Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Verð 169.000,-
TAKE Verð 14.900,- Nýir litir
BOURGIE
Verð frá
42.900,-
BATTERY
Verð frá
25.900,-
Borðlampar
CINDY Verð 37.500,-
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Það var ekki ein-
ungis gagnlegt og
gaman að sjá í sjón-
varpinu alla forseta-
frambjóðendurna níu
saman komna þann 3.
júní sl. heldur einnig
upplýsandi. Þarna
reyndi fyrst raunveru-
lega á allt þetta ágæta
fólk – en aðeins tvö
þeirra stóðust áraun-
ina fyllilega að áliti
ykkar einlægs.
Davíð Oddsson var augljóslega
forsetalegastur og Halla Tóm-
asdóttir komst honum næst í því að
uppfylla allar hinar ströngu kröfur
sem Íslendingar gera almennt til
embættisins. „Tveir turnar“ komu
þarna í ljós, hvor öðrum fram-
bærilegri sem fulltrúi þjóðarinnar,
hérlendis sem erlendis, í afar mik-
ilvægri stöðu. Þarna munu kosning-
arnar kristallast að mínu mati og
sama hvort þeirra endar á Bessa-
stöðum, þá mun það verða til bless-
unar fyrir litla þjóð í risastóru landi
(því miður að mestu óbyggilegu) í
miðju heimsins, alveg á mörkum
hins byggilega hluta hans.
Ég mun kjósa Davíð Oddsson,
enda tel ég hann fremstan forystu-
mann þjóðarinnar í lifandi minningu
og lesminni einnig. Illa finnst mér
aftur á móti hafa farið fyrir fólkinu
sem virðist „bólusett“ gegn Sjálf-
stæðisflokknum og Davíð sér-
staklega. Nú er það að reyna að
reisa við fallnar rústir og teflir fram
konu… Jæja, blöndum
ekki saman kosningum.
Forsetakosningar
hérna á Fróni eru þrátt
fyrir allt lýðræðisleg-
ustu kosningarnar sem
fram fara hérlendis.
Hvert og eitt atkvæði
vegur jafn þungt – hvar
sem búið er á landinu,
áhugavert atriði sem
tengja mætti við þing-
kosningarnar í haust,
ásamt hugmyndinni um
persónu-/prófkjör,
a.m.k. á þeim lista sem maður kýs.
Mögulegt en eykur sennilega við
tímann sem kosningar taka og drægi
úrslitin á langinn. Pappírskjörseðla-
fyrirkomulagið með tilheyrandi
kjörkössum og flutningi þeirra er
ugglaust á undanhaldi og vonandi
verða löglegar kosningar með tölv-
um í framtíðinni auðveldari, skýrari
og myndrænni en hingað til hefur
verið vakið máls á.
Forseti vor –
karl eða kona
Eftir Pál Pálmar
Daníelsson
Páll Pálmar
Daníelsson
»Davíð Oddsson var
augljóslega forseta-
legastur og Halla Tóm-
asdóttir komst honum
næst í því að uppfylla
allar hinar ströngu kröf-
ur sem Íslendingar gera
almennt til embættis-
ins.
Höfundur er leigubílstjóri.
Stóratunga er lands-
svæði á NA hluta Ís-
lands. Í norðri markast
tungan af ármótum
Svartár og Skjálfanda-
fljóts í um 70 km fjar-
lægð frá Skjálf-
andaflóa. Stóratunga
teygir sig milli Skjálf-
andafljóts að vestan og
Svartár og Suðurár að
austan, 25 km til suð-
urs að þjóðlend-
umörkum við Suðurárbotna í u.þ.b.
460 m hæð yfir sjávarmáli. Í Suður-
árbotnum spretta fram undan
Ódáðahrauni ógrynni af lindarvatni
sem mynda Suðurá, sem er ein af
vatnsmestu lindarám landsins.
Svartá á upptök sín í Svartárvatni
norðan Suðurárbotna, sem rennur í
Suðurá og sameinaðar bera þær
nafn Svartár til ósa í Skjálfanda-
fljóti. Innar á hálendinu, nokkru
austan Suðurárbotna, liggja Herðu-
breiðarlindir.
