Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 4

Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 Danska blaðið Politiken hefur boðað stuðningsmenn íslenska landsliðsins á Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn í hádeginu á morgun í þeim tilgangi að taka upp heróp Íslendinga og senda landsliðinu kveðju. Áður hefur blaðið lýst yfir stuðningi við lands- liðið og ekki látið sitt eftir liggja í fréttaflutningi á meðan Evr- ópumótið hefur staðið yfir. Friðrik Weishappel, eigandi La- undromat Café, er blaðinu til halds og trausts og er í óða önn að bjóða sem flestum Íslendingum á sam- komuna. Auglýsir hann eftir trommuleikara til að stjórna takt- inum á föstudag. Friðrik efndi til sannkallaðrar Ís- lendingahátíðar í Kaupmannahöfn í gærkvöldi er hann bauð gestum og gangandi í bjór á Laundromat Café við Elmegade í Norrebro til að fagna velgengni íslenska liðsins. „Við keyptum tólf kúta af bjór og buðum öllum sem við þekkjum og Ís- lendingum hingað. Það komu fleiri hundruð manns og þetta fékk rosa- lega umfjöllun,“ sagði Friðrik í sam- tali við mbl.is í gær, en mikill um- gangur hefur verið á öllum stöðum Laundromat Café í Kaupmannahöfn í tengslum við Evrópumótið. Friðrik er ánægður með gengi ís- lenska liðsins og segir sigurinn á Englandi sæta hefnd á Breta. Hann segir sér hafa runnið blóðið til skyld- unnar eftir sigurinn og langað að umkringja sig góðum Íslendingum og sýna samstöðu. „Mér finnst liðið í dag búið að vinna mótið með þessum árangri þó svo að ég kjósi auðvitað að vinna í París á sunnudag,“ sagði hann. Stuðningsmenn Íslands hittast á Ráðhústorginu Kristín Edda Gylfa Heróp Hróp og köll íslenskra stuðn- ingsmanna hafa vakið athygli.  Politiken styður Íslendinga áfram Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Búast má við því að meira verði að gera hjá Umboðsmanni skuldara eftir að Evrópumótinu í knattspyrnu lýkur. Eins og komið hefur fram í fréttum er kortanotkun Íslendinga í Frakklandi allt að 1.200% meiri frá miðjum júnímánuði miðað við meðal- ár. Það er reynsla Umboðsmanns skuldara að umsóknum fjölgar í úr- ræði vegna greiðsluerfiðleika eftir jól og sumarleyfi og er það í fylgni við aukna kortanotkun. Samkvæmt Ástu Sigrúnu Helgadóttur, umboðs- manni skuldara, má því leiða að því líkur að einhverjir muni eiga í erfið- leikum með að greiða af greiðslu- kortaskuldum eftir EM. „Ekki má heldur gleyma auknum yfirdrætti, en það er atriði sem hef- ur einnig mikil áhrif. Það verður því fróðlegt að sjá hvað gerist hér á landi varðandi fjölgun umsókna vegna greiðsluerfiðleikaúrræða, en það mun koma fljótlega í ljós eftir EM,“ segir Ásta Sigrún. „Því má heldur ekki gleyma að þetta eru oft óvænt útgjöld sem ekki hefur verið sparað fyrir, þar sem árangur lands- liðsins hefur verið með ólíkindum,“ bætir hún við. Í hverjum mánuði sem af er árinu 2016 eru að berast allt að 130 um- sóknir á mánuði um úrræði vegna greiðsluerfiðleika til Umboðsmanns skuldara. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka er ekki enn að sjá að skammtíma lántaka, eins og yfir- dráttur, hafi aukist vegna EM. Búast er við greiðsluerfið- leikum eftir EM  Embætti Umboðsmanns skuldara berast um 130 umsóknir á mánuði AFP Útgjöld EM reynist eflaust ein- hverjum erfitt fjárhagslega. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mikill fjöldi flugsæta er í boði til Frakklands um helgina til að sjá leik Íslands og Frakklands í átta liða úr- slitum á Evrópumótinu í Frakka- landi. Komið hefur fram að stóru flugfélögin, Icelandair og WOW muni fjölga ferðum og var Icelandair um tíma með það í bakhöndinni að leigja breiðþotu. Fyrir utan flugsæti stóru flugfélaganna hafa bæst við hið minnsta 463 flugsæti. Þannig hefur knattspyrnu- og æv- intýramaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarsson tekið 100 sæta flugvél á leigu, Eskimo Travel býður upp á 133 sæta flugvél, Netmiði og auglýs- ingastofan 23 er með 180 sæta flug- vél og uppselt er í 50 manna ferð frá Akureyri í gegnum ferðaþjónustu- fyrirtækið Circle Air en vonir standa til að hægt verði að bæta við stærri farþegaþotu. Tugir eru á biðlista. Gífurlegur áhugi er á leiknum hér á landi og þessi stærsta ferðahelgi landsins mun trúlega fara fram þetta árið í háloftunum í staðinn fyrir á þjóðvegum landsins. Svo virðist sem stefnan sé frekar sett á París en í Galtalæk. EM gengur einfaldlega fyrir og eru dæmi um að krakkar hafi misst af knattspyrnumótum hér innanlands, bæði Landsbanka- mótinu á Sauðarkróki fyrir 6. flokk kvenna og N1 mótinu á Akureyri fyrir 5. flokk karla vegna ferðalaga barnanna til Frakklands. Tólfan fær 22 frí flugsæti Meðlimir Tólfunnar, stuðnings- mannasveitar landsliðsins, fá 22 sæti af þessum flugsætum sem í boði verða. Tíu meðlimir Tólfunnar fá ókeypis flugmiða hjá auglýsingastof- unni 23 gegn því að allavega 140 ein- staklingar kaupi sér flugmiða í ferð- ina þeirra. Þá býður WOW tólf Tólfumeðlimum í sitt flug. Áður hafði komið fram að óvíst væri hvort nokkrir af helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins og meðlimir Tólfunnar yrðu á áhorfenda- pöllunum í París vegna fjár- skorts þeirra en fáir með- limir sveitarinnar virðast hafa haft trú á liðinu því flestir fóru heim eftir riðlakeppn- ina. Stade de France tekur 80 þúsund manns og seldist fljótt upp á leikinn. AFP Bláa hafið Íslendingar hafa fjölmennt til Frakklands til að styðja landsliðið. Loftbrú til Parísar verður um helgina. Nóg af sætum til Parísar um helgina  Stærsta ferðahelgi landsins fer fram í háloftunum Samkvæmt Exton, sem sér um að leigja risaskjái, er mikil eft- irspurn eftir slíkum skjám í tengslum við leikinn gegn Frökkum. Skjárinn við Arnarhól verður aftur settur upp, Skaga- menn munu setja upp risaskjá í skógræktinni Garðalundi í tengslum við bæjarhátíðina Írska daga sem verður haldin á Akranesi um helgina. Sá verður jafnstór og sá við Arnarhól á mánudag; 26 fermetrar eða rúmlega 300 tommur og því tölu- vert stærri en skjárinn á EM-torginu á Ingólfs- torgi. Einnig verða risa- skjár í Vestmannaeyjum og á Ráðhústorginu á Ak- ureyri og líklega verða sett- ir upp skjáir í Hafnarfirði og á Selfossi. Það skýrist í dag. Eftirspurn eftir risaskjá FANZONE Á ÍSLANDI EM Í FÓTBOLTA KARLA „Þessa dagana gengur allt út á EM og þjóðin slítur varla gangstéttum eða götum því það snertir enginn jörðina. Það þarf engu að síður að standa vel að þessu og skoða málið vel áður en við tökum ákvarðanir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borg- arstjóri Reykjavíkur, spurður um hvort til standi að gera endurbætur eða stækka Laugardalsvöll. „Við erum að skoða þetta með já- kvæðum huga en það er ekki búið að botna málið enn þannig það er ekki hægt að segja meira á þessu stigi,“ segir Dagur. Hann segir að borginni hafi bor- ist erindi frá KSÍ fyrir nokkrum vikum um ástand vallarins og tekið hafi verið jákvætt í það. Ástand Laugardalsvallar hefur verið talsvert í umræðunni und- anfarna mánuði en í janúar sagði Heimir Hallgrímsson, annar lands- liðsþjálfari íslenska karlalandsliðs- ins í knattspyrnu, aðstöðuna á vell- inum til skammar. Endurbætur á Laug- ardalsvelli í skoðun Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugardalsvöllur Er kominn til ára sinna og vill KSÍ kaupa völlinn. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.