Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 20

Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Rúmlega fjögur þúsund manns eru mætt á Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal á þriðja degi mótsins. Fólki fjölgar jafnt og þétt eftir því sem líður á vikuna. Veðrið var með besta móti í gær, þurrt og hlýtt í veðri, og lét sólin sjá sig inn á milli sem gladdi óneitanlega móts- gesti. Landsmótsgestir láta vel af svæðinu en stutt er á milli kynbóta- brautar og aðalkeppnisvallarins. Dagskráin var þéttskipuð í gær og var sýnt á báðum völlum. For- dómum kynbótahrossa lauk í gær. Brekkan við kynbótabrautina var þéttsetin þegar stóðhestarnir voru sýndir enda margir sem freista þess að koma auga á stóðhestsefni til að leiða hryssur sínar undir. Ekki eru margar kommur sem skilja að efstu hrossin í hverjum flokki. Til að mynda eru efstu hest- ar í flokki fimm vetra stóðhesta jafnir. Það eru þeir Valgarð frá Kirkjubæ og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, báðir með 8,45 í aðal- einkunn. Yfirlitssýning kynbóta- hrossa er eftir og þá geta hrossin hækkað. Hrannar frá Flugumýri II stend- ur aftur efstur eftir milliriðla. Knapinn, Eyrún Ýr Pálsdóttir, gerði sér lítið fyrir og reið í sömu einkunn og í forkeppni, 9,04. Það má segja að hún hafi neglt þetta aftur. „Halda áfram að hafa gaman“ „Ég ætla að halda áfram að hafa gaman, svo kemur í ljós hvar ég enda,“ segir Dagmar Öder Ein- arsdóttir. Hún er knapi hryssunnar Glóeyjar frá Halakoti. Hún og Gústaf Ásgeir Hinriksson og Póstur frá Litla-Dal eru jöfn inn í A-úrslit í ungmennaflokki með einkunnina 8,66. Dagmar segir af hógværð að ár- angurinn hafi komið sér töluvert á óvart. Ástæðan er sú að hún segir hryssuna mun sterkari í íþrótta- keppni en í gæðingakeppni. Eftir Landsmót skilja leiðir þeirra Dag- marar og Glóeyjar, en merin er seld og fer úr landi fljótlega eftir mót. Móðir Dagmarar, Svanhvít Krist- jánsdóttir, keppti á bróður Glóeyj- ar, Glóinn frá Halakoti, á Lands- mótinu í B-flokki og fékk 8,54 í einkunn í milliriðli á Landsmótinu í gær. Þess má geta að Glóey á fleiri systkini sem hafa gert það gott á keppnis- og kynbótabrautinni. Það eru m.a. Glóðafeykir frá Halakoti sem sigraði B-flokkinn á Landsmóti í Reykjavík árið 2012 með eft- irminnilegum hætti. Knapi var Ein- ar Öder Magnússon, heitinn, faðir Dagmarar. Þá var Glódís frá Hala- koti í 7. sæti á síðasta Landsmóti á Hellu í B-flokki en knapi var Svan- hvít. Gæðingamóðir þessara hrossa og fleiri til er Glóð frá Grjóteyri. Morgunblaðið/Þórunn Fjölmennt mót Rúmlega fjögur þúsund manns eru mætt á Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal. Í dag er þriðji dagur mótsins. Gleði og góð stemning einkennir samkomuna. Eyrún negldi það aftur  Rúmlega fjögur þúsund manns eru mætt á Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal á þriðja degi mótsins  Tvö ungmenni efst inn í A-úrslit í ungmennaflokki Knapi Dagmar Öder Einarsdóttir með hryssuna Glóey frá Halakoti. „Meðeigandi minn plataði mig í þetta en hann fékk þessa brjáluðu hugmynd að selja veitingar á lands- mótinu. Við erum annars í allt öðr- um bransa, vinnum við að fóðra rör,“ segir Stefán Ólafsson, sem er með lítinn kaffivagn rétt við gæð- ingakeppnisvöllinn á Landsmótinu. Þar er hægt að fá kaffi og ýmislegt góðgæti með því. Stefán kann vel við sig í þessu nýja hlutverki og segir söluna ganga prýðilega að frátöldum gærdeginum þegar rigndi og var heldur kalt í lofti. „Vonandi heldur þetta áfram að ganga svona vel það sem eftir er af mótinu,“ segir Stefán. Honum líst vel á mótið og segir aðstöðuna á Hólum hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Ég held ég hafi aldrei séð jafn marga á lands- móti á mánudegi og var núna á Hól- um,“ segir hann en Stefán hefur farið á landsmót síðustu 22 ár og segir það alltaf jafn skemmtilegt. Kaffisala Stefán Ólafsson að störfum á Landsmótinu í gær. Plataður í kaffisölu og selur grimmt Landsmót hestamanna 2016 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Graflaxinn okkar hlaut 1. verðlaun! Grafinn með einstakri kryddblöndu hefur þú smakkað hann? 2 0 1 6 Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í átta verslunum frá því í febrúar þar til nú um miðjan júní. Í þremur versl- unum hefur vörukarfan lækkað, mest um 1,5% hjá Krón- unni og um 1,4% hjá Bónus. Á sama tímabili hefur matur og drykkur hækkað um 0,4% í vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands. Mesta hækkunin á vörukörfunni var hjá Iceland, eða 3,2%, 2,8% hjá Hagkaupum, um 2,5% hjá 10/11 og um 1,5% hjá Nettó en minna hjá Samkaupum-Úrvali, Samkaupum- Strax, Víði og Kjarval eða undir 0,6%. Vörukarfan hækkað í átta verslunum Verð Matvörur hækka um 0,4%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.