Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 30

Morgunblaðið - 30.06.2016, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 ✝ Gunnþóra Sig-urbjörg Kristmundsdóttir fæddist á Vattar- nesi við Reyð- arfjörð 10. júní 1922. Hún andaðist á hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ 10. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristmund- ur Jóhannsson verkamaður, f. 19.10. 1899, d. 26.2. 1971, og El- ín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir saumakona, f. 9.9. 1902, d. 16.8. 1974. Systkini Gunnþóru voru Guðný Jóhanna, síðar Valberg, f. 6.9. 1926, d. 28.7. 2008, og Þorkell, dó á barnsaldri, f. 6.11. 1928, d. 9.4. 1935. Gunnþóra giftist Helga Þor- lákssyni, kennara og síðar skólastjóra, 4. júlí 1942. Helgi var fæddur 31.10. 1915 og dó 18.10. 2000. Foreldrar hans voru hjónin Helga Guðný Bjarnadóttir, húsfreyja í Múla- koti á Síðu, f. 1884, d. 1970, og Þorlákur Vigfússon, kennari, bóndi og hreppstjóri, f. 1879, d. 1936. Börn Gunnþóru og Helga eru: 1) Þorkell, stærðfræðingur, f. 2.11. 1942. Eiginkona hans var Laufey Tryggvadóttir faralds- fræðingur. Börn þeirra eru: Hjördís Þórey, Tryggvi og María Þóra. 6) Yngst er Þóra El- ín, skólaritari, f. 22.2. 1962. Eig- inmaður hennar er Einar Bragi Indriðason tæknifræðingur. Börn þeirra eru: Hildur, Þorkell og Ásdís. Fjölskylda Gunnþóru fluttist frá Vattarnesi til Vestmanna- eyja er hún var átta ára og þar gekk hún í barna- og gagn- fræðaskóla. Veturinn 1941-42 var hún á Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði. Fyrstu búskapar- árin bjuggu þau í Eyjum, og tvö ár á Akranesi. Lengst af, frá 1948 allt til 1973, áttu þau heima í Nökkvavogi 21 í Reykjavík. Fluttu í Akurgerði 64 og þaðan í íbúð eldri borgara á Sléttuvegi 11. Þegar Helgi dó bjó hún þar áfram ein. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Ísa- fold. Gunnþóra annaðist stórt heimili. Í sama húsi bjuggu nær alla tíð foreldrar hennar. Gunn- þóra var um tíma skólaritari í Vogaskóla. Hún tók virkan þátt í uppbyggingu Langholtssafn- aðar ásamt Helga manni sínum sem var fyrsti formaður sókn- arnefndar og organisti safn- aðarins. Hún var ritari kven- félags safnaðarins í mörg ár og formaður þess í tvö ár. Gunn- þóra var heiðursfélagi kven- félagsins. Útför Gunnþóru fer fram í dag, 30. júní 2016, klukkan 15 frá Langholtskirkju. Helga Ingólfs- dóttir, semballeik- ari, dáin 2009. Hann er í sambúð með Henriettu Griebel líffræðingi. 2) Þorsteinn, sagn- fræðingur, f. 16.4. 1946. Eiginkona hans var Guðlaug Magnúsdóttir fé- lagsráðgjafi, sem lést 2014. Börn þeirra eru Magnús, Helgi og Sigrún. 3) Þorlákur Helgi, fram- kvæmdastjóri, f. 24.9. 1948. Eiginkona hans er Kristjana Sigmundsdóttir félagsráðgjafi. Fyrri eiginmaður hennar, Ing- þór Jóhann Guðlaugsson lög- regluþjónn, lést 1981. Þau eign- uðust þrjár dætur, Margréti, Írisi og Evu Maríu. Fyrri kona Þorláks var Margrét Hermanns- Auðardóttir fornleifafræðingur. Þau skildu. Dóttir þeirra er Auður Ýrr. 4) Þorvaldur Karl, prestur, f. 9.4. 1950. Eiginkona hans er Þóra Kristinsdóttir kennari. Börn þeirra eru Ingi- björg, Helga, Rannveig og Kristinn og dóttir er lést sama dag og hún fæddist. 