Morgunblaðið - 06.07.2016, Page 6

Morgunblaðið - 06.07.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Fjarskiptafyrirtæki munu hætta með sérstaka verðskrá fyrir notkun farsíma og annarra fartækja í reiki innan EES-svæðisins eftir 1. ágúst næstkomandi. Þess í stað mun verð fyrir þjónustuna verða samkvæmt innanlandsverðskrá þeirrar áskrift- ar sem hver viðskiptavinur hefur hjá sínu farsímafyrirtæki að við- bættu sérstöku álagi. Þetta þýðir að ef farsímanotandi er staddur í Þýskalandi og hringir í annan far- síma í Þýskalandi, eða í einhverju öðru landi innan EES-svæðisins, mun hann greiða samkvæmt innan- landsverðskrá síns farsímafyrirtæk- is á Íslandi. Á gjaldið leggjast fimm evrusent, eða 8,71 kr. álag sam- kvæmt gengi sem fest hefur verið til 1. júlí árið 2017. Í tilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun segir að hér sé um umtalsverðar breytingar að ræða þar sem fallið sé frá því hámarks- verði fyrir reiki sem gilt hafi undan- farin ár. Því verði í flestum tiflellum ódýrara fyrir farsímanotendur að nota símann eða önnur fartæki inn- an EES-svæðisins. Álag vegna notkunar í reiki verð- ur þannig að hringingar munu kosta 8,71 krónu, álag fyrir að svara sím- tali verður 1,98 krónur og álag vegna SMS-sendinga verður 3,48 krónur en frítt verður að taka á móti SMS-skilaboðum. Þá verður álag vegna gagnanotkunar 8,71 króna fyrir hvert megabæt. Einnig verður fjarskiptafyrirtækjum áfram skylt að senda viðskiptavinum sínum við- vörun vegna gagnanotkunar, og því fá þeir viðvörun þegar kostnaðurinn nemur 80% af hámarki. Góðar fréttir fyrir neytendur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunum. „Þetta eru afar góð- ar fréttir fyrir neytendur á faralds- fæti um EES-ríki. Á örfáum árum höfðum við séð verð fyrir farsíma- notkun um þessi lönd snarlækka. Í þessu skrefi mun verð innanlands gilda í EES-ríkjum að viðbættu álagi,“ segir Gunnhildur og bætir við að á næsta ári muni álagið falla niður og því muni sama verð gilda hér heima og í EES-ríkjunum. „Farsíminn er orðinn hluti af okkur og nauðsynlegur samferðamaður í lífinu. Það er því frábært að geta notað símann í EES-ríkjunum rétt eins og við værum hér heima og leyft vinum og ættingjum að upplifa ferðina með okkur í gegnum sam- félagsmiðla,“ segir Gunnhildur. Verð hefur lækkað um 85% Gunnhildur segir að margir sem eru í þjónustuleiðum Símans með innifalinni notkun greiði eftir breyt- ingarnar 8,71 krónu aukalega á mín- útuna, en annars um 31 krónu. „Upphafsgjöld eru horfin og verð fyrir að móttaka símtöl hefur lækk- að um 85% á þremur árum úr 13,5 krónur í tæpar tvær. Gagnamagns- notkun hefur snarlækkað frá því að hámarksverð var fyrst sett á árið 2012,“ segir Gunnhildur og bætir við svona breytingar og tæknibreyting- ar muni alltaf hafa áhrif á tekjur fjarskiptafyrirtækja. Morgunblaðið/Golli Upplifun Ljóst er að auðveldara verður fyrir fjölskyldu og vini að fylgjast með ferðalaginu eftir breytingarnar. Mikil verðlækkun  Verð fyrir farsímanotkun innan EES-svæðisins lækkar frá 1. ágúst  Innanlandsverðskrá mun gilda fyrir notendur Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Kynsjúkdómar eru að sækja í sig veðrið og þá einkum sárasótt og lek- andi. Þetta á við hér á landi en einn- ig annars staðar í Evrópu og vestan- hafs. Ástæður þessa eru þær að ónógu fjármagni er varið til forvarna hér á landi en einnig virðist hafa orð- ið viðhorfsbreyting til ábyrgðar í kynlífi. Fleiri hafa greinst með sára- sótt og lekanda hér á landi það sem af er þessu ári heldur en á sama tíma í fyrra. „Þessar sýkingar eins og lek- andi og sárasótt hafa einkum verið að sjást hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Það eru líkur á því að menn noti ekki smokka í sama mæli og áður og það kann að vera vegna þess að þegar sem mest var um HIV voru menn mjög hræddir og pössuðu sig vel, en í seinni tíð hefur komið mjög öflug meðferð við HIV-sýkingum sem heldur sýkingunni niðri þannig að menn eru mjög lítið smitandi. Það kann að hafa leitt til meira kæru- leysis í kynlífi og þá blossa hinir sjúkdómarnir upp,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómarnir ekki útdauðir Landlæknir hefur í forvarna- starfi sínu aðallega leitað til áhættu- hópa fyrir kynsjúkdóma, frætt þá um sýkingar og hvatt til aukinnar notkunar á smokkum og ábyrgðar í