Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 23

Morgunblaðið - 15.06.2016, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 ✝ Guðjón Guð-jónsson fædd- ist 10. ágúst 1932. Hann lést 18. maí 2016. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- mundsson, f. 27.9. 1894, d. 2.12. 1941, og Steinþóra Grímsdóttir, f. 16.4. 1896, d. 18.5. 1987. Eftirlifandi eiginkona Guð- jóns er Auður Ellertsdóttir, f, 21.5. 1935. Börn þeirra eru Guðjón Þór, f. 1.6. 1954, eiginkona Halla Hjaltested, f. 19.4. 1957 og Anna, f. 21.5. 1958. Barna- börnin eru fjögur og langafabörnin fimm. Útför Guðjóns fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 15. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar að kveðja frænda minn með nokkrum orðum. Guðjón eða Addi, eins og hann var alltaf kallaður í fjöl- skyldunni, var yngstur þriggja bræðra. Steingrímur sem var elstur og Eyjólfur faðir minn féllu frá með stuttu millibili ár- ið 2011. Faðir þeirra var fengsæll skipstjóri á togaranum Sviða. Fjölskyldan varð fyrir óbæt- anlegu áfalli þegar togarinn fórst með allri áhöfn árið 1941. Bræðurnir voru þá 17, 15 og 9 ára og markaði föðurmissirinn allt líf þeirra. Steingrímur kláraði menntaskólann og fór í framhaldsnám erlendis. Pabbi byrjaði á sjónum 16 ára og fór svo í Sjómannaskólann. Eldri bræðurnir fluttu þannig fljótt að heiman en Addi naut umönnunar móður sinnar og Siggu systur hennar. Þá um- hyggju endurgalt hann með því að taka þær inn á heimili sitt síðar. Einnig hann fór ungur að vinna, var aðeins 14 ára þegar hann byrjaði hjá Slát- urfélagi Suðurlands og vann þar alla sína farsælu starfsævi. Bræðurnir voru ólíkir og voru ekki alltaf sammála. Allir höfðu þeir rétt fyrir sér og enginn gaf eftir þannig að samskipti þeirra urðu eftir því. En þeir voru allir yndislegir og ég minnist þeirra með gleði og góðar minningar í hjarta. Addi frændi var alltaf hress og naut þess að segja gam- ansögur og fá fólk til að brosa og hlæja. Ég man eftir skemmtilegum ferðum í bú- staðinn þeirra á Þingvöllum. Hossast var í Land Rover- jeppanum yfir heiðina og sát- um við krakkarnir og Auður á hliðarbekkjum aftur í en amma og Sigga frænka voru frammí hjá Adda. Boðið var upp á súkkulaði á leiðinni. Það vildi fara í magann hjá sumum far- þeganna en við nöfnurnar pískruðum, hlógum og héldum fyrir nefið. Addi fór með okkur út á vatnið á flotta spíttbátnum sínum. Þá brunaði hann um vatnið með öldugangi og skvettum. Fyrsta vinnan mín var hjá Adda frænda í SS-Austurveri. Hann var verslunarstjóri þar og stýrði allri búðinni með sinni glaðværð og ákveðni. Reyndar vann öll fjölskyldan meira og minna í búðinni hjá honum. Ég var 12 ára þegar ég fór að vinna í skólafríunum og man ennþá eftir jólalögunum sem glumdu í hátalarakerfinu og finn eplalyktina úr ávaxta- pökkunardeildinni. Gamlárskvöldin eru minnis- stæð. Eftir matinn heima var farið inn í Sigluvog til Adda og Auðar. Þar fékk ég í fyrsta skipti að halda á blysi. Skít- hrædd horfði ég á rauðar og gular sólir spýtast út í snjóinn. Á meðan fullorðna fólkið spjallaði í stofunni sátum við krakkarnir við eldhúsborðið, spiluðum og gerðum tilraunir með því að setja sykurmola í kókflösku svo upp úr gaus og froðan flæddi um allt. Elsku frændi, takk fyrir allt og þína væntumþykju til mín og minnar fjölskyldu. Auði, Gauja og Önnu og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Anna Eyjólfsdóttir. Kveðja frá Kaupmanna- samtökum Íslands Með Guðjóni Guðjónssyni, Gauja í SS, er mætur maður og skemmtilegur fallinn frá. Guð- jón var alla sína starfsævi starfsmaður Sláturfélags Suð- urlands og því ekki, í eiginlegri merkingu þess orðs, kaupmað- ur en Guðjón var mikill kaup- maður í sér. SS gerðist aðili að Kaupmannasamtökum Íslands, KÍ, þegar þau voru stofnuð og var með verslanir sínar í Fé- lagi kjötverslana. Guðjón var svo tengiliður SS innan KÍ. Þeir voru reyndar tveir í því hlutverki, hinn var Jóhannes Jónsson, síðar stofnandi Bón- uss, en á undan þeim faðir Jó- hannesar, Jón Eyjólfsson. Guðjón var skemmtilegur maður, afskaplega vinamargur og hrókur alls fagnaðar á fund- um og hvar sem hann kom. Hann var mjög fróður um verslun í Reykjavík, þekkti manna best til verslunarhátta og kunni skil á