5) Þorgeir Sigurbjörn, jarðfræðingur, f. 13.10. 1953. Eiginkona hans er Það var fyrir fimm árum á afmælisdegi Gunnþóru, 10. júní, að ég kynntist móður Þorkels í fyrsta sinn. Boðið hafði verið til fagnaðar á heimili hennar á Sléttuveginum. Hún tók strax á móti mér af hispurslausum vin- gjarnleika og varð mér, hinni framandi, tengiliður við hennar stóru fjölskyldu með ástúð sinni. Með vakandi huga sínum veitti hún mér ætíð þá tilfinningu að ég væri velkomin í hópinn. Örvandi hvatning hennar veitti mér kraft til að skjóta rótum á Íslandi. Aldrei gafst hún upp á að spjalla við útlendinginn þrátt fyr- ir ég væri stirðmælt á íslensku. Oft var það kankvíst augnagot hennar sem styrkti tilfinninga- tengslin milli okkar frekar en sögð orð. Ég skynjaði Gunnþóru sem viljasterka konu með grundaðar skoðanir, sem „mater familias“ sem allir virtu, mátu og dáðu. Allt fram til hinstu stundar hafði hún sífellt áhuga á fréttum úr daglega lífinu svo og þjóðfélagsmálunum á hverjum tíma, og að sjálfsögðu fylgdist hún með lífi og starfi fjöl- skyldu sinnar. Það var alltaf skemmtilegt að heimsækja Gunn- þóru, þegar við gerðum styrkj- andi stans hjá henni á heimleið úr bæjarferð eða búðarrölti. Oft sagði hún okkur þá frá því að hún hefði séð „þýsku frúna“ í sjón- varpinu – en svo kallaði hún An- gelu Merkel, kanslara Þýska- lands – og fræddi okkur um nýjasta litaafbrigðið á buxna- dragtinni sem hún klæddist ætíð. Þegar ég nam son hennar enn einu sinni á brott til Þýskalands var hún vissulega sorgbitin yfir skilnaðinum. Samt kvaddi hún okkur ætíð af ástúð og lét okkur finna að hún undi okkur þess að njóta lífsins í tveimur löndum. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gunnþóru, að hafa getað deilt með henni réttum fimm árum af ævi okkar, en hún dó á afmælisdegi sínum, á þeim degi sem ég sá hana fyrst. Hve þakklát er ég ekki fyrir gæsku, skilning og þolinmæði hennar, en líka fyrir skopskynið. Henrietta Griebel. Með Gunnþóru tengdamóður minni er genginn enn einn af þeim sterku stofnum sem skópu þá ver- öld sem mín kynslóð þekkir, við sem nú erum að komast í efstu röð. Hún var fædd á Vattarnesi og bjó þar til átta ára aldurs við ör- yggi og góðan efnahag. Afi henn- ar flutti útgerð sína til Vest- mannaeyja árið 1930 rétt áður en kreppan skall á og þá breyttust allar aðstæður, kjör og staða fjöl- skyldunnar til hins verra. Ekki er að efa að þessi ár hafa mótað litlu stúlkuna og gæti ég trúað að þau hafi tekið meira á Gunnþóru en Guðnýju systur hennar sem var fjórum árum yngri. Ég var átján ára þegar ég kom fyrst á heimilið í Nökkvavoginum. Mér þótti afar skemmtilegt að koma inn í þessa stóru fjölskyldu þótt það væri áskorun í fyrstu að læra nöfn bræðranna, sem öll byrjuðu eins. Betur gekk með Þóru litlu systur. Aðalbjörg móðir Gunnþóru var enn á lífi og fannst mér þær mæðgur sérlega hlátur- mildar. Það var asi á Gunnþóru, sem hafði í mörg horn að líta þótt vinnudagurinn hefði verið mun lengri áður, þegar hún ýmist gekk með börnin eða bar þau á armi og saumuð voru matrósaföt og skyrt- ur á allan skarann fyrir jólin. Það var ósanngjarnt að hvunndags- hetjur eins og Gunnþóra skyldu ekki hljóta verðskuldað lof á