engjateig, 105 Rey javík, sími 551 2050 Opið 11-18
Félag kvensjúkdómalækna mælir
gegn því að ljósmæður fái heimild í
nýjum lyfjalögum til að ávísa horm-
ónagetnaðarvörnum eins og Emb-
ætti landlæknis hefur mælt með.
Forsaga málsins er sú að ljós-
mæður hafa farið fram á það við
landlækni að fá heimild til að ávísa
hormónagetnaðarvörnum eins og
pillunni. Embætti landlæknis hefur í
umsögn um ný lyfjalög mælt með að
ljósmæður sem lokið hafa sérstöku
námskeiði fái slíka heimild og telur
töluvert hagræði getað orðið við
slíka breytingu
Telja ekki þörf á breytingum
Í umsögn sinni um lögin mælir
stjórn félags kvensjúkdómalækna
eindregið gegn því að ljósmæður fái
heimild til að
ávísa hormóna-
getnaðarvörnum
og nefnir þrenn
rök því til stuðn-
ings.
„Í fyrsta lagi
hefur félag kven-
sjúkdómalækna
ekki orðið vart
við að það sé erf-
itt fyrir ungt fólk
að útvega sér getnaðarvarnir. Í öðru
lagi veit félag kvensjúkdómalækna
ekki til þess að ljósmæður hafi lokið
þeirri menntun sem krafist er af
þeim sem skrifa út lyf. Í þriðja lagi
telur stjórn félags kvensjúkdóma-
lækna nægilegt framboð af heim-
ilislæknum og kvensjúkdómalækn-
um til að sinna þeim ávísunum sem
þörf er á.“
Umsögnin kom seint
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir,
aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra,
segir umsögn landlæknis þess efnis
að veita eigi ljósmæðrum heimild til
að ávísa pillunni hafa borist seint í
ferlinu. „Það er verið að vinna heild-
arendurskoðun á lyfjalögum og
minnisblað landlæknis barst ekki
fyrr en eftir að frumvarpið kom inn
á þing,“ segir Inga. Hún segir heil-
brigðisráðherra hafa fengið bréf frá
Ljósmæðrafélagi Íslands um efnið
og hefur hann vísað málinu til vel-
ferðarnefndar og beðið hana að
ræða við fulltrúa ljósmæðra og land-
læknisembættisins. elvar@mbl.is
Ágreiningur um lyfjalög
Deilt um heimild ljósmæðra til að ávísa pillunni Félag
kvensjúkdómalækna telur ávísanir eiga heima hjá læknum
Inga Hrefna
Sveinbjarnardóttir