Stórutungusvæðið í heild sinni er
einstakt á landsvísu fyrir margra
hluta sakir. Ekki einungis lega
svæðisins, þ.e. hálendið og jaðar
þess, heldur er hið sérstaka samspil
lindarvatns, jarðmyndana, gróðurs
og dýralífs sem gerir svæðið ein-
stakt. Suðurá og Svartá eru lífæðar
þessa svæðis, þær vökva og næra
allt það fjölskrúðuga líf sem þar nær
að dafna. Hér fer saman í hrjóstugu
umhverfi Ódáðahrauns, gróskumik-
ill hálendisgróður, mikið skordýralíf
og fjölskrúðugt fuglalíf, sumar á vá-
lista t.d. straumönd og húsönd
ásamt fálka, en hér er eitt mikilvæg-
asta óðal hans á Norðurlandi. Endr-
um og eins sést til snæuglu en fyrir
kemur að hún verpi í Ódáðhrauni.
Umhverfi Svartár og Suðurár er
einstök gróðurvin, með mosabreið-
um, fjalldrapa og víði, lynggróðri og
blómjurtum ýmiskonar, mýrar- og
mógróðri. Í Suðurá lifir bleikja og
urriði en í Svartá er einn glæsileg-
asti urriðastofn landsins.
Allt er svæðið síðan rammað inn í
glæstan fjallahring. Í suðvestri blasa
við Bárðarbunga og Trölladyngja,
Dyngjufjöll og Askja í suðri, Herðu-
breið og Kollóttadyngja í suðaustri
og Mývatnsfjöllin í norðri ásamt út-
sýni út Bárðardal í átt
til hafs. Og í há-
fjallakyrrðinni sem þar
ríkir þarf ekki auðugt
ímyndunarafl til að
heyra „útilegumenn í
Ódáðahraun smala fé á
laun“ eða skessurnar
kallast á í Trölla-
dyngju.
En nú eru uppi áætl-
anir um að virkja
Svartá. Um er að ræða
9,8 MW virkjun sem
SSB orka ehf. hyggst
reisa. Unnið er að und-
irbúningi virkjunarinnar ásamt 47
km löngum jarðstreng yfir Mývatns-
og Laxárdalsheiði sem kemur niður í
Laxárdal og tengist virki Laxár-
virkjunar. Framkvæmdirnar eru nú
í lögformlegu umhverfismati en
reiknað er með þær hefjist árið 2017.
Stífla á Svartá ofan ármóta Grjót-
ár. 20m3 af 23m3/s vatnsmagni Svart-
ár verður leitt í 3,1 km langri að-
rennslispípu í stöðvarhús. Þessum
áætlunum fylgja línulagnir, námu-
gröftur, vegaframkvæmdir ásamt
verulegu raski samfara lagningu
jarðstrengs yfir Mývatns-og Lax-
árdalsheiði og í friðlýstum Laxárdal.
Þessi hálendisvin mun bera óaft-
urkræft tjón af fyrirhuguðum fram-
kvæmdum. Búsvæði skordýra, fiska
og fugla mun skerðast, sem hefur
varanlega neikvæð áhrif á lífs-
afkomu þeirra enda allt dýralíf á
þessum slóðum viðkvæmt. Votlendi
á virkjunarsvæðinu ásamt grónum
eyjum og hólmum mun hverfa.
Svartá með strengjum og flúðum
verður ekki svipur hjá sjón. Helg-
unarsvæði Svartárvirkjunar verður
flokkað sem iðnaðarsvæði sem
skerðir gildi þess verulega til útivist-
ar. Veiði leggst af á áhrifasvæði
virkjunarinnar en sjálfbærar flugu-
veiðar á urriða og bleikju hafa verið
stundaðar í Svartá í áratugi. Og síð-
ast en ekki síst mun heildarásýnd
Stórutungusvæðisins bíða óbæt-
anlegt tjón af til allrar framtíðar.