tím- um aukinna kvenréttinda, er hús- móðurstörf og móðurhlutverk urðu tákn gamla tímans og kvennakúgunar. Hún hafði lokið námi við hússtjórnarskólann á Ísafirði og langaði að læra hús- stjórnarkennslu en það varð að víkja er börnin fóru að koma. Hún hafði mjög gaman af því að veita öðrum og lét sig meira að segja dreyma um að opna lítið kaffihús. Hjartahlýja, góðvild og hjálp- semi voru sameiginleg einkenni með þeim hjónunum Helga og Gunnþóru. Þau voru fé- lagshyggjufólk og börnin þeirra öðlingar og mannkostafólk. Þau voru þó ólík um margt, til dæmis varðandi vinnulag því Helgi vann hægt og af skaftfellskri ná- kvæmni en Gunnþóra vildi drífa hlutina af. Hún hafði orðið ást- fangin af Helga er hann kom til Vestmannaeyja sem ungur kenn- ari og þótt á ýmsu gengi í lífsins ólgusjó lifði sú ást alla ævi. Gunnþóra var myndarleg og smekklega klædd og það gat gustað af henni. Það var gaman að heyra hana halda glæsilegar tækifærisræður sem hún fór létt með þegar svo bar undir. Er fram liðu stundir gerðist hún skólarit- ari í Vogaskóla og eignaðist trygga vini úr hópi kennara. Þrátt fyrir sjúkdóma sem hrjáðu hana síðustu áratugina hafði hún til að bera ótrúlega seiglu og andlegri getu hélt hún alla ævi. Hún fylgd- ist vel með afkomendum sínum, landsmálum og jafnvel íþróttum og hafði skemmtilega kímnigáfu. Hún dvaldi um tíma á öldrunar- stofnuninni Klausturhólum og leið þar vel á hinum fögrum æsku- slóðum Helga. Einnig fór afar vel um hana á hjúkrunarheimilinu Ísafold og erum við þakklát fyrir gott atlæti sem hún fékk á báðum stöðum. Ég kveð með þakklæti tengda- móður mína eftir hátt í hálfrar aldar samfylgd. Eftir stendur góð minning um sterkan persónu- leika, konu sem ég hef lært margt af og sem var stolt af öllum sínum 46 afkomendum. Laufey Tryggvadóttir. Á 94 ára afmælisdegi sínum yf- irgaf tengdamóðir mín þessa jarð- vist og með henni hverfur ættlið- ur, en hún lætur eftir sig fjóra ættliði afkomenda. Tengdafor- eldrar mínir eignuðust fimm drengi og eina stúlku, sem gerði það að verkum að ég er eini tengdasonur Helga Þorlákssonar og Gunnþóru Sigurbjargar Krist- mundsdóttur. Gunnþóra var af þeirri kynslóð og þjóðfélagsstétt sem hafa þurfti fyrir hlutunum og afrekið að koma stórum barnahópi til manns var erfiðara og krafðist eflaust stærri fórna en virðist við fyrstu sýn. Ég heyrði hana oft tala um draum sinn um menntun og starfsframa, en sá draumur hefur væntanlega verið stóra fórn henn- ar í lífinu. Á hennar tíma voru tækifæri ungra kvenna til mennta fábreytileg og nánast ógjörningur að sinna slíku samhliða því að reka stórt heimili. Gunnþóra lifði draum sinn gegnum afkomendur sína því alla tíð hvatti hún þá áfram og fylgdist með menntun þeirra af miklum áhuga enda er þar um auðugan garð að gresja. Gunnþóra hafði yfirbragð konu sem eina stundina gat látið lítið fyrir sér fara en hina fengið óskipta athygli fjöldans og þess var líka þörf er halda þurfti ræðu í fjölmennum fölskylduboðum. Gunnþóra kunni vel að koma fyrir sig orðinu því undirbúningslaust kom hún boðskap sínum til af- komenda sinna á stuttan og gagn- orðan hátt, og allir hlustuðu. Gunnþóra bjó yfir kostum sem ég met mikils í fari fólks, hún var hreinskilin og sagði meiningu sína án þess að skreyta mál sitt með óþarfa flúri. Þessu fór uppáhalds- tengdasonurinn ekki varhluta af, því ýmislegt gerði hann af sér sem verðskuldaði óumbeðna álitsgjöf. Eitt sinn kom ég í heimsókn til tengdamömmu nýklipptur eftir forskrift úr tískublaði, með snöggt í vanga og burstaklippt of- an. Sú gamla sleppti ekki hrósinu og sagði „Mikið ertu fínn um hár- ið…“ en bætti síðan við „… ætlar þú nokkuð að vera svona lengi?