Morgunblaðið - 15.06.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.06.2016, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 167. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Stórkostleg byrjun á EM 2. Sólarferðir á slikk 3. „Þess vegna höldum við með Íslandi“ 4. Þekkti ekki Britney Spears »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Aðrir tónleikarnir í tónleikaröð KÍ- TÓN, félags kvenna í tónlist á Íslandi, og Kex hostels í samstarfi við Arion banka verða haldnir í kvöld í salnum Gym & tonic í Kex hosteli. Tónlistar- konan Glowie og hljómsveitin Lily the Kid koma fram á þeim og hefjast tón- leikarnir kl. 20.30. Glowie, réttu nafni Sara Péturs- dóttir, hefur átt miklum vinsældum að fagna hér á landi allt frá því fyrsta lag hennar, „No more“, komst á topp vinsældalista og var tilnefnt til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna í ár sem popplag ársins en Glowie til- nefnd til verðlauna sem söngkona ársins og bjartasta vonin. Lily the Kid skipa systkinin Lilja K. Jónsdóttir og Snjókaldur K. Svarfdal, fyrrverandi liðsmenn hljómsveitarinnar Blood- group. Kex hostel og KÍTÓN bjóða upp á mánaðarlega tónleika undir yfirskriftinni KEX+KÍTÓN. Morgunblaðið/Kristinn Glowie og Lily the Kid í Gym & tonic  Jazzklúbburinn Múlinn og Heims- tónlistarklúbburinn hefja sumardag- skrá Jazzklúbbsins Múlans með sumargleði í kvöld kl. 21 á Björtu- loftum í Hörpu. Hljómsveitirnar Kúbik kvintett og Byzantine Silhou- ette leika á tónleikunum, Kúbik kvintett flytur frumsamda tónlist meðlima sem sækja inn- blástur í tónlistararf Kúbu. Byzantine Silhou- ette leikur blöndu af lögum frá Balkan- skaganum. Sjö tónleikar verða á dag- skrá Múl- ans í sumar á Björtuloftum. Sumargleði Múlans á Björtuloftum Á fimmtudag og föstudag Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða smáskúrir. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig. Á laugardag Suðaustan 8-13 og dálítil rigning, en hægari vindur og þurrt á N- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum, líkur á skúrum síðdegis. Hiti frá 7 stigum austast, upp í 18 stig í innsveitum á V- og N-landi. VEÐUR Ungverjar komu á óvart í upphafsleik F-riðils Evrópumótsins í knatt- spyrnu á Stade de Bor- deaux-vellinum í Bordeaux í gær þegar liðið vann 2:0 sigur á Austurríki, liði sem margir spekingar spáðu góðu gengi á mótinu. Bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Ungverjar mæta Íslend- ingum á laugardaginn í Marseille. »4 Ungverjar komu á óvart í Bordeaux Kyrie Irwing fór á kostum þegar Cleve- land Cavaliers vann Golden State War- rioros í fimmtu viðureign liðanna um NBA titilinn í körfuknattleik, 112:97. Irwing skoraði rúmlega 40 stig og gaf félaga sínum Le- Bron James lítið eftir en saman skoruðu þeir fé- lagar yfir 80 stig. Baráttan um NBA-titilinn er því enn galopin. »4 Irwing og félagar eru ekki af baki dottnir Aníta Hinriksdóttir hafnaði í öðru sæti í 800 m hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Luzern í Sviss í gærkvöldi. Ásdís Hjálmsdóttir varð í fjórða sæti í spjótkasti á sama móti en var nokkuð frá sínu besta, kastaði rétt rúmlega 57 metra. Aníta var einnig nokkuð frá Íslandsmeti sínu en um þriðjungi úr sekúndu á eftir sigurvegara hlaupsins. »1 Aníta og Ásdís stóðu í ströngu í Luzern ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Axel