Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 R auðisandur er ekki mjög þekktur ferðamannastaður en það á örugglega eftir að breytast. Hann er syðst á Vestfjarðakjálkanum, nálægt Barðaströnd í samnefndri sýslu. Rauðisandur er í huga margra sveipaður mikilli dulúð, líklega vegna þess hversu hann var löngum afskekktur. Áður fyrr var þó tals- verð byggð í sveitinni en nú hefur hún dregist mikið saman eins og svo víðar á landinu. Minnisstætt er fyrir flesta að aka ósléttan fjallveginn sem endar í miklum bratta þar sem hann hlykkjaðist niður á láglendið. Af heiðarbrúninni blasir við Bæj- arvaðallinn og gulrauðar skelja- sandsfjörur og er þá sem umhverfið lýsist upp. Óvíða á landinu er umhverfið feg- urra. Hömrum girt sveitin horfir móti sólu, blár og mislyndur Breiða- fjörður liggur með landi og handan hans er Snæfellsjökull, svo voldugur og mikill. Rauðisandur er réttnefni. Lit sinn fær hann af hörpudiski sem um ár- hundruð eða þúsund hefur lifað í Breiðafirði. Hafið og brimið mylja hann og skola svo upp í fjöruna sem tekur litinn af þessum smágerðu skeljabrotum. Samt er sandurinn að hluta til gulur. Bæjarvaðallinn er flæðareyrar eða lón sem tekur yfir meirihlutann af sveitinni. Þar fellur sjórinn inn og yfir megnið af sandinum og á útfall- inu kemur allt upp aftur. Annað undirlendi er lítið en afar grænt og hlýlegt, að minnsta kosti að sum- arlagi. Skýringin á nafninu er ekki ein- hlít. Sumir segja að sveitin sé kennd við Ármóð hinn rauða sem nam þarna land. Sé svo er nafnið á mörg- um landakortum rétt, en þar stend- ur víða Rauðasandur. Í almennu tali er þó yfirleitt sagt Rauðisandur. Munum að nafnið er ekki eins í nefnifalli og aukaföllunum. Rauði- sandur, um Rauðasand, frá Rauða- sandi til Rauðasands. Ferðamaðurinn sem kemur á Rauðasand í góðu veðri ekur því sem næst að kirkjustaðnum Saurbæ og þar liggur lítill vegarslóði niður graslendið. Þar er gott að leggja bílnum og ganga yfir rauða, leir- borna sandinn og í gula skeljasand- sfjöruna. Á björtum degi er stór- kostlegt að ganga berfættur í heitum sandinum – næstum því eins og í útlöndum, bara miklu betra. Kaffihús er á Rauðasandi. Þar sit- ur fjölmenni utan húss við borð, nýt- ur sólar og gæðir sér á því sem á boðstólum er. Saurbæjarkirkja er nýlega upp- gerð, sker sig úr umhverfinu, svört að lit, reisuleg og falleg. Mikil saga er bundin Rauðasandi. Innst í sveitinni, undir brattri fjalls- hlíð stóð bærinn Sjöundá. Um alda- mótin 1800 bjuggu þar tvenn hjón. Sambúð þeirra endaði með því að eiginmaðurinn úr öðru hjónaband- inu og eiginkonan úr hinu myrtu maka sína. Af þessu varð mikið dómsmál sem endaði með því að þau voru dæmd til lífláts. Hann var tek- inn af lífi í Noregi haustið 1805 en hún lést nokkru áður í fangahúsinu í Reykjavík og var dysjuð á Skóla- vörðuholti. Hét þar Steinkudys allt fram á 20. öld. Undir Stálfjalli er Skor og þar var áður útræði. Þekktastur er stað- urinn fyrir það að þaðan lagði Egg- ert Ólafsson í sína hinstu för vorið 1768. Hann var þá nýgiftur og sigldi frúin með honum. Skip þeirra og fylgdarmanna hvarf í hafið þennan dag. Lengi var ljóð Matthíasar Jochumssonar kennt í barnaskólum og nemendur látnir læra það ut- anað. Það var lítill vandi svo vel er það samið. Fyrsta erindið í hinum heillandi ljóðabálki er svona: Þrútið var lofti og þungur sjór, þokudrungað vor. Það var hann Eggert Ólafsson, hann ýtti frá kaldri skor. Mæla má með ferð á Rauðasand. Skemmtilegast er að aka til Stykk- ishólms og sigla með Baldri yfir Breiðafjörð að Brjánslæk, þaðan um Barðaströnd, yfir í Patreksfjörð og þá til Rauðasands. Til baka er stór- kostleg að aka austur sýsluna, þræða firðina. sigurdur.sigurdarson@simnet.is Gönguleiðir – Rauðisandur Kynngimagnaður staður Skelbrot Rauðisandur fær lit sinn af rauðgulum hörpudiski úr Breiðafirði og skelbrotin hafa myndað sandfjöruna. Rauðisandur dregur nafn sitt af rauðgulum skelja- sandi. Æ fleiri ferðamann leggja nú leið sína þang- að en áður. Bæjarvaðalinn kl. 17, aðfall.Bæjarvaðallinn kl. 14, útfall. Vopnaskak, bæjarhátíð Vopnfirðinga, hófst í gær og stendur til sunnudags. Margvíslegur dagamunur er gerður af þessu tilefni. Í dag er hagyrðinga- kvöld og tónleikar með Todmobile verða á morgun. Þá er markaðstorg á laugardag þar sem verða tónlistar- atriði og ýmislegt gaman. Hofsball, ekta sveitaball, verður á laugardagskvöld. Bustarfellsdagurinn er svo á laugardaginn. Dagskrá í gamla torfbænum, hvar starfrækt er byggðasafn, hefst klukkan 13 og þar verður allan daginn dagskrá með ið- andi lífi. Um kvöldið verður Eva Ing- ólfsdóttir fiðluleikari með tónleika í félagsheimilinu Miklagarði en hún dvelst um þessar mundir á Vopnafirði til að safna saman efni í tón-, sjón- og ljóðlistaverk um Vopnafjörð sem flutt verður að ári. List í Selárdal Auk þess er fjöldinn allur af minni viðburðum. Þar má nefna ljós- myndasýningu Olgu Helgadóttur, myndlistarsýningu listahóps Vopna- fjarðar þar sem einnig eru sýnd nokk- ur verk eftir Eddu Heiðrúnu Back- man. Sömuleiðis er ljósmyndasýning í Hjáleigunni við Minjasafnið á Bustarf- elli og sýning Listar án landamæra við sundlaugina í Selárdal. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Golli Vopnaskak Það verður mikið um að vera á Vopnafirði um helgina. Hagyrðingar og sveitaball Vopnaskak alla helgina. Tón-, sjón- og ljóð- listaverk í smíðum. Askalind4,Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is w w w .h el iu m .is Sláuvél með drifi B&S 450E mótor Hækkun í einu handfangi 55 lítra graskassi Frábær heimilisvél Lúxus sláuvél með drifi B&S 625E mótor, auðveld gangsetning Tvískiptur sláuhnífur, slær 2svar 70 lítra kassi, "notendavænn" Frábær vél í flestan slá Sga Collector 46 SB Sga TwinClip 50 SB Sjálfskiptur lúxus sláutraktór Kawazaki FS600V mótor, þrýssmurður Notendavænt sæ og stýri 320 lítra graskassi Frábær traktór í stærri svæði Sga Estate 7102 H Léttu þér lífið með Stiga sláttuvél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.