Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  156. tölublað  104. árgangur  TEKUR SJÁLFAN SIG OG REYNSL- UNA MEÐ SÉR FJÖLBREYTT OG FERLEGT NOTAR LISTAVERK MÓÐURAFA Í HÖNNUN SINNI EISTNAFLUG Í NESKAUPSTAÐ 31 ENGILBERTSHÖNNUN 12KK Á ARCTIC CONCERTS 30 Fyrir alla leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu var svokölluð kossa- myndavél þar sem sýnt var á risaskjá þegar pör smelltu kossi á hvort annað fyrir framan tugþúsundir manna. Elís Hólm Þórðarson gekk þó skref- inu lengra því hann bað Huldu Teits- dóttur um að giftast sér og sagði Hulda já fyrir framan rúmlega 80 þúsund manns á Stade de France fyrir leik Frakklands og Íslands í átta liða úrslitunum. Parið hefur verið saman í átta ár og á þrjú börn. „Það var kominn tími á þetta,“ seg- ir Elís, en fimm daga tók að fá stað- festingu á að hann yrði síðastur í kossamyndavélaröðinni. „Ég og vinur minn ákváðum að fara á leikinn í 16 liða úrslitum gegn Englandi og þá var ég ekki búinn að ákveða að trúlofast í París nokkrum dögum síðar. Eftir sigurinn gegn Englandi segi ég við strákana eitt kvöldið hvort ég ætti ekki bara að biðja Huldu. Hvort það yrði ekki nokkuð flott að komast í kossamyndavélina og biðja hennar á vellinum. Og þeim fannst það góð hugmynd og hjálpuðu mér mikið.“ Elís fann símanúmerið hjá Páli Sævari Guðjónssyni, vallarþul KSÍ í Frakklandi, og spurði hvort hann gæti eitthvað hjálpað sér. „Hann gat ekki lofað neinu en ætlaði að gera sitt besta til að reyna að láta þetta gerast. Þetta tók fimm daga og ég fékk ekki lokasvar fyrr en klukkan 16 að frönskum tíma á sunnudeginum, titr- andi af stressi.“ Þegar Elís og Hulda birtust á risa- skjá Stade de France fór hann niður á hnén og kom unnustu sinni á óvart. „Þegar ég birtist var að duga eða drepast, það var ekkert flóknara en það. Ég henti mér niður og sagði nokkur vel valin orð. Hún sagði já, sem betur fer, því að annað svar hefði verið frekar niðurlægjandi,“ segir hann og hlær. Áhorfendur á vellinum tóku vel í bónorðið og fögnuðu áhorf- endur ákaft þegar ljóst var að Hulda hafði sagt já. „Það fór gæsahúð um mann þegar ég gerði þetta og þetta er nokkuð sem ég gleymi aldrei. Vinir mínir vita reyndar ekki alveg hvernig hægt verður að toppa þetta bónorð,“ segir hann og hlær. benedikt@mbl.is »11 Á skeljarnar í kossamyndavél  Elís Hólm bað um hönd unnustunnar fyrir framan 80 þúsund áhorfendur á EM Elís og Hulda „Hún sagði já.“ Þeir Anton Arnarson og Benedikt Benediktsson skipa dúettinn BMX brós og eru mörgum Íslendingum kunnir eftir frammistöðu sína í Ís- land Got Talent. Þeir hafa verið með BMX-hjólanámskeið fyrir unga krakka í sumar og eins og sjá má er hægt að nota hjólin í alls kyns brellur eins og að stökkva niður af tröppum. Þeir ítreka að hjá þeim sé öryggið alltaf í fyrirrúmi og að allir sem sæki námskeið þeirra þurfi að vera með hjálm. Hver veit nema í uppsiglingu sé annað BMX-æði líkt því sem þeir muna eftir sem ólust upp á níunda áratug síðustu aldar. Arnar og Benedikt hafa verið með BMX-hjólanámskeið fyrir krakka í sumar Kátir í loftköstum á BMX-hjólum Morgunblaðið/Ófeigur Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Reglur sveitarfélaganna um fasteignagjöld eru mjög mismunandi og endurspeglast í mishárri álagningu gjaldanna í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Fasteignagjöld eru hæst í Borgarnesi, að því er fram kemur í útreikningi Þjóðskrár Íslands fyrir Byggðastofnun, sem tekur mið af fasteign af sömu gerð á öllum stöðunum, einbýlishúsi sem er 161,1 fermetrar að grunnfleti og 808 fermetra lóð. Samkvæmt mati Þjóðskrár eru fasteignagjöld í Borgar- nesi um 351 þúsund krónur á ári. Næst á eftir kemur Keflavík með gjöld upp á 344 þúsund og þar á eftir Húsavík, með 330 þús- und. Lægstu gjöldin eru á Vopnafirði, 180 þúsund, eða 51% af hæstu gjöldunum. Mesta hækkun fasteignagjalda frá fyrra ári er á Siglufirði, 25%, en þar lækkuðu gjöldin mest í fyrra. Hæst fasteignagjöld á höfuðborgarsvæð- inu eru í Suður-Þingholtunum í Reykjavík, um 320 þúsund. Lægst eru þau í Úlfars- árdal, um 235 þúsund. Fasteignagjöld lækkuðu í þremur sveitarfélögum; á Hólmavík, á Seyðisfirði og Blönduósi, þar sem lækkunin var mest, 1,8%. Hæstu fasteignagjöldin St yk kis hó lm ur Ke fla vík Bo rga rn es Gr un da rfj ör ðu r Hú sa vík 350.000 300.000 250.000 200.000 2015 2016 kr. Heimild: Byggðastofnun Gjöldin hæst í Borgarnesi  Misjöfn á landsvísu  Hlýindi í vor gefa vísbendingu um góðan hey- skap í sumar, en Borgar Páll Bragason, fag- stjóri í nytja- plöntum hjá Ráð- gjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir horfurnar fyrir heyskaparárið almennt góðar. Bændur víða um land eru búnir með fyrsta slátt. Þurrkar hafa þó gert bændum lífið leitt, t.a.m. í Mýrdal, þar sem ekkert rigndi frá miðjum apríl og fram yfir miðjan júní, sem er mjög óvenjulegt. Í Eyjafirði hefur heyfengur verið misjafn, meðal annars vegna kals í túnum í vor. »4 Búist við góðum heyskap í sumar Mýrdalur Bændur byrjaðir að heyja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.