“ Annað tískuslys varð þegar ég kom eitt sinn frá útlöndum hlað- inn nýjum fatnaði. Mætti ég þá í heimsókn íklæddur forláta jakka sem hún dáðist að við fyrstu sýn. Eftir nánari skoðun sagði hún „Æ, elsku Einar, getur þú ekki látið fjarlægja þessar fátæklegu bætur af ermunum?“ Eitt sinn á afmælisdegi hennar bauð hún okkur hjónum út að borða á veit- ingastaðinn „Þrír frakkar“. Fyr- irmæli kvöldsins voru þau að ekk- ert mætti til spara enda var hún höfðingleg er kom að því að gera vel við aðra. Mér varð það á í messunni þetta kvöld að panta mér hrefnukjöt af matseðli, sem í augum tengdamóður minnar flokkaðist víst ekki sem matvara. Þetta eyðilagði alveg kvöldið því hún sagði oftar en einu sinni: „Láttu stúlkurnar taka þetta og biddu svo kokkinn um að elda eitt- hvað ætilegt handa þér.“ Dýr- mætar minningar í kímilegri kantinum. Þakka þér Gunnþóra fyrir samfylgdina, sem var gefandi, fræðandi og ánægjuleg. Þakka þér þó mest fyrir að hafa gefið mér hana Þóru þína því hún hefur veitt mér lífsfyllingu og gefið mér yndislega fjölskyldu. Hvíl í friði. Einar Bragi Indriðason. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt í hinsta sinn, og eftir sitjum við hin með söknuð í hjarta. Ég minnist allra þeirra skipta sem þú kvaddir mig á leið til Kaupmanna- hafnar. Í seinni tíð jókst sorgin þín við þessar kveðjustundir og ég skynjaði að þú hræddist að þetta yrði okkar síðasta kveðju- stund. Blessunarlega áttum við þær margar og alltaf gat ég leyft mér að hlakka til að heimsækja þig í ferðum mínum til Íslands. Nú er sú tíð hins vegar liðin, en í stað þess eingöngu að syrgja, þá gleðst ég yfir öllum þeim yndis- legu minningum sem ég á um þig. Allt frá bernsku minni hefur þú verið fyrirmynd mín og ég er stolt af að hafa átt jafn sterka og góða ömmu og þig. Að reka átta manna heimili og ala upp heilsteypt, góð og metnaðarfull börn hefur ekki verið sjálfgefið og ég tek þig mér til fyrirmyndar. Öll jól sem þú eyddir hjá okkur fékkstu mikið af ljósmyndum af stórum viðburðum í lífi fjölskyld- unnar þar á meðal nýjum lang- ömmubörnum, giftingum, út- skriftum og fleira. Sömu sögu var að segja frá heimili þínu, þar voru allir veggir ávallt fullir af gleði- stundum og stórum áföngum úr lífi fólksins þíns. Þú varst alltaf dugleg að koma fregnum áleiðis af ættinni og mér finnst ég nánari frændfólki mínu fyrir vikið þrátt fyrir að hafa eytt stórum hluta ævi minnar erlendis. Einnig teng- ist ég Íslandi á sérstakan hátt gegnum minningar mínar frá Brekkukoti. Öll þau yndislegu sumur sem við eyddum saman þar eru sem ævintýri í minning- unni. Það er eins og það hafi verið í gær að ég tíndi kúmenfræ og þú bakaðir úr þeim pönnukökur ásamt að hita súkkulaði á meðan