Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016
✝ Rósa Fjóla Guðjóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 23. maí 1927.
Hún andaðist á Vífils-
stöðum 19. júní 2016.
Foreldrar hennar voru
Magnúsína Jóhannsdóttir,
húsmóðir, f. 22. ágúst
1904, d. 13. júní 1974, og
Guðjón Helgi Krist-
jánsson, vélstjóri, f. 22.
mars 1901, d. 20. október
1962. Systur hennar eru
Pálína Kristjana, f. 1925, d. 1990,
og Guðný Erla, f. 1932, d. 2016.
Fyrstu æviár Rósu bjó
fjölskyldan í Reykjavík. Síðar
flytur fjölskyldan norður þar
sem Rósa bjó á unglingsárum sín-
um, bæði í Ólafsfirði og á Siglu-
firði.
Ólafur Karlsson fæddist á
Hvammstanga 28. maí 1927.
Hann andaðist á Vífilsstöðum 23.
júní 2016.
Foreldrar hans voru Guðrún
Sigurðardóttir, húsmóðir, f.
13.apríl 1893, d. 17. febrúar
1973, og Karl Friðriksson, brúar-
smiður, f. 1. apríl 1891, d. 22.
mars 1970. Þau skildu. Systkini
Ólafs eru: Eva, f. 1913, d. 2004,
Sigurður, f. 1915, d. 1994, Ingunn
Elísabet, f. 1916, d. 2003, Friðrik,
f. 1918, d. 1989, Kristín, f. 1920,
d. 2015, Baldur, f. 1923, d. 2006.
Hálfbræður hans samfeðra eru
Sigurður, f. 1927, og Jón Vídalín,
f. 1928, d. 2014.
Rósa og Ólafur gengu í hjóna-
band 12. október 1946. Þau
bjuggu í Reykjavík, lengst af á
steinsdóttir hársnyrtir.
Börn þeirra eru: a) Burkni,
b) Svanhvít. 2b) Björgvin
Sigmar, húsasmíðameist-
ari og framkvæmdastjóri,
kona hans er Steinunn Jó-
hanna Sigfúsdóttir leið-
beinandi, börn þeirra eru:
a) Stefán Ægir, í sambúð
með Helgu Hauksdóttur,
barn þeirra er Íris, b) Sig-
ríður Karen, c) Jökull
Steinan, sonur hans er
Orri Olavi. 2c) Stefán Karl, leik-
ari, kona hans er Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, leikkona og rit-
stjóri. Börn þeirra eru: a) Júlía,
b) Þorsteinn. Fyrir átti Steinunn
Ólína þær Bríeti Ólínu og Elínu
Þóru. 3) Elísabet Ólafsdóttir,
sagnfræðingur, f. 13.10. 1954,
gift Jóhanni J. Hafstein, f. 3.6.
1946, framkv.stj. Börn þeirra
eru: 3a) Ragnheiður, leikskóla-
liði, starfar við leikskólann Háls-
askóg, maður hennar er Krist-
mann J. Ágústsson kvikmynda-
gerðarmaður. Börn þeirra eru:
a) Guðrún Lilja, b) Rósa Kristín.
3b) Davíð, hugbúnaðarverkfræð-
ingur, starfar hjá Superior
Energy Services í Aberdeen í
Skotlandi. 3c) Ólafur, leikjahönn-
uður.
Rósa hafði yndi af tónlist, spil-
aði á gítar, söng og samdi lög.
Hún saumaði og sneið föt á alla
fjölskylduna, enda hafði hún lært
kjólasaum hjá Bergljótu klæð-
skerameistara á Laugar-
nesveginum. Á Siglufirði hafði
Rósa lært síldarsöltun og fóru
þau hjónin því norður á Rauf-
arhöfn og síðar austur á Seyð-
isfjörð og tóku þátt í því að
bjarga síldarverðmætum á síld-
arárunum. Rósa starfaði sem
verkakona við hins ýmsu störf í
Reykjavík en síðustu starfsárin,
þar til hún var 74 ára starfaði
hún í prentsmiðju þeirra hjóna að
Austurströnd 8.
