Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 E itt af fegurri fjöllum lands- ins er Drápuhlíðarfjall á norðanverðu Snæfellsnesi, skammt frá Stykkishólmi. Það hefur þó ekki mikilfengleik Herðubreiðar, tign Eiríksjökuls, hrikaleika Eyjafjallajökuls, form- fegurð Keilis, Baulu og Kirkjufells eða glæsileika Búlandstinds svo nokkur dæmi séu tekin. Upphefð- ina fær fjallið einfaldlega vegna þess að bergið í því er svo bjart og oft skínandi eins og sést á myndunum. Þær voru teknar er sumarsólin settist handan Breiða- fjarðar og varpaði geislum sínum á Snæfellsnes og engu líkara er en að líparítið sé glóandi gull. Daginn eftir er galdur kvöldsins liðinn og fjallið hefur tekið á sig venjulegt litarhaft. Samt er það stórkost- legt. Þegar ferjan Baldur á ör- skammt eftir til Stykkishólms mundar ljósmyndarinn aðdrátt- arlinsuna til að fanga bæinn og fjöllin og til verður dálítið svindl. Allt myndefnið rennur saman í eina heild og svo virðist sem fjöllin séu hreinlega í bakgarði Hólmsins ef svo má að orði kom- ast. Hið sanna er að um tuttugu kílómetrar eru á milli. Svona get- ur ljósmyndin skekkt raunveru- leikann en um leið sett hann í annað og skemmtilegt samhengi, jafnvel listrænt. Sögur um gull og fagra steina Sá sem þetta ritar er fæddur í Stykkishólmi en flutti þaðan mjög ungur. Á æskuárum var oft farið í heimsókn í Hólminn enda skyld- fólk þar margt. Eins og gengur voru á leiðinni sagðar sögur af umhverfinu og greyptust sumar í barnsminnið, sérstaklega þær um gullið í Drápuhlíðarfjalli og gullið í litla hólmanum í Maðkavík í Stykkishólmi sem heitir … jú auð- vitað Gullhólmi. Taka skal fram að sögur um gullið í fjallinu og hólm- anum eru ansi lífseigar. Auðvelt er að draga þær í efa en hinir barnslega einlægu fullyrða að þær hafi aldrei verið afsannaðar. Enn er gullsins leitað en skynsamir hafa vit á því að gefa ekkert uppi um árangur erfiðisins. Gullberg á einum stað í Drápu- hlíðarfjalli. Þarf frekari sannana við...? Eitt sinn var talið að gull hefði fundist í fjallinu en það reyndist því miður vera glópagull. Hins vegar er þar mikið um fal- lega steina, meðal annars jaspis og glerhalla. Inni á milli blágrýt- islaga er á stöku stað surtar- brandur og jafnvel steingerðir trjábolir. Surtarbrandur er fornar plöntuleifar, samanpressaðar eftir þúsunda ára farg. Hann er dökkur á lit og oft nefndur mókol eða brúnkol. Lengi vel tíðkaðist að taka líparítflögur úr fjallinu og nota í veggi og arinhleðslur víða um land en svo var lagt bann við því, líklega til að fjallið hyrfi nú ekki alveg. Sagt er að töfrasteina megi finna í Drápuhlíðarfjalli, þetta er hluti af svokölluðum náttúru- steinum sem voru hér áður fyrr til margra hluta nytsamir. Í þjóðsög- um Jóns Árnasonar eru leiðbein- ingar um hvernig maður eigi að leita að töfrasteinum. Það er best á páskadags- eða hvítasunnumorg- unn undir sólaruppkomu. „Þá liggja allir steinar lausir á jörðu“ og er þeirra helst að leita við sjó þar sem eru rauðir sandar.“ (Úr Vísindavef HÍ.) Hvalbein inni í dal Fyrir neðan Gullberg eru Beina- dalir. Þar segja munnmæli að fundist hafi hvalbein sem menn trúðu að væru frá dögum synda- flóðsins. Ekki er heldur ástæða til að efast um þá sögu. Við Drápuhlíðarfjall eru örnefni eins og Írafell og Pekronsdalur sem ætla mætti að hefði skír- skotun til írskrar byggðar en fátt er um það vitað. sigurdur.sigurdarson@simnet.is Fjallið bjarta á Snæfellsnesi Ljósmynd/Sigurður Sigurðsson Glóandi Bergið í Drápuhlíðarfjalli er oft bjart og skínandi og í kvöldsólinni lýsir líparítið eins og gull. Ekki fylgir þó sögunni hvort gull sé í raun að finna í fjallinu. Enn er gullsins leitað en skynsamir hafa vit á því að gefa ekkert uppi um árangur erfiðisins. Gönguleið Drápuhlíðarfjall Svelgsárhraun Rauðakúla Drápuhlíðarfjall Jötunsfell Írafell Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Erlendir ferðamenn eru í miklum meiri- hluta þeirra sem fara í hvalaskoð- unarferðir en slíkar eru ekki síður áhugaverðar fyrir Íslendinga. Sú tilfinn- ing að vera um borð í bát og fylgjast með ofurskepnum bylta sér nánast við borðstokk er nánast ótrúleg og ekki er annað en hægt að fyllast lotningu. Hægt er að fara í hvalaskoð- unarferðir víða á landinu. Þar má nefna Reykjavík, af Suðurnesjum, frá Grund- arfirði, Hauganesi, Akureyri en síðast en ekki síst Húsavík. Þar er og starf- rækt hvalasafn hvar má fræðast um þessar stórskepnur hafsins. Á vegum Norðursiglingar eru ferðir oft á dag út á Skjálfandaflóa, þar sem hvalirnir halda sig helst vestarlega á flóanum nærri Náttfaravíkum. Helstu tegundirnar sem sjást á þessum slóð- um eru hnísa, bletthnýðingur, hrefna og hnúfubakur í stöku tilvikum. sbs@mbl.is Skepnur á Skjálfanda Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sporðaköst Hvelið stingur sér í djúpið með miklum látum svo aðdáun vekur. Áhugasamar Hvalaskoðunarfólkið er að stórum hluta frá útlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.