Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Vef-Þjóðviljinn kærir sig oftastkollóttan um regluverk rétt-
trúnaðarins og viðrar hiklaust
hina hlið hvers máls:
Eitt sem ekki breytist er að enner verið að gefa út Bóta-
skrárnar. Auglýsingar heyrast
allsstaðar: Bótaskrárnar eru
komnar út. Kaupið bótaskrárnar.
Tryggingastofnun sendir frá sérlista yfir hæstu bótaþega í
hverju kjördæmi og fréttamenn
lesa þá upp. Engin lagaheimild er
fyrir því að senda þetta út en það
er gert samt, og enginn fettir fing-
ur út í það, af ótta við að vera tal-
inn vinur bótaþega. Fjölmiðlar
vinna upp úr bótaskránum. Þeir
birta lista yfir hæstu atvinnuleysis-
bótaþega, hæstu örorkubótaþega,
hæstu vaxtabótaþega, hæstu
barnabótaþega og svo framvegis.
Ef einhver mótmælir þessu ogbendir á að hér sé fjallað
opinberlega um viðkvæm persónu-
leg málefni er því svarað að þetta
eigi að vera opinberar upplýs-
ingar, þar sem bótagreiðslurnar
komi úr sameiginlegum sjóðum.
Fólk sem borgi skatta eigi rétt á
að vita í hvað skattarnir fara. Í
öðru lagi er sagt að birting bóta-
skránna sé mikilvæg í baráttunni
gegn bótasvikum.
Menn þori ekki að þykjast veraatvinnulausir en vinna samt
svart, ef þeir vita að bótaskráin
verður birt.
Ef þessi rök duga ekki er því
bætt við að fjárhagslegar upplýs-
ingar séu ekkert viðkvæmar upp-
lýsingar, nema menn hafi eitthvað
að fela. Þess vegna koma Bóta-
skrárnar áfram út.“
Bótaskrárnar
komnar út
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 5.7., kl. 18.00
Reykjavík 16 léttskýjað
Bolungarvík 14 heiðskírt
Akureyri 15 léttskýjað
Nuuk 7 heiðskírt
Þórshöfn 10 heiðskírt
Ósló 18 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skúrir
Stokkhólmur 19 skúrir
Helsinki 14 skúrir
Lúxemborg 20 léttskýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 15 skýjað
London 20 léttskýjað
París 21 alskýjað
Amsterdam 16 rigning
Hamborg 16 þrumuveður
Berlín 24 skúrir
Vín 28 léttskýjað
Moskva 16 skýjað
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 34 léttskýjað
Barcelona 29 léttskýjað
Mallorca 30 heiðskírt
Róm 28 heiðskírt
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 18 skýjað
Montreal 26 skýjað
New York 25 rigning
Chicago 25 alskýjað
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:19 23:48
ÍSAFJÖRÐUR 2:26 24:50
SIGLUFJÖRÐUR 2:05 24:37
DJÚPIVOGUR 2:37 23:29
Gangi lang-
tímaspár um
samdrátt í
bresku efnahags-
lífi og gengisfall
sterlingspundsins
eftir getur það
haft áhrif á
ferðalög Breta.
OECD gerir ráð
fyrir að lands-
framleiðsla í Bretlandi til langs
tíma verði um 5% minni en hún er
nú.
Í Hitamælinum, fréttabréfi Sam-
taka ferðaþjónustunnar, segir að
Bretlandsmarkaður sé mikilvægur
fyrir áfangastaðinn Ísland, en um
240 þúsund Bretar sóttu Ísland
heim á síðasta ári.
Bretar voru í fyrra 19% erlendra
ferðamanna sem komu til Íslands
og hefur þeim fjölgað mikið á
undanförnum árum. Hafa þeir haft
sérstaklega góð áhrif á stöðugleika
í ferðamannaiðnaðnum vegna þess
að þeir koma hingað mest að vetr-
arlagi, þ.e. utan háannatíma. Á
fyrstu fjórum mánuðum ársins voru
Bretar 36% erlendra ferðamanna
sem komu til landsins. jbe@mbl.is
Gæti dregið
úr straumi
ferðamanna
Brexit hefur áhrif
á ferðahegðun Breta
Vesturverk hefur lagt fram frum-
matsskýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum Hvalárvirkjunar í Ófeigs-
firði í Árneshreppi á Ströndum.
Virkjunin er í orkunýtingarflokki
Rammaáætlunar. Kynningarfundur
um skýrsluna verður í félagsheim-
ilinu í Trékyllisvík í dag klukkan 14.
Ekki er frágengið hvernig tengingu
virkjunar við landskerfið verður
háttað en nokkrar hugmyndir hafa
verið skoðaðar með Landsneti, sem
mun sjá um undirbúning að teng-
ingu Hvalárvirkjunar við flutnings-
kerfið, að því er fram kemur í frum-
matsskýrslunni.
Þrjár ár virkjaðar
Í samantekt kemur fram að Vest-
urverk ehf. áformar að virkja
rennsli ánna Hvalár, Rjúkanda og
Eyvindarfjarðarár til orkuöflunar.
Miðað við núverandi hönnun er gert
ráð fyrir að afl virkjunarinnar verði
um 55 MW og orkuframleiðsla um
320 GWh á ári. Rjúkanda verður
veitt yfir í Vatnalautavötn sem eru
á vatnasviði Hvalár. Í Vatnalautum
er myndað miðlunarlón með stíflu í
Hvalá og vatninu síðan veitt að
Hvalárlóni í Efra- og Neðra-Hval-
árvatni með stíflu við Hvalá og ofan
við Dagverðardalsá.
Einnig er fyrirhugað er að gera
miðlun í Neðra-Eyvindarfjarðar-
vatni, sem verður Eyvindarfjarðar-
lón, með gerð stíflu við útfall þess
og vatni verður veitt þaðan um jarð-
göng til Hvalárlóns. Frá Hvalárlóni
er vatn leitt um aðrennslisgöng að
stöðvarhúsi neðanjarðar með frá-
rennsli um göng niður í ós Hvalár.
Í skýrslunni segir í kafla um
mótvægisaðgerðir: Miðað er við að
stilla hæðir yfirfalla þannig að yf-
irfallsvatn fari frekar á fossa sem
staðkunnugir hafa metið mikilvæg-
ari en aðra, svo sem í fossaröð Ey-
vindarfjarðarár frekar en í Hvalá
og á Rjúkandafoss í Rjúkanda
frekar en Drynjanda í Hvalá.
Heildarniðurstaða mats á umhverf-
isáhrifum Hvalárvirkjunar er að
áhrif framkvæmda séu á bilinu
óveruleg til talsvert neikvæð.
aij@mbl.is
Frummat á 55 MW Hvalárvirkjun
LANGVIRK
SÓLARVÖRN
ÞOLIR SJÓ, SUND
OG LEIK.
BARNIÐ ÞITT Á SKILIÐ 5 STJÖRNUR
SÓLARVÖRNIN SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ
Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð.
Engin paraben, engin nanótækni, ilm- eða litarefni.
Sölustaðir | Öll apótek, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup, Fríhöfninni og víðar | www.proderm.is