Eftir skilnað foreldra Ólafs
flutti hann með móður sinni frá
Hvammstanga til Reykjavíkur
ásamt tveimur systkinum, en
hann var þá á barnsaldri. Ung að
árum voru Óli og Rósa saman
bæði á leikskóla og í barnaskóla
en 17 ára hittust þau í Iðnó og
voru saman upp frá því. Á tán-
ingsárum lagði Óli stund á íþrótt-
ir og keppti í hnefaleikum, sem
þá voru leyfðir, hjá Íþróttafélag-
inu Ármanni. Seinni árin átti
brids hug hans allan og keppti
hann ótal sinnum í þeirri íþrótt
og varð Reykjavíkurmeistari árið
1954. Óli hafði yndi af laxveiði og
fór ótal veiðiferðir með vinum
sínum og Rósu. Hann var félagi í
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur til
margra ára. Eftir að langri
starfsævi lauk gátu þau sinnt
áhugamálum sínum af kappi, lagt
stund á ferðalög og sund meðan
heilsan leyfði.
Óli lærði prent í Iðnskólanum í
Reykjavík og var lærlingur í
Prentsmiðjunni Eddu við
Skuggasund í Reykjavík. Síðar
varð hann verkstjóri þar til
margra ára. Hann starfaði einnig
hjá Sölu Varnarliðseigna á Kefla-
víkurflugvelli. Árið 1981 stofn-
uðu hjónin Prentsmiðju Ólafs
Karlssonar, prentuðu og gáfu út
ýmis rit og bækur.
Útför þeirra hjóna verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 30. júní 2016, klukkan 13.
Laugarnesvegi, en síðustu fjögur
árin bjuggu þau á Hjallabraut í
Hafnarfirði. Börn þeirra eru: 1)
Magnús Ólafsson, leikari, f. 17.2.
1946, kona hans er Elísabet
Sonja Harðardóttir húsfreyja, f.
27.3. 1948. Börn þeirra eru: 1a)
Hörður, íþróttafréttamaður,
starfar hjá 365 miðlum, í sambúð
með Guðrúnu Björk Kristins-
dóttur. Börn Harðar eru: a)
Magnús Haukur, í sambúð með
Björgu Pálsdóttur. b) Vigdís Ósk,
c)Tómas Geir, d) Hinrik, e) Egill.
1b) Rósmundur, prentari, starfar
hjá Prentun í Hafnarfirði. Börn
Rósmundar eru: a) Agnes Ýr, b)
Elísabet Sonja. 1c) Sonja Maggý,
hjúkrunarfræðingur, í sambúð
með Baldvini Ólafssyni. 1d)
Hjalti Freyr, nemi. 2) Hulda Kar-
en Ólafsdóttir, f. 14.12. 1949,
félagsfræðingur og sjúkraliði.
Búsett í Noregi. Gift Stefáni
Björgvinssyni, f. 7.12. 1945, d.
22.11. 2012. Börn þeirra eru: 2a)
Ólafur, búsettur í Noregi og
starfar hjá Sørvest Betongsagn-
ing, kona hans er Lilja B. Ey-
Elskuleg móðir mín, Rósa
Fjóla Guðjónsdóttir, og faðir
minn, Ólafur Karlsson, eru látin.
Mamma fór frá okkur 19. júní eftir
langvinn veikindi, en pabbi aðeins
fjórum dögum seinna, 23. júní, líka
eftir veikindi. En dauðinn kemur
manni alltaf jafn mikið á óvart, þó
að maður viti að hann er á leiðinni
alveg frá fæðingu.
Rósa móðir mín var mikil dugn-
aðarkona. Hún var gift föður mín-
um Ólafi Karlssyni í rúm 70 ár.
