Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 15

Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 15
Hótel Búðir eru hér í einstöku um- hverfi og eftir því sem vestar dregur verður hinn kynngimagnaði Snæ- fellsjökull æ stærri á þeirri mynd sem blasir við. Við höfnina á Arn- arstapa er frægt mótív af jöklinum með húsið Eiríksbúð í forgrunni og hér er líka minnismerki um Bárð Snæfellsás sem fræg fornaldarsaga er kennd við. Slíkar eru fullar af kynjaverum og alls konar ýkjum og margar með ólíkindablæ.  Þekkt póstkort. Stapafell og Eiríksbúð á Arnarstapa.  Veiðihús við Haffjarðará. Rauðamelskúlan að baki.  Ytri-Rauðamelur er í eyði. Kirkjunni er haldið vel við.  Eldborg sést langt að á víðsléttum Hnappadalsins. Fræg útihátíð um aldamótin bar þetta sama nafn. Stuðlarnir í Gerðubergi, sem er reglulegt og langt. Snæfellsjökull er táknmynd Nessins, enda ægifagur og svipsterkur mjög. Raunar eru álfabyggðir og fleira skemmtilegt á þessum slóðum komið á aðalskipulag, en velta má fyrir sér hvort menning þessi eigi sér stoð í raunheimum. Sennilega. Hér skal og haldið til haga að hér rétt innar á Nesinu sat á Staðastað Ari fróði Þor- gilsson sem talinn er höfundur Land- námu og eru eignuð þau viturlegu orð að þó að allt orki tvímælis sé jafn- an skylt að hafa heldur það er sann- ara reynist. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 „Snæfellingar eru afskaplega þægilegt fólk. Ég þarf sjaldan suður fyrir fjallgarðinn í einhver verkefni, nema þá almennt eftirlit. Á kaflanum frá Haffjarðará að Vega- mótum hendir stundum að menn fari of hratt og því þarf að fylgjast með,“ segir Þórður Þórðarson, lög- reglumaður í Stykkishólmi. Í sex binda ævisögu sr. Árna Þórarinssonar, sem kom út í kringum 1940, urðu Snæfellingar frægir að endem- um. Þegar presturinn lýsti sínum gömlu sóknarbörnum gaf hann ekkert eftir, eins og Þórbergur Þórðarson skráði samviskusamlega. Ein bókanna hét Hjá vondu fólki og segir sá titill allt sem þarf. En nú eru breyttir tímar, eins og lög- reglan greinir frá. Sem strákur var Þórður í sveit hjá frændfólki á bænum Miðhrauni og segir það hafa verið góða tíma. „Ég var á Miðhrauni í allt öðru samfélagi en nú er. Þetta var kyrrlát sveit og tilvera fólks markaðist af því,“ segir Þórður og bætir við að sér finnist fallegt á sunnanverðu Snæfellsnesi. Sjónarhornin að jöklinum séu mörg og öll séu tilkomumikil. Fyrir ferða- menn séu líka margir áhugaverðir viðkomustaðir á þessum slóðum, svo sem Arnarstapi, Hellnar, Lóndrangar og Djúpalónssandur – svo eitthvað sé nefnt. Afskaplega þægilegt fólk LÖGREGLUÞJÓNNINN Í HÓLMINUM SÉR UM SVÆÐIÐ Þórður Þórðarson Stór- útsalan byrjar í dag Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is LAUGAVEGI 82 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 4473 www.lifstykkjabudin.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.