Morgunblaðið - 15.06.2016, Síða 33
Notalegt Áheyrendur kunnu vel að meta spilamennsku Marit Steinsrud og Stein Villa.
» Hljómsveitin Vassvik og dúettinn Marit Steinsrud ogStein Villa frá Noregi héldu tónleika saman í Norræna
húsinu í gærkvöldi en þau koma fram á hátíðinni Vöku sem
hefst á Akureyri í dag. Vassvik er nefnd eftir forsprakka
sveitarinnar, Torgeir Vassvik, sem er frá nyrsta skaga
Samalands, Gamvik í Noregi. Hljómsveitirnar léku norska
þjóðlagatónlist sem sjaldan heyrist hér á landi og var m.a.
leikið á forn hljóðfæri.
Vassvik og dúett léku í Norræna húsinu
Stein Villa Hann sagði áheyrendum frá hljóðfærin sínu.
Fagrir tónar Þau Stein Villa og Marit Steinsrud löðuðu fram fallegan samhljóm í Norræna húsinu í gær með fornri hörpu og langeleik.
Morgunblaðið/Þórður
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
Galleríið i8 tek-
ur þátt í mynd-
listarkaupstefn-
unni Art Basel í
Basel í Sviss
sem hefst á
morgun og
stendur til og
með 19. júní.
Galleríið kynnir
þar fimm lista-
menn og sýnir
verk þeirra en þeir eru Birgir
Andrésson heitinn, Skotinn Call-
um Innes, Ragnar Kjartansson,
Ragna Róbertsdóttir og Egill Sæ-
björnsson.
Verk fimm lista-
manna í Basel
Egill Sæbjörnsson
myndlistarmaður.
Bíóaðsókn í Bandaríkjunum er
miklu minni það sem af er sumri en
miðað við árið í fyrra, að því er fram
kemur á vef dagblaðsins Guardian.
Vertíð sumarmyndanna er hafin og
þykir hún hafa farið illa af stað, sé
litið til miðasölutekna. Á tímabilinu
1. maí til 14. júní var hún 14% minni
en á sama tíma í fyrra þegar myndir
á borð við Jurassic World, Fast &
Furious 7 og Minions nutu gríð-
argóðrar aðsóknar. Ef miðasölu-
tekjur frá 6. maí til 14. júní eru born-
ar saman við sama tíma í fyrra hafa
þær dregist saman um 22%. Og hvað
skyldi valda þessu? Samkvæmt
fréttinni er heldur slökum fram-
haldsmyndum um að kenna, m.a.
Alice Through the Looking Glass og
The Huntsman: Winter’s War.
Ekki er þó ástæða fyrir kvik-
myndaframleiðendur og bíóhúsa-
eigendur að örvænta því miðasölu-
tekjur það sem af er ári miðað við
árið í fyrra eru um 4% hærri. Í frétt
Hollywood Reporter segir að þeir
treysti á að júlí og ágúst verði góðir
mánuðir hvað aðsókn og tekjur varð-
ar. Kvikmyndir á borð við Finding
Dory, The Secret Life of Pets, Jason
Bourne, Star Trek Beyond og Sui-
cide Squad gætu bjargað málum.
Vonbrigði The Huntsman: Winter’s War var langt frá því að skila þeim
miðasölutekjum sem framleiðendur vonuðust til.
Miðasölutekjur 22% minni Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð
og samþykkt af Mannvirkjastofnun.
Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna
og léttir þrif.
Stigahúsateppi
Mikið úrval!
Mælum og gerum tilboð
án skuldbindinga og kostnaðar
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Sérverslun með teppi og parket
CENTRAL INTELLIGENCE 7:30, 10
THE NICE GUYS 10:30
WARCRAFT 5:30, 8, 10:30
FLORENCE FOSTER JENKINS 5, 8
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 5:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar