Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Fjöldi fólks hefur haft samband við
lögfræðinga undanfarna daga til að
leita réttar síns eftir að hafa keypt
miða af Birni Steinbekk á leik Ís-
lands og Frakklands í París á
sunnudag. Eins og fram hefur kom-
ið komust margir þeirra sem greitt
höfðu fyrir miðana aldrei inn á leik-
vanginn.
Nú hefur verið stofnaður lokaður
hópur á Facebook þar sem undir-
búin er málsókn gegn Birni, en
samkvæmt heimildum mbl.is er
málið þó ekki komið formlega inn á
borð neinnar lögmannsstofu. Er
hópurinn því á þessu stigi umræðu-
vettvangur þar sem meintir tjón-
þolar ræða saman og ákveða í sam-
einingu næstu skref. Ekki er því
ljóst hvort málsókn verður að veru-
leika á þessu stigi, en fjölmargir
vilja þó leita réttar síns.
Hættur sem framkvæmdastjóri
Björn Steinbekk hefur verið
framkvæmdastjóri Sónar tónlist-
arhátíðar. Hann ritaði færslu á
Facebooksíðu sína í gærkvöldi að
hann hyggist hætta sem fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar.
Ítrekað var reynt að ná á Björn
og lögmenn Forum lögmannsstofu,
sem hefur milligöngu um endur-
greiðslu miðanna sem ekki bárust
til íslenskra stuðingsmanna, í gær-
kvöldi, en án árangurs.
Umræður um hóp-
málsókn gegn Birni
Misstu af Margir misstu af gleðinni í
stúkunni á sunnudag þrátt fyrir miðakaup.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Töluverð reiði er meðal farþega sem
ferðuðust til Frakklands með fyrir-
tækinu Netmiða til að sjá viðureign
Íslands og Frakklands í átta liða úr-
slitum á Evrópumótinu í knatt-
spyrnu. Fluginu heim var flýtt um
14 klukkustundir og áttu farþegar
að mæta út á flugvöll um fjögur um
nóttina. Auglýstur tími hafði verið
átta á mánudagskvöld. Samkvæmt
heimildum blaðsins gerði flugfélagið
mistök í bókun sem leiddi til þess að
vélin þurfti að fara fyrr í loftið.
Ekki fengu allir farþegar tilkynn-
ingu um að fluginu hefði verið flýtt
heldur spurðist það út í París. Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, lögmaður,
var í vélinni og hefur hann fengið
nokkrar fyrirspurnir frá farþegum
um hvort eitthvað sé hægt að gera.
Hann segir Kristján Atla Bene-
diktsson, forsvarsmann Netmiða,
hafa unnið með sér í góðu samstarfi.
„Það má skipta þessum hóp upp í
fernt, sem á kröfu á Netmiða. Það
eru þeir sem keyptu flug og miða á
leikinn en fengu ekki. Að mínu mati
eiga þeir rétt á endurgreiðslu á
ferðinni. Svo eru þeir sem fengu
ekki skilaboð um nýjan brottfar-
artíma vélarinnar og urðu þar af
leiðandi strandaglópar í París. Þer
eiga rétt á að fá kostnað sinn við
heimförina endurgreiddan. Síðan er
það loforð aðilanna sem seldu þessa
ferð að endurgreiða 10% af ferða-
verðinu ef það tækist að fylla vélina
og það tókst. Það er krafa sem allur
hópurinn á, óháð því hvaða pakka
þeir tóku. Í fjórða lagi er hópur sem
keypti flugfarið en ferðin var stytt
um einn þriðja.“
Frétti í hálfleik
Styrmir Gunnarsson, stofnandi
Tólfunnar, var að tala við aðra með-
limi stuðningsmannasveitarinnar í
hálfleik á leiknum við Frakka þegar
hann frétti að flogið yrði 14 klukku-
stundum fyrr. „Ég hitti nafna minn í
flugvélinni til Parísar og það eru
ekki margir sem heita þessu nafni
þannig að ég spjallaði heillengi við
hann. Sá ágæti maður var ekki í
fluginu heim. Í svona ferð er ég ekki
mikið að skoða netpóstinn minn og
tilkynningin kom víst bara þar og á
Facebook. Ég var reyndar að skoða
póstinn minn og þar var engin til-
kynning.“
Styrmir og félagar í Tólfunni
þurftu að hafa hraðar hendur við að
taka til allt sitt hafurtask, trommur,
fána og annað og koma sér upp á
hótel að pakka niður. Þeir reyndu að
hringja í sem flesta til að láta vita af
breytingunni og náðu í einhverja en
ekki alla.
Netmiði og auglýsingastofan 23
tóku 180 sæta flugvél til að ferja ís-
lenska stuðningsmenn landsliðsins.
Í fréttatilkynningu var sagt að flug-
vélin færi heim á mánudagskvöldi
eða daginn eftir leik. Ætluðu margir
farþegar að njóta fegurðar Parísar
þennan aukadag en hann var tekinn
af þeim.
Enn Íslendingar í París
„Það var tekinn af okkur heill
dagur sem við ætluðum að nýta í
París. Við vorum búnar að borga
hótel sem við þurftum í raun ekki
neitt,“ segir Erna Hrund Grétars-
dóttir, sem átti bókað flug heim með
vélinni.
Enn eru einhverjir Íslendingar í
París og fékk Styrmir fyrirspurn frá
einum sem spurði hvort Tólfan gæti
eitthvað gert fyrir sig. „Við gátum
lítið gert en reyndum að leiðbeina
henni áfram.
Það virtist allt fara úrskeiðis sem
gat farið úrskeiðis í kringum sumar
ferðirnar. Ég veit að 55 úr Partývél-
inni fengu ekki miða og fóru ekki á
völlinn.“
Flýttu fluginu frá París til
Íslands um 14 klukkustundir
Netmiði byrjaður að endurgreiða fólki Mikil reiði hjá þeim sem misstu af
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gleði Bláa hafið eins og stuðningsmenn Íslands voru nefndir á leiknum við
Frakka. Ekki komust allir á leikinn þrátt fyrir að hafa borgað miða.
MOGGAKLÚBBURINN
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að
skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Hvernig fæ ég afsláttinn?
Til að fá afsláttinn þarf að fara
inn á moggaklubburinn.is
og smella á „Operugala um
sumar“.
Þá opnast síða þar sem þú klárar
miðakaupin með afslætti.
Allar nánari upplýsingar
á www.pearls.is
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA
25% AFSLÁTTUR Á ÓPERUGALA UM SUMAR Í HÖRPU
Á þessum tónleikum beinum við athygli okkar að sögu óperunnar
á Íslandi.
Fjórir einsöngvarar og píanisti flytja fjölbreytta óperutónlist, bæði innlenda
og erlenda auk þess sem ýmsum fróðleik um óperuflutning á Íslandi verður
gaukað að áhorfendum.
Söngvararnir eru; Lilja Guðmundsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
mezzósópran, Egill Árni Pálsson tenór, Kristján Jóhannesson baritón og
Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari.
Tónleikar: 10. 17. og 24. júlí og 7. og 14. ágúst.