Séra Bjarni Jónsson gifti þau 12.
október 1946, og ég var skírður
um leið í höfuðið á ömmu minni,
Magnúsínu móður mömmu. En
þegar ég horfi í huganum til baka
finnst mér þetta vera stuttur tími
fyrir eina mannsævi, þó að
mamma og pabbi hafi náð því að
verða 89 ára, sem er hár aldur í
dag. Á svona tímamótum hrann-
ast upp allar minningarnar og ég
gæti skrifað heila bók um móður
mína og föður.
Mamma var mjög næm fyrir
allri tónlist og spilaði á gítar, söng
og samdi lög. Mamma kenndi mér
söng, glens og grín. Eina lagið
sem komið hefur út eftir mömmu
var lag sem ég söng á plötu við
texta Steins Steinars „Elín Hel-
ena“. Mamma og pabbi eignuðust
tvær dætur, Huldu Karen og El-
ísabetu, núna á þessum erfiðu
tímamótum hafa þær reynst mér
sérlega vel og bara öll mín fjöl-
skylda, en konan mín Elísabet
Sonja Harðardóttir þó sérstak-
lega.
Mamma og pabbi vildu að fram-
tíð mín yrði farsæl. Leiklist var
engin framtíð sagði pabbi oft og
talaði við vin sinn og kom mér í
nám í prentverki sem hét setjari á
þeim tíma þegar blýið var og hét.
Þetta nám mitt hefur fleytt mér í
gegnum lífið og verð ég alltaf
þakklátur mömmu og pabba.
Leiklistin kom síðar og voru
mamma og pabbi alltaf stolt að sjá
drenginn sinn þar.
Ég var svo heppinn að fá að
vinna með mömmu og pabba þeg-
ar þau fluttu á Seltjarnarnesið
með prentsmiðjuna. Konan mín
hafði unnið hjá þeim þegar að mik-
ið lá við og mamma og konan mín
voru ótrúlega samrýmdar, þær
höfðu svo mikinn húmor, sameig-
inlegan dugnað og hlógu út í eitt. Í
prentsmiðjunni á Seltjarnarnesi
fundum við okkur aukabúgreinar
og gáfum út jólakort og hinar
ýmsu bækur og blöð. Einnig vann
konan mín þar með mömmu í bók-
bandinu þegar mikið var að gera.
Pabbi þurfi líka hjálp í prentun-
inni og sá Rósmundur sonur minn
um það, hann er góður prentari
eins og pabbi var. Þetta er mér
ógleymanlegur tími. Ég gæti lengi
talið upp æviferil mömmu og
pabba, en ég ætla að leyfa mér að
geyma í minningunni margt gott
sem þau gerðu fyrir mig og einu
tengdadótturina. Þegar ég hugsa
til baka man ég alltaf eftir því þeg-
ar mamma og pabbi urðu 70 ára.
Haldin var mikil veisla og kom
margt fólk. Eina dóttir mín, Sonja
Maggý, söng að beiðni okkar
hjóna lag sem mamma og pabbi
héldu mikið upp á: „Bréfið hennar
Stínu“, ég breytti einu nafni, Rósa
í staðinn fyrir Stína. Ég man hvað
þau voru hissa og glöð. Mamma og
pabbi (Rósa og Óli) hefðu átt að fá
milljón Fálkaorður. Blessuð sé
minning þeirra.
Ykkar eini sonur,
Magnús Ólafsson.
Nú hafa foreldrar okkar kvatt
þetta jarðlíf. Þegar sorgin bankar
á dyr er margt sem leitar á hug-
ann. Og ef horft er yfir farinn veg
gleðjast fjölskyldur okkar yfir öll-
um árunum sem við fengum að
hafa þau hjá okkur. Bæði sorg og
gleði leita á hugann. Sorgin yfir
því að hafa þau ekki lengur hér og
gleðin yfir að þau fengu að fylgjast
að. Eins og þau hefðu örugglega
óskað sér. Árið 2012 var fjölskyld-
unni erfitt þegar Stefán tengda-
sonur Rósu og Óla andaðist
snögglega eftir erfið veikindi. Og
það var þeim sérstaklega þung-
bært, enda litu þau ætíð á Stefán
sem sinn eigin son. Hann aðstoð-
aði þau alla tíð og þau voru honum
ævinlega þakklát.
