Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016
I heildverslun/Verslun
Helluhrauni 22
220 Hafnarfirði
Sími 555-2585
Slakaðu á hvar og hvenær sem er
Mynd af toppi Helgarfells
Tilboðsverð
8.900,-kr
með Letibelgnum!
F
jallið fyrir ofan Skagaströnd
heitir Spákonufell og er
kennt við konuna sem sumir
telja landnámsmann og var
kölluð spákona, Þórdís spákona.
Spákonufell er í sérstöku dálæti
hjá þeim sem þetta ritar enda hef-
ur hann gengið í ófá skipti um fjall-
ið og kannað gönguleiðir. Þær má
sjá á meðfylgjandi korti sem birtist
í bæklingi sem Sveitarfélagið
Skagaströnd gaf út fyrir nokkrum
árum.
Suðurleiðin er afar áhugaverð en
nokkuð brött og efst er hamrabelti
sem þó er flestum auðfarið. Það er
svona álíka og hamrarnir efst í
Þverfellshorni í Esju.
Norðurleiðin er léttust. Hún er
stikuð og frekar aflíðandi og af
henni mjög auðvelt að komast upp
á Borgina en svo nefnist efsti hluti
fjallsins.
Uppi er mikil slétta, mosavaxin
og falleg. Útsýni er gríðarlega mik-
ið, yfir Húnaflóa, inn með honum
og yfir hann til Strandafjalla.
Lengst úti við sjóndeildarhring má
auðveldlega greina Hornbjarg. Í
austri sér til Skagafjarðar og allt
til Siglufjarðarfjalla.
Varða er efst á fjallinu og á
henni er fornleg kista sem er til-
vísun í söguna af Þórdísi spákonu.
Í henni er gestabók og óskasteinn.
Þórdís á að hafa á sínum tíma sett
mikil auðæfi í kistu og komið fyrir
á klettasyllu í hömrum Borg-
arinnar. Þar ku hún enn vera.
Fjölmargir möguleikar eru á
hringleiðum um fjallið eins og sjá
má á kortinu.
sigurdur.sigurdarson@simnet.is
Gönguleið Spákonufell
Áhugaverðar leiðir við Skagaströnd
Ljósmyndir/Sigurður Sigurðarson
Spákonufell Göngugarpar frá Skagaströnd vígja kistu Þórdísar og vörðuna og flytja galdraþulu á Spákonufelli. Í kistunni er gestabók og óskasteinn.
Hamrabelti Suðurleiðin er áhugaverð en nokkuð brött með hamrabelti efst.
Auðæfi Í vörðu á fjallinu er kista sem vísar í söguna af Þórdísi spákonu.
Fagurt Frá Árbakkafjalli og horft til Spákonufells, Borgarinnar.
Spákonufell KatlafjallSpákonufellshöf!i Skagahei!iSpáko fellshöfði Spáko fell Katl fjall Skagaheiði