fjölmörgu þessu tengt. Guðjón var í verslunarstjóratíð sinni hjá SS ævinlega settur yfir stærstu búðirnar. Hann byrjaði, eins og svo margir sem hjá SS störfuðu í búðunum, í matar- deildinni í Hafnarstræti, var á Skólavörðustígnum hjá Lárusi Lýðssyni og víðar, tók við búð- inni sem SS setti á stofn á Bræðraborgarstígnum, á Háa- leitisbrautinni og í Glæsibæ. Eftir að SS hætti rekstri versl- ana varð Guðjón fulltrúi á skrifstofum félagsins og tengi- liður SS við kaupmenn og verslunarstjóra, heimsótti verslanir og gaf góð ráð við framsetningu á vörum félags- ins. Nokkrir eldri kaupmenn stofnuðu með sér fyrir mörg- um árum klúbb, sem ber nafn- ið Lávarðadeildin. Þar var Guðjón auðvitað félagi. Margir félaganna hafa nú kvatt okkur og nú var komið að Guðjóni og er hans sárt saknað. Þessi hóp- ur kemur saman af og til yfir kaffisopa og ræðir málin. Ansi oft er þar talað um gamla tíma, hvernig þetta og hitt var einu sinni. Í þessum umræðum tóku menn eftir því hvað Guðjón hafði um málin að segja. Hann var hafsjór af þekkingu um menn og málefni. Við félagar hans í Lávarðadeildinni send- um Auði og fjölskyldu innileg- ar samúðarkveðjur um leið og við minnumst góðs félaga. Fyrir nokkrum árum ákvað stjórn KÍ að allt skjalasafn, svo sem fundargerðabækur samtakanna og 14 sérgreina- félaganna, félagaskrár félag- anna, bréf, myndir og upptök- ur af fundum, mikill fjölda úrklippubóka og eintök af öll- um útg. Verslunartíðindum, blaði KÍ og fleira, skyldi af- hent Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Þetta var gert formlega með samningi dags. 18. okt. 2010. Í þessu var ótrú- legur fjöldi mynda sem stund- um vandséð var, hvar, hvenær og af hverju og jafnvel af hverjum voru teknar. Þá var gott að leita til Gauja og stóð þá oft ekki á svörum hver var á myndinni og stundum úr hvaða verslun myndin var og tilefni myndatökunnar. Guðjón var sæmdur gull- merki KÍ þann 13. maí 1995. Guðjón var mikill áhugamaður um bíla, átti alltaf flotta bíla, margar „drossíur“ fyrr á árum, oft öðruvísi en flestir áttu, en á seinni árum voru það jepparn- ir, hann var mikill „jeppakall“. Ég vil fyrir hönd stjórnar Kaupmannasamtaka Íslands senda Auði og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Góður drengur er kært kvaddur. Ólafur Steinar Björnsson. Guðjón Guðjónsson ✝ Anna MaríaSamúelsdóttir fæddist í Reykjavík 1. desember 1941. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eiri laugardaginn 4. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Samúel Jó- hannsson, prentari, og Aletta Jóhanns- son, húsmóðir. Anna María á tvö systkini; Lillý Alvildu Samúelsdóttur, f. 1932 og Karl Jóhann Samúelsson, f. 1934. Anna María ólst upp í for- eldrahúsum fram undir tvítugt. Börn Önnu Maríu eru: 1) Gunn- ar Sigurðsson, f. 1962. 2) Sam- úel Sigurðsson, f. 1964, kvæntur Hönnu M. Hallgrímsdóttur. Börn þeirra eru þrjú; a) Ragna Þóra, gift Birni Ómarssyni, b) Sigurður Gauti og c) Brynhildur Helga. Barnabörnin eru tvö, Hanna Sigríður og Þórunn Ylfa. 3) Anna María Garð- arsdóttir, f. 1969, maki Jón Axel Tómasson. Börn þeirra eru: a) Eydís Ýr, unnusti hennar er Hreinn Rún- arsson, og b) Andri Snær. 4) Einar Garðarsson, f. 1975, maki Karen Ósk Óskarsdóttir. Börn þeirra eru: a) Óskar Már og b) Ágúst Ingi. Anna var húsmóðir af lífi og sál og hugsaði vel um heimilið. Hún hafði mikinn áhuga á fal- legum hlutum og vildi hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig. Lengst af starfaði Anna María við verslun og umönnun. Anna María verður jarð- sungin frá Árbæjarkirkju í dag. 15. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku, yndislega amma mín. Ég sakna þín svo mikið en veit að þú ert komin á betri stað. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þótt líkami minn hrörni, hann veslist upp og á honum slokkni. Þá lifir sál mín, hún þakkar og fagnar, fær frelsi, fagra hvíld. Hún þakkar fyrir lífið sem er fallegt og gott, því að góður Guð gaf mér lífið og það tekur aldrei enda. Ég lifi í, með og fyrir Jesú, hann bjargaði lífi mínu. Líf mitt mun lifa hjá Guði, vegna Jesú, um alla eilífð. Þótt líkami minn hrörni og á honum slokkni. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hvíl í friði. Þinn Andri Snær Jónsson. Elsku yndislega amma. Ég á svo erfitt með að trúa að þú sért farin frá okkur en það hlýtur að hafa vantað glaðlyndan og ynd- islegan engil á himnum. Aðra skýringu get ég ekki fundið. Ég minnist allra góðu stund- anna sem við áttum saman. Hvort sem það var í Hraunbæn- um, Hveragerði, Grafarvoginum, á Eir eða annars staðar. Þú varst alltaf svo glöð og hlý. Jafnvel eft- ir að þú veiktist tókst þér að gleðja mig og alla í kringum þig og mér þykir svo vænt um að hafa fengið að hlúa að þér síðustu árin þín hér á jörðinni. Heimili þín í Hraunbænum og Hveragerði eru mér efst í huga. Ég elskaði að koma í heimsókn til þín enda alltaf svo velkomin og mikið dekrað við mann. Við Andri, litli bróðir, lékum okkur mikið úti í garðinum þínum í Hveragerði og heimsóttum hvolpa sem voru í næsta húsi. Ég man vel eftir því hversu hrifin þú varst af þeim enda færðu börn og dýr þér mikla gleði. Hjá þér fékk ég alltaf eitthvað gott að borða og yfirleitt sætindi sem ég fékk ekki heima hjá mér. Ég laumaðist t.a.m. ósjaldan í krukkuna sem þú geymdir inni í eldhúsi en þar var kex sem mér fannst svo gott. Tegundina man ég enn enda borða ég þetta kex ennþá í dag. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel. Þú ólst t.a.m. upp frábær og heilbrigð börn. Ég vil sérstaklega þakka þér fyrir móður mína, Önnu Mar- íu Garðarsdóttur en ég gæti ekki hugsað mér betri móður. Við eig- um það allar sameiginlegt að vera snyrtipinnar, það er alltaf hreint í kringum okkur. Fyrir skömmu sagði ég mömmu og pabba frá því hversu frábært það er að nota borðedik við húsþrifin. Mamma og pabbi hlógu og sögðu að þú hefðir einmitt gert það sama og að ég hefði þetta frá þér. Þú varst svo falleg og alltaf svo vel til fara, elsku amma. Ég leit svo upp til þín og geri það enn. Ég á eftir að sakna þín alveg gífurlega mikið. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði. Þín Eydís Ýr Jónsdóttir. Ekkert er sjálfsagt í lífinu. Kærleikur, umburðarlyndi og virðing fyrir öðrum gefur lífinu gildi. Í dag kveð ég kæra vinkonu sem ég er svo þakklát fyrir að hafa átt samfylgd með. Anna var vinkona í orðsins fyllstu merk- ingu, hún var mér einstaklega góð alla tíð. Hún hafði svo þægi- lega nærveru, var alltaf tilbúin til að hlusta og gefa góð ráð. Skap hennar einkenndist af miklum léttleika og dillandi hlátur henn- ar var eitt af hennar sterku per- sónueinkennum. Ég ætla að varðveita bæði ljúfar og ljúfsárar minningar um tryggu vinkonu mína með stóra hjartað, við sjáumst síðar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir). Hvíl í friði, elsku Anna mín, þín Erla Ólafsdóttir. Anna María Samúelsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN VÍKINGUR ÞÓRÐARSON, fv. aðalgjaldkeri ÁTVR, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 8. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey. . Guðmunda Inga Guðmundsdóttir, Anna Regína B. Nielsen, Þórður Björnsson, Lísbet Alexandersdóttir, Björn Víkingur Þórðarson, Víkingur Nielsen, Alexander Þórðarson, Benedikt Þórðarson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUNNAR BERGÞÓRSSON, Reykjavíkurvegi 52b, andaðist á heimili sínu föstudaginn 10. júní sl. Jarðarför fer fram mánudaginn 20. júní í Víðistaðakirkju klukkan 13. . Sóley Örnólfsdóttir, Birna Kristjánsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Erna Kristjánsdóttir, Þórður Örn Erlingsson, Albert Þór Kristjánsson, Sigríður Sigurðardóttir, Stefán Örn Kristjánsson, Elva Björk Kristjánsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SÓLNES hæstaréttarlögmaður, Espilundi 18, Akureyri, andaðist 5. júní. Jarðað verður frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 16. júní klukkan 13.30. . Margrét Kristinsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Þorleifur Stefánsson, Hulda Magnúsdóttir, Selma Aradóttir, Jóhann Freyr Jónsson, Stefán Grétar Þorleifsson, Marina Ravn, Saga Marie og Bastían. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Grensásvegi 58, lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 9. júní. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. júní klukkan 13. . Inga Long, Ólafur Eiríksson, Ingimundur Vilhjálmsson, Margrét Helga Jónsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.