Samfylgd foreldra okkar stóð
yfir í rúm sjötíu ár, sem er langur
tími í árum talið. Þau áttu góða
ævi og unnu hvort öðru heitt en
auðvitað skiptust á skin og skúrir
hjá þeim eins og flestum. En ástin
hans pabba fór fjórum dögum á
undan honum og það var honum
þungbært, enda sjálfur orðinn
veikburða. Á blaði í náttborðs-
skúffunni hans fundum við þessar
ljóðlínur;
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur
sem einu sinni var.
Og sólbrendar hæðir hnípa
Við himin fölvan sem vín:
það er ég sem kveð þig með kossi
kærasta ástin mín.
Því okkur var skapað að skilja.
Við skiljum. Og aldrei meir.
Það líf kemur aldrei aftur,
sem einu sinni deyr.
(Halldór Kiljan Laxness)
Ástin hans pabba til hennar
mömmu var sterk og var gagn-
kvæm. Það er yndislegt að hafa
fengið að sjá slíka ást, ekki síst að
foreldrar okkar þurftu ekki að
skilja heldur fylgjast þau nú að og
skilja aldrei meir.
Við erum þakklátar og auð-
mjúkar þegar við nú kveðjum for-
eldra okkar. Þakklátar fyrir allt
það góða veganesti sem þau gáfu
okkur út í lífið. Og auðmjúkar þeg-
ar við hugsum um hversu góð og
hugulsöm þau reyndust okkur öll-
um alla tíð. Blessuð sé minning
foreldra okkar.
Hulda Karen og Elísabet.
Afi minn og amma dóu með
fjögurra daga millibili á Vífilsstöð-
um. Fyrst fór amma Rósa og síð-
an afi Óli. Ég er skírður eftir afa
mínum og þessar tvær manneskj-
ur eru stærstu örlagavaldar í lífi
mínu, ásamt foreldrum mínum.
Þegar ég var lítill var ég mikið hjá
ömmu minni og afa og þeim þótti
ákaflega vænt um mig og það var
gagnkvæmt. Þau voru mér ein-
staklega góð og þetta var yndis-
legur tími. Amma og afi ferðuðust
líklega yfir 30 sinnum til Spánar
frá 1970 og eitthvað fram yfir
2000. Mér er í fersku minni öll
tónlistin, sögurnar og gjafirnar
sem amma og afi komu með sér
þaðan. Laxveiði og útivera með
afa og ömmu í Leirvogsá, Elliða-
ánum og allt í kringum veiðiskap
afa hér áður fyrr eru minningar
sem eru mér svo minnisstæðar.
Og þegar amma tók upp gítarinn
og söng svo fallega, hún var lífs-
glöð og yndisleg kona. Og ekki
spillti útsýnið úr glugganum í eld-
húsinu og svölunum í Laugarnes-
inu þar sem þau bjuggu sem
lengst.
Allar þessar minningar eru
litlum strák dýrmætar og maður
skilur það í dag hvað fjölskyldan,
amma og afi eru dýrmætur þáttur
í lífi barns. Þetta eru hin raun-
verulegu verðmæti. Þetta hefur
gefið mér mest af öllu.
Elsku afi Óli og amma Rósa, ég
vona að lífið sé meira en mölur og
ryð og að við fáum að hittast aftur
síðar. Sakna ykkar mikið.
Ólafur (Óli).
Rósa Fjóla Guðjónsdóttir
og Ólafur Karlsson
Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BRYNDÍS EINARSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 20. júní.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 4. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð, en
hverjum þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið.
.