kynlífi. „Það er líka átak í gangi, og hefur verið í nokkur ár, um fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir í grunn- og framhaldsskólum varðandi kyn- sjúkdóma. Það er eitthvað sem þarf greinilega að efla og reyna að auka vitundarvakningu meðal fólks um þessa sjúkdóma sem margir halda hreinlega að séu útdauðir en eru alls ekki,“ segir Þórólfur. Fleiri karlmenn greinast Það sem af er árinu 2016 hafa 16 tilfelli af sárasótt verið greind á Íslandi, sem staðfestir umtalsverða aukningu á undanförnum tveimur árum, en 12 höfðu greinst á sama tíma í fyrra. Af þessum 16 ein- staklingum voru 14 karlmenn en tvær konur. Fleiri tilfelli hafa greinst af lekanda á þessu ári en á sama tíma í fyrra, alls 32 talsins, en flestir sem greindust eru karlmenn, eða 86%. Íslendingar eru ekki nógu passa- samir í kynlífi  Kynsjúkdómar sækja í sig veðrið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Verja Þórólfur segir smokkinn bestu vörnina gegn sjúkdómum. Fjöldi klamydíusýkinga var svipaður fyrstu fimm mánuði ársins 2016 og í fyrra og kynjaskiptingin er jafnari en hvað varðar lekandann, en um 43% hinna sýktu eru karl- menn. „Þetta er mjög stöðugt. Það eru í kringum 2.000 tilfelli sem greinast á ári hverju. Við erum ekki að sjá aukningu þar eins og í öðrum kynsjúkdómum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Við viljum gjarnan sjá þetta fara lækkandi en þetta skýrist einkum af því að ungt fólk notar ekki verjur mjög mikið. Við verðum að gera betur í forvörnum hvað það varðar og hvetja fólk til ábyrgs kynlífs og svo til notkunar á verjum til að koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta verið skaðlegir. Smokkurinn er besta vörn- in,“ segir Þórólfur. Klamydíusmit standa í stað UM 2.000 TILFELLI Á ÁRI HVERJU Þórólfur Guðnason Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir að verð í Evr- ópu hafi lækkað mikið síðustu ár og muni halda áfram að lækka. „Þessar verðlækkanir hafa meðal annars gert okkur mögulegt að bjóða mjög hagstæða ferðapakka. Frá og með 1. ágúst mun almenn verðskrá Nova fyrir notkun í Evrópu lækka og síðan aftur sumarið 2017 eins og Evrópureglugerðin kveður á um. Verðlækkunin tekur gildi 1. ágúst og verður aðgengileg á heimasíðu félagsins frá þeim tíma og kynnt viðskiptavinum,“ seg- ir Liv. Bára Mjöll Þórðardóttir, forstöðumaður markaðs- mála og samskipta hjá Vodafone, segir að þrátt fyrir breytingarnar muni þjónustuleiðin One Traveller, sem Vodafone býður upp á, áfram verða hagstæðasti kostur fyrirtækisins. „One Traveller verður klárlega áfram okkar besti kostur, enda er sú vara þróuð með þetta í huga og er skref í átt að þessu,“ segir Bára, en One Traveller býðst þeim viðskiptavinum sem kaupa bæði farsíma- og internetþjónustu frá Vodafone. Hagstæðari þjónustuleiðir VERÐLÆKKUNIN HEFUR ÁHRIF HÉR Á LANDI Liv Bergþórsdóttir Guðni Ágústsson, fyrrverandi land- búnaðarráðherra, mun tala um hetj- una Skarphéðin Njálsson í kvöld- göngu á Þingvöllum annað kvöld, fimmtudaginn 7. júlí. Gangan hefst uppi á Hakinu klukkan 20.00 og henni lýkur við Þingvallakirkju. „Skarphéðinn sat mörg þing á Þingvöllum með hinum vitra föður sínum Njáli,“ sagði Guðni. „Ég ætla að segja frá hetjunni Skarphéðni sem á alveg gríðarlegt fylgi hér á Suðurlandi. Menn nefndu stærstu æskulýðshreyfinguna hér, Héraðs- sambandið Skarphéðinn, í höfuðið á hetjunni. Nafn hans er uppi enn og margar sögur til af honum.“ Guðni kvaðst ætla að lýsa persónu Skarphéðins, einkennum hans og ýmsum atvikum sem áttu sér stað á Þingvöllum. Ekki síst þegar deil- urnar stóru voru á milli þeirra Berg- þórshvolsmanna og Flosa Þórðar- sonar á Svínafelli út af Höskuldi Hvítanessgoða. Á endanum brenndi Flosi Bergþórshvolsmenn inni. Karlakór Kjalnesinga mun syngja Öxar við ána við upphaf göngunnar, Álfu vorrar yngsta land á Lögbergi og Skarphéðinn í brennunni eftir Hannes Hafstein í göngulok við gafl Þingvallakirkju. Ásatrúarmenn í fullum skrúða og víkingar munu fara fyrir göngunni. „Hver veit nema ein- hver þeirra beri Rimmugýgi (öxi Skarphéðins),“ sagði Guðni. Allir eru velkomnir í kvöldgöng- una á Þingvöllum. gudni@mbl.is Gengið í félagi við Skarphéðin  Kvöldganga á Þingvöllum öllum opin Morgunblaðið/Kristinn Sögumaðurinn Guðni Ágústsson, fyrrverandi lanbúnaðarráðherra. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.