Morgunblaðið - 06.07.2016, Page 4

Morgunblaðið - 06.07.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Listaverk til heiðurs Vilhelmínu Lever var afhjúpað í Naustinu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær. Vilhelmína var fyrsta konan á Íslandi til að kjósa í opinberum kosn- ingum, til sveitarstjórnar árið 1863 á Akureyri. Verkið er sett upp í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna í fyrra. Um er að ræða skúlptúr úr timbri eftir listakonuna Aðalheiði S. Eysteinsdóttur sem sýnir maddömu Vilhelmínu í fullri líkamsstærð sitj- andi á bekk og við hlið hennar er kjörkassi. Í kassann má setja hug- myndir um skapandi verkefni sem gætu orðið konum til hagsbóta eða framdráttar með einhverjum hætti. Vilhelmína Lever á Akureyri var fyrsta konan til að kjósa til sveitarstjórnar á Íslandi árið 1863 Fyrsta konan til að kjósa Morgunblaðið/Þorgeir Hugmyndakassi Við hlið listaverksins er kassi þar sem setja má hugmyndir um skapandi verkefni. Landsnet hyggst halda áfram fram- kvæmdum við Kröflulínu 4 sem mun sjá nýrri Kísilverksmiðju á Bakka fyrir rafmagni. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fyrirskipað bráðabirgðastöðvun á framkvæmd- um meðan nefndin tekur fyrir kæru Landverndar og Fjöreggs. Bannið bara á einu svæði Bann úrskurðarnefndarinnar gild- ir þó aðeins við Leirhnjúkshraun þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar. Í svari Landsnets við fyrirspurn Morgunblaðsins segir „Stöðvunar- krafan er til bráðabirgða meðan úr- skurðarnefndin er með málið til af- greiðslu. Við bíðum eftir þeirri niðurstöðu [...] við gerum ráð fyrir að halda áfram með framkvæmdir á þeim svæðum þar sem öll tilskilin leyfi liggja fyrir“. Ekki ljóst hvort tafir verði Það er því ljóst að lagning línunn- ar er enn sem komið er á áætlun en framkvæmdin gæti tafist verði frek- ari seinkun á afgreiðslu málsins. Í svari Landsnets segir þó „Á þessu stigi vitum við ekki hvort þetta muni leiða til tafa á tengingu Þeista- reykjavirkjunar og Bakka við flutn- ingskerfið en ef leyfi til fram- kvæmda liggur ekki fyrir innan fárra vikna mun það hafa áhrif á framgang verksins“. Gæti valdið miklu tjóni Tafir á lagningu Kröflulínu 4 gætu haft í för með sér seinkun á að Kís- ilver á Bakka geti hafið starfsemi. Standi verksmiðjan auð verða rekstraraðilar Kísilversins og sveit- arfélagið Norðurþing fyrir töluverðu fjárhagstjóni. elvar@mbl.is Framkvæmdir halda áfram við Kröflulínu 4  Stöðvun aðeins á afmörkuðu svæði Tölvuteikning/Landsnet Möstur Ekki eru allir sáttir við nýju raflínuna og staðsetningu hennar. Íslensk heimili njóta háhraðateng- ingar í meira mæli en aðrar Norð- urlandaþjóðir og Eystrasalts- löndin, samkvæmt samanburðarsamantekt sem gerð var meðal þjóðanna. Háhraðatenging telst tenging með 30Mb/s niðurhalshraða eða meira. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Mílu. Síðustu sjö ár hafa eftirlitsstofnanir á fjar- skiptamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltslanda, alls átta landa, gefið árlega út samanburðar- skýrslu um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun þeirra. Samkvæmt könnuninni er um 0,31 breiðbandstenging á hvern íbúa á Íslandi. Næstir koma Svíar með 0,21 tengingu á hvern íbúa. Könnun á þessum þætti nær aftur til ársins 2010 og hefur Ísland haft forystu allan þann tíma. Fleiri háhraðateng- ingar hér en hjá