afi sló túnið í sólinni. Þessar stundir voru dýrmætar og munu fylgja mér um alla tíð. Ég hlakka til að kynna sveitina fyrir Arnari og segja honum sögur af þér og afa. Þú ljómaðir alltaf í hvert sinn sem ég sagði þér frá Arnari og ég er þakklát fyrir að þú náðir að kynnast honum. Elsku amma, megir þú hvíla í friði. Minning þín er ljós í lífi okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hildur Einarsdóttir. „Ekki veit ég hvers vegna kerl- ing eins og ég er látin lifa svona lengi,“ sagði Gunnþóra frænka mín nýverið við mig í síma, og lýsti heilsuleysinu og hvað hún í raun var orðin södd lífdaga. Við vorum sammála um það frænk- urnar að ómögulegt væri að átta sig á því í hvaða röð fólk fengi far inn í fyrirheitna landið. Við vorum sammála um ýmislegt fleira og það var sérlega gaman að ræða við hana um það sem var efst á baugi í stjórnmálum. Eftir að móðir mín lést bað Gunnþóra mig um að hringja til sín reglulega til að færa sér fréttir af fjölskyldunni, sem mamma hafði annars séð um. Þessi símtöl voru skemmtileg, snerust ekki einungis um fjölskylduna heldur einnig um málefni líðandi stund- ar. Þau enduðu yfirleitt eitthvað í þessa veruna: „Mikið óskaplega var gaman að heyra í þér, Guð- björg mín. Ég vona að þú hringir fljótt aftur, eða komir.“ Í erli dagsins er þó of auðvelt að gleyma að gefa sér tíma til slíkra samskipta, nokkuð sem sækir á hugann þegar kemur að kveðju- stund. Síðast þegar ég hringdi í frænku mína var risið á henni fremur lágt, símtalið stutt og mig grunaði að nú færi þessum fund- um okkar fækkandi. Ég hafði þó ætlað að tala við hana á afmælinu hennar, 10. júní, og ræða við hana um komandi forsetakosningar. Ég var nokkuð viss um að hún hefði gert upp hug sinn og gæti ráðið mér heilt. En til þess símtals kom ekki þar sem frænka var nú farin. Ég þurfti því að ákveða hvað ég kaus, án hennar ráðlegg- inga, en mér þykir nú líklegt að við hefðum komist að sömu nið- urstöðu, eins og svo oft áður. Blessuð sé minning góðrar frænku. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Nú hefur kvatt, í hárri elli, Gunnþóra móðursystir okkar. Þá rifjast upp minningar hjá okkur systkinunum, því Gunnþóra og Nökkvavogurinn voru stór þáttur í barnæsku okkar. Það sem er efst í minningu okkar þriggja elstu núlifandi systkina er jólaboðin í Nökkva- vogi þar sem saman komu þær systur með börn og maka og oft var fleira frændfólk með og auð- vitað amma og afi, sem bjuggu líka í Nökkvavoginum. Þá var borðað hangikjöt með tilheyrandi meðlæti. Á eftir var súkkulaði drukkið með öllum kök- unum sem Gunnþóra hafði bakað, það var það besta sögðu bræður mínir Lárus og Kristmundur, og þá var borðað eins og enginn væri morgundagurinn. Og Gunnþóra naut sín í eldhúsinu við að bera fram allar kræsingarnar. Á eftir var spilað púkk langt fram á kvöld. Þetta eru góðar minningar og söknum við oft tengsla við stórfjölskylduna. Þar sem ég var lengi eina stelp- an í þessu strákageri þeirra systra, Guðnýjar móður okkar og Gunnþóru, eða átta strákar á móti mér einni, endaði ég oft í eldhús- inu með Gunnþóru, það gerðu stelpur á þessum tíma. En þar áttum við oft gott spjall og hjá henni lærði ég ýmislegt sem