Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016
Í
vikunni var á Malarrifi opnuð ný
gestastofa í þjóðgarðinum Snæ-
fellsjökli, sem kemur í stað
þeirrar sem verið hefur á Helln-
um. Á nýjum stað er starfsemin í
hentugu húsnæði þar sem í aðal-
hlutverki er sýning þar sem brugðið
er ljósi á náttúru svæðisins og nýt-
ingu þess. Einnig er fjallað um sögu
svæðisins, sem þykir um margt ein-
stök. Sýning þessi er verk og hug-
mynd Björns G. Björnssonar, sem
hannað hefur margar slíkar á und-
anförnum árum, meðal annars
gömlu sýninguna á Hellnum.
„Hér á Malarrifi eru gömul fjár-
hús sem ákveðið var að breyta og
fá nýtt hlutverk. Þetta kemur
mjög vel út,“ segir Jón Björnsson
þjóðgarðsvörður. Hann tók við
starfinu fyrir skömmu og er opnun
gestastofunnar nýju eitt af fyrstu
verkefnum hans þar. „Náttúran er
auðvitað í aðalhlutverki á sýning-
unni og vitnað til sögu þessa svæð-
is, sem er merk. Hér hefur fólk lif-
að af náttúrunni, sótt fisk í sjó og
fugl í björg. Svo sést hér mótun
landsins alveg í hnotskurn; hraun-
in og gamlir gígar,“ segir Jón.
Í gestastofunni er, auk sýn-
ingar, aðstaða landvarða, þar
verða seld rit og bæklingar auk
þess sem þarna er nauðsynleg
snyrtiaðstaða. Allt þarf þetta að
vera til staðar, en áætlað er að um
150 þúsund ferðamenn komi á ári
hverju í þjóðgarðinn á Snæfells-
nesi. Þar hefur líka verið gert
margt til að bæta aðgengi og þjón-
ustu við ferðamenn – og má þar
nefna ýmsar merkingar og góða
göngustíga sem lagðir hafa verið
við Svörtuloft, Djúpalónssand og
Öndverðarnes og víðar. Þá heldur
starfsfólk þjóðgarðsins úti
fræðslustarfi og er með skipulagð-
ar gönguferðir þar sem greint er
frá ýmsu áhugaverðu sem fyrir
augu ber. Þar er svo sannarlega af
nægu að taka.
Áhugaverðir staðir
Alls er þjóðgarðurinn Snæfellsjök-
ull, á utanverðu nesinu, 170 kíló-
metrar að flatarmáli og eini þjóð-
garður landsins sem nær að sjó.
Margir áhugaverðir staðir eru, auk
þeirra sem nefndir eru hér að
framan, og má þar nefna Arn-
arstapa, Lóndranga, Vatnshelli,
Gufuskála og svo mætti lengi
áfram telja. sbs@mbl.is
Gestastofa þjóðgarðs opnuð á Malarrifi
Sýning Uppsetningin er skemmtileg og þar er margt fróðlegt að sjá og finna.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gestastofa F.v. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður, Björn G. Björnsson, sýningarhönnuður og Birna Reynisdóttir sérfræðingur. Lóndrangar Stakir og reglulegir að allri lögun. Eru yst á Snæfellsnesinu.
Áhugaverð sýning í
þjóðgarðinum á Snæ-
fellsnesi. Vinsæll stað-
ur og góð aðstaða
U
ndirbúningur er í fullum
gangi fyrir Unglingalands-
mót Ungmennafélags Ís-
lands sem haldið verður í
Borgarnesi um næstu versl-
unarmannahelgi. Verið er að lag-
færa íþróttamannvirki, hreinsa
garða og útbúa risastórt tjaldsvæði.
Keppni á mótinu hefst 28. júlí og því
verður slitið 31. júlí. Þetta er 19.
Unglingalandsmót UMFÍ og í ann-
að skiptið sem það verður haldið í
Borgarnesi. Skráning hefst 1. júlí.
Búist við 15 þúsund manns
Gert er ráð fyrir miklum fjölda
fólks í Borgarnesi yfir mótshelgina,
segir í frétt frá UMFÍ. Þegar mótið
var haldið á sama stað árið 2010
voru keppendur tæplega 1.700 og
um 15.000 manns í bænum, að talið
er. Gert er ráð fyrir álíka fjölda
keppenda og gesta nú. Drög liggja
þegar fyrir að keppnisdagskrá, en
keppt verður í körfu og fótbolta,
frjálsum, glímu, ólympískum lyft-
ingum, skotfimi, stafsetningu og
mörgu fleiru.
Landsmótið fer fram vítt og
breitt um svæði UMSB í Borg-
arbyggð. Keppt verður í sundlaug-
inni í Borgarnesi, í íþróttahúsinu, á
Skallagrímsvelli og í Skallagríms-
garði, í Brákarhlíð, á golfsvæði
Hamars, við Hjálmaklett, á reiðvelli
Hestamannafélagsins Skugga, á
skotsvæði SkotVest í Brákarey og á
Hvanneyri. Þá verður keppt í and-
ans greinum, upplestri, skák og
stafsetningu á dvalarheimili aldr-
aðra.
Tjaldsvæði við Kárastaði
Tjaldsvæðin verða í útjaðri Borg-
arness við Kárastaði og er verið að
gera þau tilbúin fyrir mótið. Þar
verða salerni, leiksvæði og upplýs-
ingatjald UMFÍ. Kvöldvökur verða
haldnar alla mótsdagana í Borg-
arnesi. Á meðal þeirra tónlistar-
manna sem fram munu koma á
hverju kvöldi eru Emmsjé Gauti,
Úlfur Úlfur, hljómsveitin Amaba-
dama, Hafnfirðingurinn Jón Jóns-
son, bróðir hans Friðrik Dór, Dikta
og Glowie. sbs@mbl.is
Undirbúningur
unglingalands-
móts í gangi
Verslunarmannahelgin. Búist við margmenni.
Keppt í körfu, fótbolta, frjálum og glímu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Borgarnes Staður í þjóðbraut . Búist er við miklum fjölda fólks á landsmótið sem verður haldið þarna fljótlega.
Körfubolti Hér sést troðið í körfuna með miklum tilþrifum. Setning Unglingalandsmót hafa yfir sér blæ hátíðleika.