samanburðarþjóðum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Horfurnar fyrir heyskaparárið eru almennt góðar, að mati Borgars Páls Bragasonar, fagstjóra í nytja- plöntum hjá Ráðgjafamiðstöð land- búnaðarins (RML). Hann sagði að vorið hafi verið hlýtt sem er gott fyr- ir sprettuna. „Sprettan hefur verið góð um allt land nema þar sem þurrkar hafa sett strik í reikninginn,“ sagði Borgar. Hann sagði að korn og grænfóður hafi einnig vaxið mjög vel. Kornið sé farið að skríða þannig að horfurnar fyrir það séu einnig góðar. Borgar starfar á Hvanneyri í Borgarfirði. Hann sagði þó nokkuð síðan að sláttur hófst á Vesturlandi. Það hvað sláttur hefst snemma ræðst nokkuð af því hvort beitt hefur verið á túnin að vori. „Hér eru menn á fullu í heyskap þessa góðu daga,“ sagði Borgar. Margir bændur á Vesturlandi eru búnir með fyrsta slátt og sumir fyrir nokkru. Töluverðar rigningar hafa verið á Austurlandi síðustu vikur eftir mikla þurrka þar á undan. Borgar sagði að einhverjir bændur á Austurlandi hafi verið byrjaðir að slá fyrir rigning- arnar. Grasspretta hafi væntanlega tekið vel við sér í úrkomunni. Misjafn heyfengur í Eyjafirði Vel viðraði til heyskapar í Eyja- firði þar til í síðustu viku að það fór að rigna, að sögn Sigurgeirs B. Hreinssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Sumir voru þá búnir með fyrsta slátt. Óvenju mikil hlýindi höfðu verið í mánuð fram að síðustu viku. Bændur glöddust yfir því að fá rigninguna, enda var orðið verulega þurrt. „Ég hef varla heyrt menn tala um jafn misjafnan heyfeng á þessum tíma og nú,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að annars vegar hafi sums staðar verið mikið kal í túnum í vor. Hins vegar voru óvenju miklir þurrkar þar til í síðustu viku. Við þær aðstæður fer það mikið eftir landinu hvernig uppskeran verður, hvort landið er frjósamt með miklum og góðum jarðvegi eða hvort það er viðkvæmt fyrir þurrkum eins og þar sem stutt er niður á sand eða möl. Sigurgeir sagði dæmi um að menn hafi fengið afleita uppskeru vegna þurrka sem komu jafnvel ofan á kal. Þeir sem eru með framræstar mýrar sem halda rakanum vel hafa fengið góða uppskeru. „Heyskapur var ágætlega snemma á ferðinni. Menn geta fengið annan slátt og jafnvel þriðja góðan. Þar sem var þurrast og tún skrælnuð og brunnin, orðin alveg gul út af þurrkum, þar er þetta lengi að ná sér,“ sagði Sigurgeir. Óvenju þurrt í Mýrdalnum Jónas Erlendsson, fjárbóndi og fréttaritari í Fagradal í Mýrdal, byrjaði að slá rétt fyrir mánaðamót. Hann beitir túnin vor og haust. Nær ekkert rigndi frá miðjum apríl og fram yfir miðjan júní, sem er mjög óvenjulegt í Mýrdalnum. Tún sem ræktuð eru á sandi voru orðin mjög þurr og skrælnuð af þurrki sem hamlaði sprettu. Skúrir komu í fyrrakvöld og í gær. Því meiri sem vætan er þess meiri er gróskan. Spáð er hagstæðu heyskaparveðri í Mýrdal næstu daga, að sögn Jón- asar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Heyannir Ágætlega hefur gengið að heyja á bænum Hvannbóli í Mýrdal. Þar var verið að taka upp heyrúllu til að pakka henni í plast þegar myndin var tekin. Vorið var hlýtt en sums staðar var það heldur of þurrt fyrir sprettuna. Góðar horfur fyrir heyskapinn í sumar  Vorið var hlýtt og gott  Þurrkar setja strik í reikninginn Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Moules Frites Bière Bláskel með frönskum og bjór 3490,- alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.