Íslensk náttúra í fjölbreytileika
sínum og fegurð landsins er okkar
dýrmætasta auðlind. Hún gefur okk-
ur ekki einungis aukna hagsæld
heldur veitir okkur velsæld, lífsgleði
og heilbrigði til líkama og sálar. En í
raun og veru eigum við ekki þessa
auðlind. Við höfum hana að láni og
því ber okkur siðferðileg skylda til
skila henni óskaddaðri til komandi
kynslóða. Við verðum að umgangast
þessa auðlind með sjálfbærni í huga
og hafa það að leiðarljósi að náttúr-
an njóti vafans í gjörðum okkar
gagnvart henni.
Með virkjun Svartár er verið að
fórna ómetanlegri náttúruperlu fyrir
vísan gróða fárra einstaklinga af raf-
orkusölu á kostnað okkar almenn-
ings í landinu. Stórutungusvæðið er
listaverk náttúrunnar og gersemi
sem við eigum að umgangast eins og
aðrar þjóðargersemar, hlúa að þeim
og varðveita. Við rífum ekki kafla úr
Flateyjarbók eða klippum gjána úr
Fjallamjólk Kjarvals þó svo að ein-
hverjir einstaklingar sjái sér hag í
þeim gjörningi. Stórutungusvæðið
verður að vernda í heild sinni og í því
skyni hefur nú verið stofnað félag,
Verndarfélag Svartár og Suðurár.
Markmið félagsins eru:
1. Að beita sér fyrir verndun og frið-
lýsingu Svartár og Suðurár.
2. Að gæta lífríkis svæðisins þar með
talið fiska, fugla, skordýra og ann-
ara lífvera svo og gróðurfars, og
beita sér gegn öllum fram-
kvæmdum er skaðað gætu lífríkið.
3. Gæta þess að hvorki vatnsrennsli
né farvegi Svartár eða Suðurár
verði breytt.
4. Að fram fari ítarlegar rannsóknir
á náttúrufari svæðisins.
Félagið er opið öllum þeim sem
starfa vilja að markmiðum þess.
Fyrir hönd stjórnar.
Á virkilega að virkja Svartá í Bárðardal?
Eftir Jón Aðalstein
Þorgeirsson
»Með virkjun Svartár
er verið að fórna
ómetanlegri náttúru-
perlu fyrir vísan gróða
fárra einstaklinga af
raforkusölu.
Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson
Höfundur er formaður Verndarfélags
Svartár og Suðurár.
Vin Umhverfi Svartár og Suðurár er einstök gróðurvin.
Auðunn og Guðmundur með
72% skor hjá Bridsfélagi eldri
borgara í Hafnarfirði
Föstudaginn 3. júní var spilaður
tvímenningur og efstu pör í N/S voru
þessi (% skor):
Örn Einarsson - Pétur Antonsson 57,1
Kristín Óskarsd. - Unnar Atli Guðmss. 54,5
Óli Gíslason - Sverrir Jónsson 52,4
A-V
Baudouin Totin - Sigurður Lárusson 57,7
Tryggvi Bessason - Ólöf Hansen 54,5
Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 53,3
Þriðjudaginn 7. júní var spilaður
tvímenningur og efstu pör voru:
N-S
Bragi Björnsson - Bjarnar Ingimarss. 55,1
Óli Gíslason - Sverrir Jónsson 53,0
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 52,7
A-V
Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 72,3
Skarphéðinn Lýðsson - Stefán Ólafsson 55,4
Ágúst Stefánsson - Helgi Einarsson 49,4
Föstudaginn 10. júní spiluðu 20
pör tvímenning.
Efstu pör í N/S:
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 62,7
Tómas Sigurjss. - Björn Svavarsson 60,2
Örn Einarsson - Pétur Antonsson 55,7
A-V
Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 61,1
Guðlaugur Ellertss. - Sæmundur Pálss. 60,8
Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 57,2
Síðasti spiladagur í sumar er
þriðjudagurinn 28. júní.
Spilamennska hefst svo aftur í
haust þriðjudaginn 9. ágúst.
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl.
13:00.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks-
son og er hjálpað til við myndun para
fyrir staka spilara.
Allir spilarar vanir sem óvanir eru
velkomnir og er tekið vel á móti öll-
um.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
- með morgunkaffinu