kem- ur að gagni enn þann dag í dag. Þær systur Gunnþóra og Guðný voru ólíkar en mjög sam- rýndar og kært á milli þeirra, og ég held að þær hafi talast við nán- ast daglega. Það var Gunnþóru mikið áfall þegar móðir okkar hvarf í sjúkdóminn alzheimer, og saknaði hún hennar mikið. Okkur systkinunum þótti ákaf- lega vænt um Gunnþóru, þótt okkur þætti hún stundum helst til ströng. Það mátti nefnilega gera meira heima hjá okkur í Efsta- sundinu en í Nökkvavoginum og við höldum að frændur okkar hafi fattað það, og þegar þeir komu í heimsókn, þá var ýmislegt brallað – segja bræður mínir. Síðustu árin dvaldi Gunnþóra á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Þeg- ar ég kom til hennar spurði hún alltaf frétta af okkur systkinum, börnum okkar og þeirra lífi. Við hringdumst líka oft á og spjölluð- um um hitt og þetta. Ég á eftir að sakna þessara samtala, og að geta ekki talað við neinn um dönsku konungsfjölskylduna, en þar höfðum við sameiginlegt áhuga- mál í gegnum dönsku blöðin og danska sjónvarpið. Þetta eru nokkur minningar- brot frá okkur, frá öllum tímum. Nú er þessi kynslóð í fjölskyld- unni farin og sú næsta tekin við. Þannig líður tíminn. Við kveðjum Gunnþóru móður- systur okkar og vottum frændsystkinum okkar og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar. Aðalbjörg, Lárus og Kristmundur. Gunnþóra kvaddi á 94. afmæl- isdaginn sinn 10. júní síðastliðinn. Gunnþóra var aldrei langt und- Gunnþóra Sigur- björg Kristmundsd. Kær vinkona og nágranni er fallinn frá eftir langvarandi heilsubrest. Margs er að minnast eftir hartnær 60 ára vin- áttu og áratuga nágrenni. Hún var ákaflega heilsteypt og traust manneskja og hafði góða nær- veru, umtalsgóð og frábitin því að fara með slúður. Hún var að mestu heimavinnandi því börnin urðu fimm og því mikið umleikis á stóru heimili. Synir okkar eru jafnaldrar og miklir vinir og var Ingólfur minn heimagangur þar og kallaði hana oft „Ernu mömmu“ og gerir enn. Vinahópurinn var að uppistöðu félagar úr björgunarsveitinni „Hjálpinni“ á Akranesi og mynd- uðust þar sterk vinabönd sem haldist hafa til þessa dags. Þessi hópur hefur gert ýmis- legt skemmtilegt saman, farið í tveggja til þriggja daga sumar- Erna Elíasdóttir ✝ Erna Elíasdótt-ir fæddist 8. júlí 1939. Hún lést 16. júní 2016. Útför Ernu fór fram 28. júní 2016. ferðir um byggðir og óbyggðir og svo það sem stendur uppúr að ég held eru „Lappaveislurn- ar“ (soðnar sviða- lappir) sem við borðuðum í bíl- skúrnum hjá þeim hjónum Ernu og Steina enda kallast hópurinn „Lapparn- ir“ eða Lappahópur- inn. Það þótti við hæfi að borða svona óvirðulegan mat úti í bíl- skúr og sérstök stemning yfir því. Á þessum kvöldum var svo mikið spjallað, sungið og hlegið. Úr þessum hópi er Erna sú þriðja sem fallin er frá og verður hennar sárt saknað. Erum við því aðeins níu eftir. Vonandi getum við haldið þessum sið þó að við eldumst og fækki í hópnum. Elsku Steini og fjölskylda. Við Bóbó sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Og þökkum allt gamalt og gott og biðjum ykkur Guðs blessunar í framtíðinni. Kær kveðja, Ingibjörg og Björn (Inga og Bóbó).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.