Guðmundur Óskar Hermannsson,
Guðbjörg Sigríður Kristjónsdóttir,
Hermann Guðmundsson, Signý Magnúsdóttir,
Ingþór Guðmundsson, Sigríður Harpa Benedikts.,
Sólveig Guðmundsdóttir, Daníel Sveinbjörnsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN M. BALDURSSON,
landfræðingur og leiðsögumaður,
Kúrlandi 27, Reykjavík,
varð bráðkvaddur föstudaginn 24. júní.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. júlí
klukkan 13.
.
Elín Ýrr Halldórsdóttir,
Anna Rut Kristjánsdóttir,
Ásta Ýrr Kristjánsdóttir, Kári Logason,
Herdís Kristjánsdóttir, Pétur Andri Dam,
Halldór Kristjánsson, Ásdís Nína Magnúsdóttir
og barnabörn.
SIGRÍÐUR Þ. SIGURÐARDÓTTIR
lést á Hrafnistu í Reykjavík þann 17. júní
síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Aðstandendur hinnar látnu.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar
okkar ástkæra
VILHJÁLMS S. VIÐARSSONAR,
Hólavegi 12, Sauðárkróki.
Guð blessi ykkur öll.
.
Kolbrún Eva Pálsdóttir,
Viðar Vilhjálmsson,
Inga Vala Vilhjálmsdóttir,
Rakel Eva Vilhjálmsdóttir,
Sigríður Kristjánsdóttir,
Rósa Dóra Viðarsdóttir,
Kristján H. Viðarsson
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
PÁLL S. ÁRNASON,
Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,
lést 10. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
.
Sigurður Arnar Pálsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
Hulda Björk Pálsdóttir, Guðlaugur Jóhann Snorrason,
Heiðar Örn Vilhjálmsson, Birgitta Jóna Fanndal,
barnabörn og systkini hins látna.
Kæra vinkona
Anna.
Margs er að
minnast og margs er
að sakna. Anna, þú
varst einstök vinkona og tókst
fölskvalaust þátt í gleði og sorg.
Þú varst mágkona mágkonu
minnar, hennar Dóru okkar.
Þannig kynntumst við fyrir langa
löngu.
Við vorum nágrannakonur, ég
bjó í Goðheimum og þú í Álfheim-
um þar sem þú varst dagmamma
og fékk Bryndís, dóttir mín, að
njóta þess að vera hjá þér í pössun
er ég var í vinnunni. Hún ber mik-
inn hlýhug til þín og bað mig fyrir
góðar kveðjur til þín og þinna, en
eins og þú veist þá býr hún í Kan-
ada.
Þú fylgdist vel með öllum börn-
um mínum og hvað þau voru að
gera hverju sinni.
Anna Kristjánsdóttir
✝ Anna Krist-jánsdóttir
fæddist 17. mars
1932. Hún lést 25.
maí 2016. Útför
Önnu fór fram 3.
júní 2016.
Er ég fór í
Sjúkraliðaskólann
með fjögur börn
heima, það yngsta
þriggja ára, þá
komst þú og hjálpað-
ir til með heimilið og
brúaðir bilið þar til
Keli kom heim úr
vinnu. Það varst þú,
Anna.
Þú varst ósérhlíf-
in og áttir góðan og
eljusaman mann, hann Einar. Þið
Einar unnuð vel saman þar sem
þú varst verkstjórinn. Þið hjálp-
uðuð oft Kela mínum, sem var
góður í bókhaldi en ekki á bora og
skrúfjárn.
Við urðum báðar ekkjur, fórum
ófáar ferðir hingað og þangað um
landið. Minnisstæðust er heim-
ferðin okkar frá Kristjáni og Unni
í Vík, þar sem við enduðum ofan í
skurði til að afstýra stórslysi, bíll-
inn ónýtur en við sluppum betur
en áhorfðist, þökk sé Guði.
Endalaust er hægt að rifja upp
en nú kveð ég þig, kæra vinkona.
Haf þú þökk fyrir allt og allt.
Þín vinkona
Þorbjörg Jónsdóttir (Tobbý).