Ómarsson söngvari og hljóm- sveit hans, Axel O & Co, eru að slá í gegn á meðal unnenda bandarískrar sveitatónlistar (Country Music) hér á landi og erlendis. Mörg vinsælustu dægurlög á Íslandi undanfarna ára- tugi, t.d. með Brimkló, komu úr bandarískri sveitatónlist en voru þýdd og staðfærð og urðu þar með íslensk. Axel O & Co spiluðu um síðustu helgi á sveitatónlistarhátíð í Sörvogi í Færeyjum ásamt færeyskum, bandarískum og sænskum tónlistar- mönnum. Axel og félagar spiluðu á stóra sviði hátíðarinnar á föstudags- kvöldinu og líkaði fólki það vel að þeir voru fengnir til að taka auka- tónleika á laugardagskvöldinu. Axel á ekki langt að sækja tónlist- arhæfileikana en faðir hans er Ómar Axelsson, djasspíanóleikari og bassaleikari. Axel var hér í ung- lingahljómsveitum áður en hann flutti frá Íslandi. „Ég flutti til Bandaríkjanna með fjölskyldu minni þegar ég var 16 ára, fyrst til Okla- homa og svo til Texas, og bjó þar samtals í tíu ár,“ sagði Axel. Í Texas lærði hann á píanó og var alltaf með gítar í höndunum. „Þar var maður með kántrítónlist í eyrunum allan daginn og heyrði hana alls staðar. Þegar ég fluttist aftur heim saknaði ég tónlistarinnar. Það vaknaði hjá mér þörf til að fara að spila hana,“ sagði Axel. „Ég byrjaði að spila fyrir alvöru hér á Íslandi fyrir um fimm árum, m.a. á Bryggjunni í Grindavík og í kántrímessum í Digra- neskirkju og þar sem fólk vildi hlusta á kántrí.“ Axel O & Co sendu frá sér lagið Country Man í fyrra. Axel sendi það til internet- útvarpsstöðva víða um heim sem spila lög nýrra kántrítónlistar- manna. Lagið fór hratt í spilun og rataði strax í fyrrahaust inn á lista í Lond- on hjá Spectrum Radio (spectrum- radiopettswood.com). Lagið var í 12 vikur í topp 10 og þar af tvær vikur í 1. sæti, að sögn Axels. Hann kvaðst hafa fengið mikil viðbrögð við laginu. „Internetið hefur gjörbreytt tónlist- arheiminum. Fólk er almennt orðið svo vel meðvitað um það sem er að gerast í öðrum löndum en þess eigin. Lagið hefur farið ansi víða í gegnum þessa miðla og er í spilun á alls kon- ar stöðvum. Lagið lendir kannski í spilun í þætti sem svo er end- urfluttur í netútvarpsstöðvum í 120 löndum,“ sagði Axel. Íslensk sveitatónlist sækir á  Lög með Axel O & Co eru spiluð víða um heim Ljósmynd/Ásgeir Kröyer Axel O & Co Hljómsveitin á sviði í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem Merle Haggards var minnst. F.v.: Sigurgeir Sigmundsson, Axel Ómarsson, Sigfús Óttarsson, Magnús Kjartansson og Jóhann Ásmundsson. Open Road heitir fyrsta plata Ax- els O & Co. Á henni eru tíu lög sem Axel Ómarsson samdi ýmist einn eða með Sigurgeiri Sigmundssyni. Sigurgeir á eitt lag á plöt- unni. Axel gerði textana einn eða í félagi við Harald Jó- hannsson og fleiri. Hljómsveitin Axel O & Co var stofnuð í maí 2015. Axel kvaðst fyrst hafa hringt í Magnús Kjartansson, sem spilar á hljómborð og syngur bak- raddir. Næst bættist í hópinn Sigurgeir Sigmundsson gítarleik- ari, sem m.a. spilar á pedal-stál- gítar sem er mikilvægt hljóðfæri í kántrítónlist. Síðan bættust í hóp- inn þeir Jóhann Ásmundsson, bassaleikari úr Mezzoforte o.fl. hljómsveitum, og hinn margreyndi trommuleikari Sigfús Óttarsson og þar með var hljómsveitin full- skipuð. Spilarar hoknir af reynslu OPEN ROAD HEITIR FYRSTA PLATA AXELS O & CO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.